Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar
víðsvegar, m. a. kenndi hann við ýmsa þekkta háskóla í Evrópu og vestan hafs,
hélt ótal fyrirlestra heima og erlendis og var heiðursdoktor við Háskóla Islands
og marga erlenda háskóla. Hann lést árið 1974.
Þetta hefti Tímarits Máls og menningar á ekki að vera minningarrit til að jarða
Sigurð Nordal og kenningar hans. Kveikjan að því var námskeið í heimspeki um
verk Sigurðar í fyrra, sem lauk með fundi í Félagi áhugamanna í heimspeki
síðastliðið haust. Ein grein í heftinu er unnin upp úr fyrirlestri þar, grein Páls
Valssonar, nemanda í íslensku og heimspeki. Aðrar greinar eru skrifaðar fyrir
þetta hefti og sýna vel hvað hugmyndir Sigurðar eru enn frjóar. Verk hans eru,
fyrir utan bókmenntirnar sjálfar, eitt það merkasta sem þeir eiga sameiginlegt
sem stunda íslensk fræði, og ástæða til að taka þau oftar tii umræðu á þeim
vettvangi en gert hefur verið hin síðari ár og áratugi.
Að vísu lifa ýmsar niðurstöður Sigurðar í skólum landsins sem sögulegar
staðreyndir — og minna helst á staka dranga þar sem þær standa — sorfnar frá
langri og fjörugri röksemdaleiðslu höfundar. Sjálfsagt stafar þetta að einhverju
leyti af því hvernig Sigurður skrifaði og kenndi, eldmóði hans og sannfæringar-
krafti sem fremur hefur boðið upp á einróma samþykki en lifandi andstöðu og
deilur; en þetta eru vissulega ill örlög fyrir fræðimann og lífsspeking sem lagði
höfuðáherslu á að hver maður yrði að íhuga og dæma sjálfur, hugsa og taka
ábyrgð á niðurstöðum sínum. „Einmitt vegna þessarar björtu trúar hans á ávöxt
hugsunarinnar og lífskraft heilbrigðrar menningar," segir Kristinn E. Andrés-
son í Islenskum nútímabókmenntum, „verður ævistarf hans ein öruggasta
kjölfestan í fari Islands gegnum brotsjó tímans."
SA
4