Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 32
Tímarit Máls og menningar
mínar framkvæmdir
orðin þroskuð
þótt ég hafi ekki haft neina öxl til að gráta upp við.
engan til að þerra tár mín
engan til að telja í mig kjarkinn
þá meikaði ég þennan skrípaleik
að mestu leyti ein, en þó með bakstuðning
og út kem ég sem þroskuð ung kona
sem dansar sinn eigin dans
ber ábyrgð á dansinum
stjórnar dansinum
dansa ekki fyrir neinn nema sjálfa mig
dansa eftir minni eigin pípu
fer mínar eigin leiðir
og fólk sem elskar mig virkilega finnst ég vera með
gott stoff í pípunni
því ég er með sjálfa mig.
Við vinnuleitina kom auðvitað upp sama próblem og venjulega, „þú
ert of ung“, en loks tókst mér þó að fá vinnu í kexverksmiðju. Þar
vann ég í tvo daga, og hafa það verið tveir hræðilegustu dagar í lífi
mínu, kex, kex, kex, sömu handtökin allan daginn, og maður sá ekk-
ert nema kex. Eftir vinnu var ég gersamlega tóm.
En ég var svo heppin að vinkona mín reddaði mér vinnu í kaffi-
vagninum þar sem hún var sjálf að vinna, jafnframt var hún til í að
búa með mér en hún var að leita að íbúð. Þar hófst nú meira baslið
við að leita að stað til að búa á. Við gerðum mörg tilboð í íbúðir sem
okkur fannst dágóð, en alltaf voru einhverjir sem buðu betur. Eg var
orðin hálfsmeyk við að okkur myndi ekki takast að finna íbúð áður
en ég færi í skólann og mér fannst ég ekkert hafa lengur að gera á
unglingaheimilinu.
Eg er orðin þreytt á þessu rexi og pexi
sama röflið
dögum saman, vikum saman, mánuðum saman.
sama rifrildið
sama baráttan
278