Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 69
Nafnlaus xskuminning
Rétt í þessu skaust Laufey út. Hún bjó í sama húsi og ég. Laufey
var átta ára búlduleit stelpa með stór græn augu. Hún var glaðlynd,
ákveðin og snaggaraleg í fasi. Laufey átti níu bræður. Eg bar tölu-
verða virðingu fyrir Laufeyju, þó að hún væri einu ári yngri en ég.
Hún gat blístrað eins og strákur, ropað og rekið við eftir pöntun.
Núna var hún önnum kafin við að þjálfa sig í að æla í tíma og ótíma.
Hún var mjög ábyrgðarfull gagnvart yngri systkinum sínum og
feikilega dugleg heima fyrir. Eg mátti sitja undir sífelldum saman-
burði á getu okkar í heimilisstörfum. Hún hjálpaði til við matseld-
ina, vaskaði upp og þreif hátt og lágt. Bræður hennar komu sjaldan
nálægt slíku.
Pabbi Laufeyjar var fisksali. Oft var hún fengin til að sendast með
fisk fyrir hann. Þennan morgun átti hún að fara með fisk á barna-
heimilið Steinahlíð. Þangað var drjúgur spölur frá Sogaveginum þar
sem við bjuggum. Eg bauðst til að labba með henni, einnig fylgdu
okkur þrjú af yngri systkinum hennar og Begga systir mín.
Við gengum niður Borgargerðið. Loftið var mettað ryki og við
snérum okkur undan um leið og bíll þaut niður brekkuna, svo að vit
okkar fylltust ekki af ryki. Við enda brekkunnar lá fáfarinn malar-
vegur sem nú heitir Miklabraut. Milli hennar og Suðurlandsbrautar
var stórt og mikið tún, sem nýbúið var að slá og raka heyið saman í
sátur. Hjörtur, bóndinn á Melavöllum, heyjaði þetta mikla og glæsi-
lega tún. Þarna var hann líka með mikla kartöflu- og kálrækt.
Við tylltum okkur niður í grasið og hölluðum okkur upp að hey-
sátunum. Þegar við fundum hvað þetta var notalegt ákváðum við að
flýta okkur að skila fisknum og leika okkur síðan í heyinu.
Við héldum því áfram og hlupum yfir Suðurlandsbraut í áttina að
Steinahlíð. Þar tók forstöðukonan ljúfmannlega á móti okkur og
þakkaði fyrir fisksendinguna. Við hlupum síðan til baka niður á
Miklatún og fleygðum okkur endilöngum niður í grasið. Allt í einu
hljóp í okkur einhver galsi og áður en við vissum af vorum við farin
að tæta til heyið í einni sátunni.
Allt í einu verðum við vör við að bóndinn á Melavöllum nálgast
og stikar stórum. Við gerðum okkur grein fyrir hættunni og hræðsla
greip um sig. Eina undankomuleiðin var flótti, enda tóku krakkarnir
strax til fótanna. Eg sá í hendi mér að hann myndi ekki ráðast á
yngstu krakkana til að koma fram hefndum. Eg eða Laufey yrðum
315