Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 44
Tímarit Máls og menningar og óvæntar stefnur. Það sem greinir þroskamöguleika mannsins frá öðrum verum er gáfan til að yfirvega þá kosti sem honum bjóðast og velja þá þroskabraut sem hann telur vænlegasta. Orðræða Sigurðar um íslenska menningu, íslensk skáld, bókmenntir, sögu og þjóðlíf, er fyrst og fremst til- raun til að knýja Islendinga til að takast á við sjálfa sig með því að yfirvega eigin veruleika, ræða um heim sinn og móta líf sitt af samkvæmni og heilind- um. Þessi orðræða Sigurðar var — og er — á móti straumnum. Þegar hann vinnur að Islenzkri menningu eru gáttir alþjóðlegrar tæknimenningar að opnast Islendingum og sú heimspeki sem þá flæðir inn ætlar að þurrka út allan þjóðlegan arf, jafna út alla lífskosti, eyða öllum sérkennum. Hún vill kenna mönnum að hugsa um lífið eins og leikvang aðgerða sem lúta almenn- um og ópersónulegum reglum — reglum sem segja fyrir um gangverk sam- skipta, athafna og hugsana í samlífi fólks. Hin alþjóðlega tæknimenning splundrar því allri hefðbundinni menningu, leysir hana upp í ótal mola sem verða framleiðslu- og söluvörur fyrirtækja með skammtíma sjónarmið, ofurseld eins og þau eru framþróun tækninnar sem smám saman verður ein og sú sama um víða veröld og án allrar festu í hefðum eða siðum einstakra þjóða. Heimspeki, sem vill spyrja um þjóðlegan arf, hvetja til yfirvegunar menn- ingar, lífsverðmæta og þroskaleiða, kann því að virka sem tímaskekkja eða í skásta tilfelli sem rómantísk draumsýn sem brotnar fyrr en varir á skerjum veruleikans. Spurning á borð við þá hvaða vandi og vegsemd fylgi því að vera Islendingur hljómar eins og annarlegt vindgnauð í eyrum þess sem tamið hefur sér hugsunarhátt tæknihyggjunnar. Samkvæmt þeim hugsunar- hætti er það tilviljun, ef ekki slys, að við skulum vera Islendingar og í sjálfu sér algjört aukaatriði með tilliti til þeirra kosta sem „alþjóðamenning" býður uppá. Gallinn við þessa hugsun er sá að alþjóðleg menning er engin til; hún er hugarfóstur tæknilegs hugsunarháttar sem gerir ráð fyrir að allt mannlíf megi steypa í sama mót og skipuleggja út í ystu æsar. Sú menning, ef menningu skal kalla, sem tæknihyggjan vísar til er menning nautna, skyndifullnægingar á öllum hugsanlegum löngunum — menning upplifana sem skortir í senn inntak og varanleik. Eftirsókn vestrænna þjóða eftir hvers kyns stundargæðum stafar af djúpstæðum vonbrigðum, sambandsleysi manna við eiginlega menningu og sögu. Líf í anda tæknihyggjunnar gefur ekki kost á þeim tíma sem ræktun menningar krefst og söguskyn manna þarfnast til að ná að eflast. Tæknihyggjan elur á tímaskorti, kapphlaupi við tímann, vegna þess að hún skiptir öllu mannlífi, allri hugsun manna og starfsemi, niður í ótal einangraða búta sem enga merkingu hafa í sjálfu sér, en eru tengdir saman í endalausri keðju erinda og aðgerða. Ur viðjum 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.