Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 72
Tímarit Mdls og menningar
Þú staulast fram í eldhús
hellir bjór í glas, drekkur,
þótt þú sért með timburmenn, fullur,
tautar við sjálfan þig.
Leggst í sófann og sofnar aftur.
lngveldur Ýr, 9. bekk
SKÁLDIÐ MIKLA
Hér situr unglingsgrey
sem rembist við að vera frumlegt skáld.
Stundum fer þetta unglingsgrey
niðrá plan, partí, seint heim.
Þá rífst greyið við mömmu en
elskar pabba sinn alltaf, pabbastelpa.
Jóhanna Helga, 9. bekk
ALLT BÚIÐ
Það er allt búið „allt“ hugsun mín er ekki rökrétt. Það er
að hverfa, það er allt að hverfa allt sem ég átti, allt sem ég
hugðist gera. Það strokast út smátt og smátt en þetta líf
hlýtur að koma aftur þetta skemmtilega líf, en samt er
allsstaðar opið sár.
Maður sem er lifandi, hugsar er bjartsýn og þegar allt
þetta stóð sem hæst var allt bjart, albjart. Gekk þetta vel?
Já þetta gekk vel en svo kom útkoman. Útkoman já
útkoman. Það var ennþá meiri taugaspenna var allt búið
allt en ég má ekki vera svartsýn en samt er ég það. Það
hlaut að koma að því allt er gott áfram og vona það.
318