Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 42
Tímarit Máls og menningar úr skák, að hann sá fermingarbróðurinn skopast í laumi að handatil- tektum hans við beitningakarlana. Þá helltist vonleysið yfir hann, augun fylltust móðu og hann óskaði sér langt, langt í burtu. Hann vissi, að ef hann myndi framkvæma þessa ósk, kallaði hann yfir sig reiði föður síns, armæðu móður sinnar og vandlætingu heimsins. Þeir sem hlaupa úr vinnu eru taldir vesalingar og vandræðagemsar. Það var því ekki von, að vel lægi á þessum fínbyggða dreng, þar sem hann óð döggina niður túnið. I annarri hendinni hélt hann á gráum ullarsokk. í honum var kaffiflaskan hans, þriggja pela glerflaska vafin í gömul dagblöð og brauðpinkill bundinn í rauðan tóbaksklút. Drengur- inn skammaðist sín fyrir þessar umbúðir. Það höfðu engir svona um- búnað um kaffidótið. I stað glerflösku höfðu karlarnir litsterka hita- brúsa undir kaffið og brauðið höfðu þeir í marglitum pjáturdósum. „Eg þori ekki að láta þig hafa hitabrúsann hans pabba þíns, þú gætir mölvað hann,“ hafði móðir hans sagt, er hann hafði mótmælt nestisumbúnaðin- um. Það fór ekkert á milli mála, að í þessu tilliti var litið á hann sem barn. „En með þessu móti helst kaffið betur heitt. Svona var líka alltaf gengið frá kaffidóti áður en hitabrúsar komu til sögunnar," hafði móðir hans bætt við. Hann hafði þá ekki mótmælt frekar, hafði heldur ekki þorað að segja móður sinni, að hann skammaðist sín fyrir að láta sjá sig með þennan sokkfjanda. En hann vissi, að móður hans gekk gott eitt til með þessu, hafði velferð hans í huga. Hann vildi því ekki styggja hana, því þegar á reyndi, var hún hans stoð og stytta. Brátt var drengurinn kominn niður á þjóðveginn og slóð hans sást ekki lengur. Vegurinn lá gegnum sofandi þorpið. Drengurinn reyndi því að láta skóhljóð sitt heyrast sem minnst. Vildi komast framhjá þessum þöglu húsum, sem honum fannst vera að laumast til að horfa á sig gegnum mislitar gardínur og hvísla hvert að öðru: „Þarna fer dreng- greyið að ofan í beitninguna. Hann verður víst til mikils gagns þar, ef að líkum lætur.“ Og svo hlógu þau að kaffisokknum. Drenginn langaði helst til að hendast gegnum þorpið, en kaus þó heldur að laumast um göturnar, því kannski sváfu þau þrátt fyrir allt. Næsta morgun ætlaði hann meðfram sjónum, til þess að sleppa þessari píslagöngu gegnum plássið, þótt svo það væri lengri leið. Beitningarskúrinn stóð ofan við bryggjuna. Hann var reistur á gild- um staurum er stóðu úti í sjónum og milli þeirra syntu múkkar og æðarkollur í ætisleit. Það barst hark og háreysti frá skúrnum í morgun- kyrrðinni. Beitningamennirnir voru komnir og teknir til starfa. Dreng- 288
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.