Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 26
Tímarit Máls og menningar söguskoðun þá sem birtist í því riti fjallar Gunnar Karlsson í annarri grein í þessu hefti og leiði ég það efni hjá mér. Mjög áhrifamikil heildarsýn yfir íslenska bókmenntasögu kemur fram í ritgerðinni „Samhengið í íslenzkum bókmenntum", sem birtist í upphafi Islenzkrar lestrarbókar 1400—1900 árið 1924. Þótt kenningin í heild sé að mínu viti mjög hæpin hefur hún vafalaust haft mikið uppeldislegt gildi. Ahrifamátt sinn á hún ekki síst að þakka hinni díalektísku aðferð sem þar er beitt. Við sjáum framvindu bók- menntasögunnar í ljósi átaka gagnstæðra afla: þjóðernishyggja Sigurðar kemur fram í því hvernig grundvallarátök eru milli hins íslenska og erlenda; hin persónulega sögutúlkun kemur fram í því hvernig mikilvæg söguleg skil verða fyrir vísvitaða viðleitni mikilhæfra einstaklinga. VI Glöggur lesandi mun hafa veitt því athygli að hér hefur einkum verið staldrað við ritsmíðar Sigurðar Nordals frá árunum um og skömmu eftir 1920. Þótt hann ynni stórvirki eftir það virðist mér þetta tímabil á margan hátt vera frjóasta skeið á fræðimannsferli hans og að hann hafi þá þegar mótað grundvallarviðhorf sem ríktu í fræðimennsku hans alla tíð síðan. Það væri þó fjarri sanni að ætla að hann hafi ekki lært margt og skilið betur á langri starfsævi, en hér er ekki rúm fyrir sögulegt yfirlit. Þó er freistandi að staldra stuttlega að lokum við ritgerð sem hann birti í ritinu Vísindin efla alla dáð, sem gefið var út í minningu hálfrar aldar afmælis Háskóla Islands 1961. Ritgerðin nefnist: Um bókmenntasögu. Fáein brot. I ritgerð þessari kemur það glögglega fram, sem ekki þarf að koma á óvart, að Sigurður hefur fylgst vel með þeirri gagnrýni sem fram hafði komið á ævisögulega bókmenntakönnun. Hann tekur undir ýmislegt í þeirri gagnrýni, en raunar eingöngu þætti sem hann þurfti naumast að taka til sín: . . . verður ekki um það deilt, að miklu fleira er oft og einatt til tínt um ævi skálda en getur komið ritum þeirra nokkura vitund við og sem verður fremur til þess að draga athygli frá skáldskapnum eða glepja sýn um hann en varpa á hann ljósi. . . Sama máli gegnir um ýmsar aðrar rannsóknir, að svo fróðlegar sem þær geta verið í sjálfu sér, má gjalda varhuga við að nema staðar við þær, gera þær að takmarki, undirbúningi þess, sem aldrei er gert. Þótt sjálfsagt sé að athuga, hvað skáld hafa þegið og lært af öðrum, er það lítils virði, nema það leiði til betri skilnings á því, hvað þau eru af sjálfum sér. Annars verður þetta leit að hismi, en ekki kjarna. (Bls. 15) Hér endurtekur hann í raun og veru þá gagnrýni á lærdómssmásmygli í anda pósitívismans sem hann hafði sett fram fjórum áratugum fyrr. Það er líka í fullu samræmi við fyrri áhugamál hans að hann virðist binda mestar \ 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.