Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 69
Nafnlaus xskuminning Rétt í þessu skaust Laufey út. Hún bjó í sama húsi og ég. Laufey var átta ára búlduleit stelpa með stór græn augu. Hún var glaðlynd, ákveðin og snaggaraleg í fasi. Laufey átti níu bræður. Eg bar tölu- verða virðingu fyrir Laufeyju, þó að hún væri einu ári yngri en ég. Hún gat blístrað eins og strákur, ropað og rekið við eftir pöntun. Núna var hún önnum kafin við að þjálfa sig í að æla í tíma og ótíma. Hún var mjög ábyrgðarfull gagnvart yngri systkinum sínum og feikilega dugleg heima fyrir. Eg mátti sitja undir sífelldum saman- burði á getu okkar í heimilisstörfum. Hún hjálpaði til við matseld- ina, vaskaði upp og þreif hátt og lágt. Bræður hennar komu sjaldan nálægt slíku. Pabbi Laufeyjar var fisksali. Oft var hún fengin til að sendast með fisk fyrir hann. Þennan morgun átti hún að fara með fisk á barna- heimilið Steinahlíð. Þangað var drjúgur spölur frá Sogaveginum þar sem við bjuggum. Eg bauðst til að labba með henni, einnig fylgdu okkur þrjú af yngri systkinum hennar og Begga systir mín. Við gengum niður Borgargerðið. Loftið var mettað ryki og við snérum okkur undan um leið og bíll þaut niður brekkuna, svo að vit okkar fylltust ekki af ryki. Við enda brekkunnar lá fáfarinn malar- vegur sem nú heitir Miklabraut. Milli hennar og Suðurlandsbrautar var stórt og mikið tún, sem nýbúið var að slá og raka heyið saman í sátur. Hjörtur, bóndinn á Melavöllum, heyjaði þetta mikla og glæsi- lega tún. Þarna var hann líka með mikla kartöflu- og kálrækt. Við tylltum okkur niður í grasið og hölluðum okkur upp að hey- sátunum. Þegar við fundum hvað þetta var notalegt ákváðum við að flýta okkur að skila fisknum og leika okkur síðan í heyinu. Við héldum því áfram og hlupum yfir Suðurlandsbraut í áttina að Steinahlíð. Þar tók forstöðukonan ljúfmannlega á móti okkur og þakkaði fyrir fisksendinguna. Við hlupum síðan til baka niður á Miklatún og fleygðum okkur endilöngum niður í grasið. Allt í einu hljóp í okkur einhver galsi og áður en við vissum af vorum við farin að tæta til heyið í einni sátunni. Allt í einu verðum við vör við að bóndinn á Melavöllum nálgast og stikar stórum. Við gerðum okkur grein fyrir hættunni og hræðsla greip um sig. Eina undankomuleiðin var flótti, enda tóku krakkarnir strax til fótanna. Eg sá í hendi mér að hann myndi ekki ráðast á yngstu krakkana til að koma fram hefndum. Eg eða Laufey yrðum 315
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.