Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 108
Tímarit Máls og menningar
gefið hæfilegt ágrip af dagskrá eða réttara næturskrá Símonar — og virtist þó
ekki meira en svo viss í sinni sök — að Gorkí dveldi þessa dagana alla leið
suður á Krímskaga. Auk þess væri það ekki siður hérlendis, að vaða inn á
menn að næturlagi — nema undir sérstökum kringumstæðum. . . (200. bls.).
Hér eru endursögð í óbeinni ræðu orð túlksins sem bera nokkurn keim
af pólitískri umræðu á tímum kalda stríðsins um Sovétríkin sem lögreglu-
ríki.
Dæmi um það hversu frásögn þokar frá hlutlægni til hneigðar er lýsingin
á því er Símon Pétursson ekur í átt til Kremlar að loknum viðskiptum
sínum við túlk og nefndarformann. I dönsku gerðinni segir blátt áfram:
Saaledes skete det, at Símon Pjetursson midt om Natten karte alene ad
Kreml til. (79. bls.).
í Helgafelli stendur:
Pannig bar það til, að Símon Pétur, einn síns iiðs, að næturlagi ók í áttina
til Kreml, sem er kastali úr dökkrauðum steini, aldurhniginn, miðstöð
margra atburða fyrr og síðar. (329. bls.).
Hér bætt við tilvísunarsetningu þar sem varpað er nokkurri dulúð og
óhugnaðarblæ yfir þennan kjarna Moskvuborgar.
Loks er svo sú gerð sem Landnámuútgáfan geymir:
Þannig atvikaðist það, að Símon Pétursson að aflíðandi miðnætti ók í
áttina til Kremlínar, sem er mikil borg og víggirt að sama skapi. (201. bls.).
Hér er Kreml orðin öflugt vígi.
Svipuð þróun frá hlutlægni til hneigðar kemur fram í því þegar lýst er
hvernig kúskurinn bendir Símoni á sögustaði Kremlar. í dönsku gerðinni
segir:
Hyrekusken kom stolprende til — forstod ikke ganske?. . . Pegede paa
Kremlmuren, pegede paa Mausolæet („Javist — det ligner en bedre islandsk
Hestestald!" medgav Símon utaalmodigt), pegede paa Nationalmusæet,
Hallerne, Basiliusdomen. . . (81. bls.).
í Helgafelli er óbreytt frásögn:
Karlfauskurinn kom töltandi — var ekki almennilega með á nótunum. —
Hvað átti hann við?. . . Hann benti á Kreml-múrinn, benti á kumblið lága
354