Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 55
Þrjú andlit á glugga um á hæl og hnakka en ekkert dugði. Hugsanir mínar snerust um það eitt að strákarnir mættu ekki sjá mig bera, ekki sjá brjóstin og ekki hárin. Orvæntingarfull öskraði ég á mömmu og nú var stutt í grátinn. — Hættið þið nú. Alli, slepptu henni, hættið þið strax, sagði Halldór nokkur byrstur, og um leið losnaði ég úr prísundinni, fegnari en orð fá lýst. Við Maja hlupum nú í hendingskasti inn í bæ, beint inn á bað og læstum að okkur. Strákarnir hlógu og kölluðu á eftir okkur að við skyldum gæta vel að glugganum á baðinu. Við flýttum okkur því að loka honum og drógum gardínuna fyrir. Því næst klæddum við okk- ur fegins hugar úr hverri spjör og þurrkuðum okkur. Við vorum enn móðar og æstar eftir vatnsslaginn og hlógum æðislega. Þetta var allt eitthvað svo spennandi. — Ef hann hefði nú klætt þig úr, sagði Maja og hló niðurbældum hlátri. — Oj bara, þá hefði ég drepið hann, svaraði ég og gretti mig, og við skelltum báðar upp úr. Síðan gerðist allt í einu vetfangi. Gardínan hrundi niður og þrjú andlit, hlæjandi og æpandi lágu á glugganum. Okkur snarbrá, ég öskraði og greip handklæði. Við beygðum okkur í ofboði niður bak við baðkarið þannig að við sáumst ekki, en strákarnir híuðu og hlógu. — Þarna spældum við ykkur, kallaði Asgeir. Við bundum spotta í gorminn og þurftum ekki annað en að kippa í hann. — Helvítis óþokkarnir, hvæsti Maja. Þeir hafa skipulagt slaginn fyrirfram. Þetta hafði allt gerst svo snöggt að ég var varla búin að átta mig. Og áður en ég vissi af, og án þess að vita hvers vegna, brast ég í æðislegan grát. Eg hristist og skalf þarna sem ég lá á gólfinu og þorði ekki að standa upp. — Anna, hvað er að? Af hverju ertu að skæla? Anna, strákarnir eru farnir. Stattu upp, við skulum koma inn í herbergi, sagði Maja og tosaði mig á fætur. Ég klæddi mig í slopp og hljóp inn í herbergi, skreið upp í rúm og breiddi upp fyrir haus. — Þetta er ekkert til að skæla út af, þeir hafa áreiðanlega ekkert séð, sagði Maja sem komið hafði inn á eftir mér. 301
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.