Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 56
Tímarit Máls og menningar Mér hafði ekki gefist neitt ráðrúm til að hugsa, en við þessi orð Maju jókst gráturinn um allan helming. — Ef þeir hefðu nú séð, nei þeir mega ekki. . . , góði guð láttu þá ekki hafa séð. Halldór kom inn og vildi tala við mig, en ég skipaði honum að fara og grúfði mig enn fastar ofan í koddann. Maja var búin að klæða sig og fór fram með Halldóri og var ég ein í herberginu. Smám saman sefaðist gráturinn en ég hafði þungan ekka og skalf eins og hrísla. Ég skammaðist mín nú fyrir að hafa farið að grenja út af engu eins og aumingi. En jafnframt kvaldist ég af tilhugsuninni um að strákarnir hefðu séð mig allsbera og vissu þar með leyndarmál mitt. Af og til fékk ég hljóðlátar gráthviður og mig langaði svo heim til mömmu. Samt vissi ég að ég gæti ekki sagt mömmu frá þessu. Þetta var allt eitthvað svo undarlegt. Mamma hafði sagt mér að allar konur væru með brjóst og svona hár og auðvitað vissi ég það fyrir löngu. En það var bara engin stelpa í mínum bekk búin að fá svona hár. Kannski myndu þær stríða mér í leikfimi og sundi í vetur. Guð hvað ég kveið fyrir. Halldór kom nú aftur inn og lokaði á eftir sér. Hann settist á rúmið hjá mér hálf vandræðalegur og sagði: — Þetta hafa verið heldur mikil læti í okkur í dag Anna mín. Við ætluðum ekki að gera ykkur neitt illt. Hættu nú að skæla, það kemur oft fyrir þegar menn eru þreyttir og æstir að þeir fara að gráta, sé þeim gert hverft við. Þetta eru alveg eðlileg viðbrögð, hafðu engar áhyggjur. Hm. . . já þetta lagast allt. Komdu fram og fáðu þér hressingu. Ég svaraði engu en starði upp í loftið. I því var kallað framan úr eldhúsi. Það var Alli. — Það er til kakó handa þeim sem vilja. — Komdu nú fram og fáðu þér kakósopa Anna mín. Það er gott fyrir þig að fá eitthvað heitt eftir allt volkið, og þú sofnar betur á eftir, sagði Halldór og stóð upp. Ég svaraði ekki strax, en þá kallaði Maja og lét ég því tilleiðast, treg þó. Ég var eldrauð og þrútin í framan og þorði ekki fyrir mitt litla líf að líta upp. Ég hringaði mig saman á bekknum, sötraði heitt kakóið og dýfði kringlu í. Ég skalf öll og nötraði, ekki þó af kulda, heldur var þetta einhver innri skjálfti sem ég skildi ekki og réð ekkert við. 302
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.