Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 47
Steinunn Eyjólfsdóttir
19 ára í vist hjá Nordal
Jú, ég man vel eftir því. Húsinu þar sem illa lá á öllum. Húsbóndanum af því
að fáir skildu hann. Húsmóðurinni af því hún var oftast veik. Ráðskonunni
af því hún var orðin gömul og gat ekki lengur verið á sjó. Vinnukonan var
kjaftfor sveitastelpa. (Vinnukonan — það var ég)
Og þetta var makalaust hús, bústaður sendiherra Islands í Kaupmanna-
höfn. Vinnustelpunni gekk ekki vel að falla í kramið. Húsið var gríðarlega
fínt. Það fyrsta sem vinnustelpunni var sýnt í nýju vistinni var bjöllulengja
við eldhúsdyrnar. Þar hringdu hinir og þessir takkar, eftir því hvar stutt var
á hinn endann. Þetta fannst vinnustelpunni skrítið apparat. Annað sem
entist henni til aðhláturs fram yfir jól var bílstjórinn sem ók húsbóndanum í
vinnuna og heim aftur. Þó var hann víst vænsti maður. En þegar gamli
maðurinn — eins og hún nefndi húsbóndann í huga sínum — kom fram í
eldhús, þá þeyttist bílstjórinn á fætur eins og þýskur hermaður í bíómynd.
Það varð að hafa það þó skvettist út úr kaffibollanum hans eða stóllinn dytti
um koll. Bara ef hann var nógu fljótur á fætur.
— Bjáni, sögðu bílstjórinn og ráðskonan við vinnustelpuna. — Heldurðu
að eigi að tala við húsbóndann sitjandi?
En vinnustelpan kunni ekki mannasiði og hló bara.
I húsinu bjuggu líka tveir kettir sem ráðskona átti. Hún var mikill
kattavinur. Kettirnir sváfu í kjallaranum. Það er að segja annar þeirra. Hinn
virtist hvergi geta notið svefns og værðar nema í stól húsbóndans fyrir enda
borðstofuborðsins. Venjulega stóðst það á endum að þegar gamli maðurinn
tók í stólbakið til að draga stólinn fram, þá stökk kisi niður hinum megin og
mætti vinnustelpunni í borðstofudyrunum þegar hún kom með matinn inn.
Loks gafst gamli maðurinn upp og kallaði:
— Ég neita að deila stólnum með kettinum.
Vinnustelpan fór fram í eldhús og sagði við ráðskonuna:
— Sigurður neitar að deila stólnum með kettinum.
— Nú já, sagði ráðskona. — Æ hann er oft svo súr, húsbóndinn.
Skelfilega súr.
Það var hann. Eins og hvalrengi upp úr tunnu. Vinnustelpan kunni lítið
37