Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 47
Steinunn Eyjólfsdóttir 19 ára í vist hjá Nordal Jú, ég man vel eftir því. Húsinu þar sem illa lá á öllum. Húsbóndanum af því að fáir skildu hann. Húsmóðurinni af því hún var oftast veik. Ráðskonunni af því hún var orðin gömul og gat ekki lengur verið á sjó. Vinnukonan var kjaftfor sveitastelpa. (Vinnukonan — það var ég) Og þetta var makalaust hús, bústaður sendiherra Islands í Kaupmanna- höfn. Vinnustelpunni gekk ekki vel að falla í kramið. Húsið var gríðarlega fínt. Það fyrsta sem vinnustelpunni var sýnt í nýju vistinni var bjöllulengja við eldhúsdyrnar. Þar hringdu hinir og þessir takkar, eftir því hvar stutt var á hinn endann. Þetta fannst vinnustelpunni skrítið apparat. Annað sem entist henni til aðhláturs fram yfir jól var bílstjórinn sem ók húsbóndanum í vinnuna og heim aftur. Þó var hann víst vænsti maður. En þegar gamli maðurinn — eins og hún nefndi húsbóndann í huga sínum — kom fram í eldhús, þá þeyttist bílstjórinn á fætur eins og þýskur hermaður í bíómynd. Það varð að hafa það þó skvettist út úr kaffibollanum hans eða stóllinn dytti um koll. Bara ef hann var nógu fljótur á fætur. — Bjáni, sögðu bílstjórinn og ráðskonan við vinnustelpuna. — Heldurðu að eigi að tala við húsbóndann sitjandi? En vinnustelpan kunni ekki mannasiði og hló bara. I húsinu bjuggu líka tveir kettir sem ráðskona átti. Hún var mikill kattavinur. Kettirnir sváfu í kjallaranum. Það er að segja annar þeirra. Hinn virtist hvergi geta notið svefns og værðar nema í stól húsbóndans fyrir enda borðstofuborðsins. Venjulega stóðst það á endum að þegar gamli maðurinn tók í stólbakið til að draga stólinn fram, þá stökk kisi niður hinum megin og mætti vinnustelpunni í borðstofudyrunum þegar hún kom með matinn inn. Loks gafst gamli maðurinn upp og kallaði: — Ég neita að deila stólnum með kettinum. Vinnustelpan fór fram í eldhús og sagði við ráðskonuna: — Sigurður neitar að deila stólnum með kettinum. — Nú já, sagði ráðskona. — Æ hann er oft svo súr, húsbóndinn. Skelfilega súr. Það var hann. Eins og hvalrengi upp úr tunnu. Vinnustelpan kunni lítið 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.