Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 29
Ég + unglingaheimilib
á svörtum reit
leik falskan leik.
í raun og veru innst inni var ég drullufegin yfir því að vera komin
aftur á unglingaheimilið. Lífið var alltof fráhrindandi, vonlaust og
biturt. Eg fann til öryggis þegar ég var komin milli fjögurra grænna
róandi veggja uppí gamla herbergið mitt. Mér fannst ég ekki lengur
vera píslarvottur eða fangi, því nú hafði ég rannsakað það að það
sem ég hafði saknað voru bara ímyndaðir draumar, nú fannst mér ég
ekki vera að missa af neinu í hringekju lífsins því það var ekkert að
missa af. Eg hafði ekki lengur áhuga á að stíga með í dansinum, alla-
vega ekki eins mikla löngun og ég hafði haft áður. Eg var tilbúin til
að hægja aðeins á ferðinni og stíga á bremsurnar.
Eg kom útúr helli mínum og tók meiri þátt í lífinu á unglinga-
heimilinu, var ekki eins áfjáð í útivistarleyfin og var ægilega rólegt
og gott barn og fólk fór að kynnast mér betur.
I febrúar eignaðist ég aðra mjög góða vinkonu en sjálfa mig — sól-
ina — og fór á algert vorflipp. Predikaði sumar og sól en enginn
trúði mér fyrren loks í maí-júní. Þá fór fólk að skilja hvað ég var að
tala um.
Þótt það sé snjór og slabb
þá er vor
þótt það sé frost og kuldi
þá er vor
þó að heimurinn sé stór og vondur
þá er vor
þó að fólk sé samanbitið og kuldalegt
þá er vor
þó að ástin sé lygi frá upphafi til enda
þá er vor
vorið er í tánum á mér, fingrunum, heilanum, líkamanum
ég er uppblásin af vori
hamingjusemi, hlýju og ást
af vori
tíma blekkingarinnar.
Draumaþvæla
er veturinn ekki kuldinn, illvonskan og þunglyndið
275