Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 102
Tímarit Máls og menningar
Riddari í rauðum klæðum,
með rjúkandi sigð í höndum,
hleypir, svo hófanna dynur
heyrist í öllum löndum.
Af jóreyk mannheimar myrkvast
og moldin sópast að skjánum.
Riddarinn brýst inn í bæinn,
og blóðið drýpur af ljánum.,!)
Bylting og dauði í einu tákni.
Undrameðalið kallocain sem gerði stjórnendum Ríkisins kleift að fylgj-
ast jafnvel með leyndustu hugsunum þegna sinna.
Svifu svo ógnvænar framtíðarsýnir fyrir augum Davíðs Stefánssonar og
Karin Boyes bjarta júlídaga í Moskvu sumarið 1928?
Innrætingarheimboð stjórnmálamanna geta verið tvíeggjuð. Sumir gestir
hrífast svo að augu þeirra verða haldin. Aðrir gagnsefjast — leita að feyrum
og fölskum hljómum í húsi og háttum gestgjafanna.
Frásagnir af fyrirlestri Davíðs eftir Rússlandsförina benda til þess að
hann hafi reynt að meta mannlíf þar eystra af raunsærri dómgreind. Hitt er
staðreynd — og sýnir að ferðalagið um Sovétríkin 1928 hefur a.m.k. ekki
fjarlægt Davíð ýmsum hugsjónum sósíalisma — að engin ljóðabóka hans
geymir jafnmörg þjóðfélagslegra ádeilukvæða í anda róttækrar vinstri-
stefnu og 1 byggdum sem kom út 1933. Fremst þessara kvæða stendur
„Vökumaður, hvað líður nóttinni?“ Þar eru þessar línur:
Brothljóð. Brothljóð. Borgir falla.
Básúnur gjalla.
Gullið er borið í bræðsluofna.
Það brestur í hlekkjum. Hásæti klofna.
Op, hróp, æðandi lýðir.
Umbrot. . .Fæðingarhríðir.
Hinn feyskni stofn er stýfður að rótum.4*1
VII
Saga Gunnars Gunnarssonar, „Rundt om Kreml“, birtist sem gamansöm
smásaga af næturævintýri íslensks skálds í Moskvu.
Að því er varðar vinnubrögð höfundar á hún eitt samkenni með
Kirkjunni á fjallinu.
348