Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 55
Þrjú andlit á glugga
um á hæl og hnakka en ekkert dugði. Hugsanir mínar snerust um
það eitt að strákarnir mættu ekki sjá mig bera, ekki sjá brjóstin og
ekki hárin. Orvæntingarfull öskraði ég á mömmu og nú var stutt í
grátinn.
— Hættið þið nú. Alli, slepptu henni, hættið þið strax, sagði
Halldór nokkur byrstur, og um leið losnaði ég úr prísundinni,
fegnari en orð fá lýst.
Við Maja hlupum nú í hendingskasti inn í bæ, beint inn á bað og
læstum að okkur. Strákarnir hlógu og kölluðu á eftir okkur að við
skyldum gæta vel að glugganum á baðinu. Við flýttum okkur því að
loka honum og drógum gardínuna fyrir. Því næst klæddum við okk-
ur fegins hugar úr hverri spjör og þurrkuðum okkur. Við vorum
enn móðar og æstar eftir vatnsslaginn og hlógum æðislega. Þetta var
allt eitthvað svo spennandi.
— Ef hann hefði nú klætt þig úr, sagði Maja og hló niðurbældum
hlátri.
— Oj bara, þá hefði ég drepið hann, svaraði ég og gretti mig, og
við skelltum báðar upp úr.
Síðan gerðist allt í einu vetfangi. Gardínan hrundi niður og þrjú
andlit, hlæjandi og æpandi lágu á glugganum. Okkur snarbrá, ég
öskraði og greip handklæði. Við beygðum okkur í ofboði niður bak
við baðkarið þannig að við sáumst ekki, en strákarnir híuðu og hlógu.
— Þarna spældum við ykkur, kallaði Asgeir. Við bundum spotta
í gorminn og þurftum ekki annað en að kippa í hann.
— Helvítis óþokkarnir, hvæsti Maja. Þeir hafa skipulagt slaginn
fyrirfram.
Þetta hafði allt gerst svo snöggt að ég var varla búin að átta mig.
Og áður en ég vissi af, og án þess að vita hvers vegna, brast ég í
æðislegan grát. Eg hristist og skalf þarna sem ég lá á gólfinu og þorði
ekki að standa upp.
— Anna, hvað er að? Af hverju ertu að skæla? Anna, strákarnir
eru farnir. Stattu upp, við skulum koma inn í herbergi, sagði Maja
og tosaði mig á fætur.
Ég klæddi mig í slopp og hljóp inn í herbergi, skreið upp í rúm og
breiddi upp fyrir haus.
— Þetta er ekkert til að skæla út af, þeir hafa áreiðanlega ekkert
séð, sagði Maja sem komið hafði inn á eftir mér.
301