Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 33
Ég + unglingaheimilib
maður er sigtaður niður
súrsaður ofaní tunnu
sektartilfinning
fáið hana, fáið hana, fáið hana
allt stappað inní hausinn á okkur
stappað eins og stáli inní okkur
skiljið þetta, gerið þetta, verið svona
sálfræðilegt fangelsi
heimilislegt fangelsi
Við finnum að þetta er ekki okkar heimili
þetta er ykkar atvinna
við erum ykkar atvinna
okkar líf, heili, líkami, við sjálf
engin mannleg tilfinning
enginn raunveruleiki
bara umbúðapappírinn
þetta er skrípaleikur
uppeldismenntuð formúla
ekkert eðlilegt
við erum viðfangsefni
vandræðaunglingar
í raun og veru ekki manneskjur.
Fyrir milligöngu foreldra minna leigði konan á hæðinni fyrir ofan
þau okkur þriggja herbergja kjallaraíbúð sína í húsinu. Við gátum
haft hana í þrjá mánuði og það passaði okkur ágætlega því báðar
ætluðum við út þá um haustið. Bróðir vinkonu minnar flutti inn
með okkur.
Maður lifði hátt fyrstu vikurnar, fór út að borða og svoleiðis,
sukkaði dálítið stíft. Svo kom skellurinn. I júní var ég rekin af
kaffivagninum. Astæðuna fékk ég aldrei alveg á hreint, en eitthvað
var þetta klæðaburði mínum að kenna, þ. e. a. s. hvernig ég fór
klædd úr og í vinnu því við vorum í sérstökum búningi í vinnunni,
og svo sæti ég í Austurstræti þegar ég var ekki að vinna. En hvern
djöfulinn kom atvinnurekandanum við hvað maður gerði fyrir utan
vinnutímann svo framarlega sem það bitnaði ekki á vinnunni? Mér
fannst ég enn einu sinni vera beitt óréttlæti og þar að auki fékk ég
279