Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar um, sem eru reynsla, tilfinningar, hugmyndir, heimsmynd ákveðins ein- staklings: það sem bjó honum næst hjarta. Sá greinarmunur efnis og búnings eða forms, sem þá er gert ráð fyrir, var raunar miklu eldri, en áherslan á verkið sem tjáningu einstæðs persónuleika var nýjung þess tíma. Klassísisminn, sem á undan fór, lagði megináherslu á hið almenna og sammannlega. A eftir nýjum skilningi á skáldskap fylgdu nýjungar í aðferðafræði bókmenntarannsókna. Meginviðfangsefnið varð samband skálds og verks, upphaf boðanna sem skáldverkin fluttu í höfundi þeirra, hin svo nefnda ævisögulega rannsóknaraðferð. Þessi aðferð hefur verið fyrirferðarmikil allt fram á síðari áratugi, en á þessari öld hefur hún löngum verið harðlega gagnrýnd, svo að hún hefur smám saman þokað úr því öndvegi sem hún áður sat í. Þó verður að hafa í huga að gagnrýnin hittir einstaka fræðimenn misvel, enda rannsóknirnar geysimiklar að umfangi og hafa, hvað sem ann- mörkum líður, skilað miklum afrakstri sem hefur varanlegt gildi. Gagnrýn- in hittir einkum þann sambreysking pósitívisma og ævisögustefnu sem réð lögum og lofum kringum síðustu aldamót og var á margan hátt í mótsögn við rætur stefnunnar í rómantíkinni. Undir vísindalegu yfirbragði fólust mótsagnir hughyggju og efnishyggju, einstaklingshyggju og nauðhyggju. Það voru einmitt þessar mótsagnir sem áttu drýgstan þátt í því að Sigurður Nordal hafnaði pósitívismanum, en hann hafnaði ekki hinni ævisögulegu rannsóknaraðferð heldur miðaði starf sitt við hana eins og hvarvetna kemur fram í verkum hans, m. a. mjög skýrt í þessari stefnuskrá fyrir íslenskar bókmenntarannsóknir sem hann setti fram í erindi sínu um Matthías Jochumsson, sem fyrr var nefnt: Mikið skortir á, að Islendingar séu farnir til hlítar að átta sig á verkum hans, skilja þau, vinza úr þeim, skýra þau í sambandi við manninn og hvort tveggja í samhengi við fortíð og samtíð. Enn er eftir að safna bréfum hans og gefa þau út og rita ævisögu hans og lýsingu eftir beztu heimildum. Þetta tvennt eru brýnustu skyldur nútímans við minningu hans. Ur öllu þessu mun síðan framtíðin vinna, og upp úr því mun rísa sú mynd af manninum og skáldinu, sem íslenzka þjóðin mun eiga hvað lengst eigna sinna. (Áfangar II, bls. 71) Þessi orð sýna að Sigurður Nordal sá fullunna íslenska bókmenntasögu fyrir sér sem sögu skáldanna og leiða ótvírætt í ljós þau einkenni ævisögu- stefnunnar sem settu mark á verk hans allt fram til ritgerðarinnar um Hall- grím Pétursson, sem birtist árið 1970. Á þessu þarf enginn að furða sig, því að ævisögustefnan var ríkjandi þegar fræðimennska hans var í mótun og hún samræmdist fyllilega einstaklingshyggju hans og öðrum heimspekilegum viðhorfum. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.