Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 106
Tímarit Máls og menningar
paa en Maade. Men det var desværre forstaaelige Tunger. Og som de dog
talte! . . . (73. bls.).
í Helgafelli hljóðar þessi málsgrein svo:
Þetta hefði allt saman verið þolanlegt, ef félagar hans einnig hefðu talað
tungum! Reyndar töluðu þeir spámannlega, en orðin voru því miður skiljan-
leg. Og belgurinn, sem þeir töluðu í, botnlaus!. . . (326. bls.).
Þó að kalla megi að setningarnar séu efnislega óbreyttar er gamansemi
dönskunnar horfin og þyngri tónn vandlætingar kominn í staðinn.
Loks hljóðar sama málsgrein svo í Landnámuútgáfunni:
Sök sér ef þessir innblásnu félagar hans hefðu einnig talað framandi
tungum. Þeim var því miður ekki sú náðargáfa gefin. Það voru aðeins
hugtökin og röksemdirnar, er þreyttu álfadans á meira og minna hnökra-
lausu mælskusviði. Orðin sjálf voru alltof skiljanleg. Skelfing voru þeir
málgefnir! (195. bls.).
Hér er bætt við setningunum um „hugtökin og röksemdirnar, er þreyttu
álfadans." Þótt merking þeirra sé engan veginn augljós, virðist liggja hendi
næst að skilja þær svo að mælska stúdentanna hafi verið hnökralaus en
röksemdafærsla þeirra og hugtakameðferð álíka fjarri veruleikanum og
álfadans.
Gott dæmi um stigvaxandi hneigð í frásögn er lýsingin á skoðunarferð-
um stúdentasendinefndarinnar.
I dönsku gerðinni segir um Símon Pétursson:
I ovrigt viste han sig ogsaa paa anden Vis from: lod sig slæbe rundt til
Fabriker, Skoler, Hospitaler, Monsterbrug, Plejehjem for Unge og Gamle
og Vanartede, Brugsforeningsbutiker, eller hvad det nu var, og Fabriker,
Skoler, Hospitaler, Monsterbrug — hele Rækken forfra. (74. bls.).
í Helgafelli er þessi kafli svo:
Ef það er dyggð, þá kom frómleiki hans í ljós einnig á annan hátt, sem sé
þann, að hann aldrei skarst úr leik. Þögull sem steinninn fylgdi hann félögum
sínum eftir, út og inn um verksmiðjur, skóla, sjúkrahús, hressingarhæli,
fyrirmyndarbú, betrunarstofnanir, barnaparadísir, elliheimili, vörumiðlun-
arbúðir, betrunarstofnanir, fyrirmyndarbú, hressingarhæli, sjúkrahús, skóla,
verksmiðjur — alltaf sama hringinn. Drottinn minn dýri!. . . (326. bls.).
352