Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 13
Ádrepur
í fyrsta hefti nýs árs er við hæfi að óska gömlum og nýjum áskrifendum
gleðilegs árs, þakka þeim gömlu liðsinnið og bjóða nýja velkomna. Einnig er
okkur ánægja að bjóða Eyjólf Kjalar Emilsson, nýbakaðan doktor í heimspeki,
velkominn í ritnefnd í stað Oskars Halldórssonar sem lést á liðnu ári.
I fyrra komu út fimm hefti af Tímaritinu og svo verður líka í ár, þrjú í vor og
tvö í haust. Arlega er heftið nú um 600 blaðsíður eða eins og stór bók, og verðið
á því hlýtur að fylgja bókarverði nokkurn veginn þótt auðvitað sé það mun
ódýrara en bók af sömu stærð. Gíróseðill fyrir árgjaldi 1984 fylgir þessu hefti og
er það einlæg beiðni okkar til félagsmanna að þeir greiði hann eins fljótt og þeim
er auðið.
Sigurður Nordal
Þetta fyrsta hefti ársins 1984 er helgað Sigurði Nordal. Fimm fræðimenn fjalla
um hann frá ýmsum hliðum, Páll Skúlason, heimspekingur, Gunnar Karlsson
sagnfræðingur og bókmenntamennirnir Vésteinn Ólason, Arni Sigurjónsson og
Páll Valsson. Auk þess er hér frásögn Steinunnar Eyjólfsdóttur, rithöfundar og
bóndakonu, af dvöl hennar hjá Sigurði og Ólöfu konu hans í Kaupmannahöfn,
þegar þau voru sendiherrahjón þar.
Greinarnar um Sigurð Nordal fjalla um fræði hans og því er ekki úr vegi að
rifja upp í forspjalli helstu æviatriði hans. Sigurður fæddist 14. september 1886
að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og varð stúdent í Reykjavík 1906. Nám stundaði
hann síðan aðallega í Kaupmannahöfn, varð mag.art. frá Hafnarháskóla 1912 og
tók doktorspróf frá sama skóla 1914. Arið 1916 var hann við heimspekinám í
Berlín og í Oxford 1917—18, en þá varð hann prófessor í íslenskri málfræði og
menningarsögu við hinn unga háskóla í Reykjavík. 1945 var hann svo gerður að
prófessor í íslenskum fræðum án aldurstakmarks og leystur undan kennslu-
skyldu. Hann var sendiherra íslands í Kaupmannahöfn frá 1951 til 1957.
Sigurður þótti einn merkasti fræðimaður á sínu sviði og var sýnd virðing
3