Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 50
Tímarit Máls og menningar
lækka hana en ekki þiggja borgun eins og af hverri annarri ábyrgri mann-
eskju? Hún gat aldrei gleymt þessu atviki.
En ekki var nú alltaf svona kaldranalegt milli vinnustelpunnar og hús-
bændanna. Alls ekki. Gamli maðurinn gat verið bæði glettinn og hugulsam-
ur.
Einu sinni kom hann niður á eldhúsplanið síðari hluta dags. Hann hafði
verið í bænum.
— Væna mín, þannig ávarpaði hann hana alltaf þegar vel lá á honum. —
Skreppið nú inn í stofu og talið svolítið við unga stúlku sem kom með mér
úr bænum. Eg er hræddur um að henni leiðist.
Vinnustelpan fór inn, hálfundrandi. En hún sá ekki eftir því. I breiðri
gluggakistunni lá gullfalleg lítil stúlka — úr tré. Listaverkið var svo vel gert
að varla var hægt að líta af því. Vinnustelpan horfði og horfði eins og barn á
jólaljós.
— Jæja, sagði húsbóndinn þegar hún kom fram. — Hvernig leist yður á?
— Hún er afskaplega falleg, sagði vinnustelpan glöð.
— Já er það ekki, sagði gamli maðurinn og snýtti sér. Hann tók í nefið. —
Eg gat ekki stillt mig um að kaupa hana. Svo hélt hann til herbergja sinna og
stelpunni heyrðist hálfvegis að hann raulaði. En vinnustelpan umgekkst litlu
tréstúlkuna alltaf með sérstakri alúð.
Önnur líkneskja í húsinu varð líka vinur hennar. Það var steinkerling,
mikill hlunkur, sem sat á kassa í forstofunni. Þegar vinnustelpunni leiddist
fór hún til steinkerlingarinnar, lagði hendurnar á hnén á henni og horfði
framan í hana. Það stafaði ró og hlýju frá steinkerlingunni, líklega hefur það
verið hugblær listamannsins þegar hann skapaði hana.
Þegar skammdegið gekk í garð og farið var að skreyta borgina fyrir jólin,
bauð gamli maðurinn vinnustelpunni með sér í bæinn.
— Barnið kemur beint ofan úr sveit á Islandi, sagði hann, svo sem til
skýringar á þessu uppátæki, því hann gerði lítið að því að rúnta um borgina.
Vinnustelpan vissi að gamli maðurinn hafði gert sér ómak fyrir hana og var
honum þakklát, þó henni gengi illa að skilja hann.
Svo veiktist frúin aftur og varð að leggjast í rúmið. Að þessu sinni lá hún
heima. Þenna tíma myndaðist eitthvað sem líktist vináttu milli gömlu frúar-
innar og vinnustelpunnar. Frúin kallaði alltaf á vinnustelpuna en ekki ráðs-
konuna. Þá þurfti að færa henni hitt og þetta, laga í kringum hana og lakka á
henni neglurnar.
— Leiðist yður ekki að vera alltaf að hjálpa mér? spurði hún einu sinni.
— Nei, sagði stelpan. Það var satt. Oft bað frúin hana að lesa fyrir sig.
Svo ræddi hún fram og aftur um kvæðið eða söguna.
— Hvað haldið þér að skáldið sé nú að fara með þessu? sagði hún oft.
40
j