Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 70
Tímarit Máls og menningar að greiða syndagjaldið. Ég þaut því af stað hugsandi eingöngu um að bjarga eigin skinni. Hlaup var mín sterka hlið og þar skaut ég Lauf- eyju ref fyrir rass. Eg þaut fram úr hverjum organdi krakkanum á eftir öðrum og að síðustu fram úr Laufeyju. Mér varð litið aftur og sá að ég hafði reiknað dæmið rétt. Hjörtur þaut fram úr litlu krökk- unum sem höfðu numið staðar og horfðu stóreygð og full skelfingar á eltingaleikinn. Þegar ég leit við aftur sá ég að Hjörtur þaut líka fram úr Laufeyju og nálgaðist mig óðum. Ég herti enn á hlaupunum. Ég hafði vonast til að hann myndi ætla að refsa okkur báðum og á meðan hann skammaði Laufeyju fengi ég gott forskot, en sú von brást. Hjörtur ætlaði greinilega að ná forystusauðnum og hann hlaut að vera sá sem fremstur fór. Allt í einu var gripið óþyrmilega í öxlina á mér og svitastorkið og illúðlegt andlit gnæfði yfir mér. Ég var svo viti mínu fjær af hræðslu að ég stóð varla á fótunum af skelfingu. Allt í einu fann ég eitthvað volgt leka niður milli fóta mér og niður á rykugan malarveginn. Ég leit upp og stundi skelfingu lostin: „Ég er búin að pissa í mig af hræðslu.“ Hirti brá greinilega talsvert, andlits- drættirnir linuðust og ég skynjaði að honum fannst ég hafa tekið út næga refsingu við þessa niðurlægingu. Hann losaði um takið og sagðist vona að hann sæi okkur aldrei framar á túninu. Síðan ýtti hann mér frá sér, snerist á hæl og gekk burtu. Eftir að mesti óttinn var liðinn hjá var ég dauðfegin hvað mér varð brátt í brók. Krakkarnir voru allir horfnir eins og jörðin hefði gleypt þá. Þau ætluðu augsýnilega ekki að verða næstu fórnarlömb. Ég lötraði af stað heim á leið og þegar ég kom upp á Borgargerðisbrúnina sá ég að öll hersingin beið á tröppunum heima. Mamma var þar líka með yngstu systur mína á handleggnum. Það var greinilegt að fréttin hafði borist og ég sá áhyggjufullt andlit mömmu horfa á mig. Ég var ekkert að flýta mér síðasta spölinn. Þetta voru fyrstu kynni mín af Hirti á Melavöllum en ekki þau síð- ustu. Um haustið frétti ég að Hjört vantaði krakka til að taka upp kartöflur og ætlaði að borga eina krónu fyrir fötuna. Þörfin fyrir að vinna sér inn peninga varð óttanum yfirsterkari, svo að ég fór og bað um vinnu. Ég var þegar ráðin og ekki var að merkja að Hjörtur erfði þetta atvik nokkuð við mig. 316
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.