Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 56
Tímarit Máls og menningar ég Guð almáttugur mundi ég fela þeim stjórnina á þessu jarðarkríli. Þá varð vinnustelpan orðlaus. Skyldi gamli maðurinn hafa sopið full- mikið á koníjakinu? Hugsa sér að vera orðinn svona gamall og vita þó ekki meira um eiginleika Tjallans! Hún leit á klukkuna. — Já, farið þér nú á ballið væna mín, sagði gamli maðurinn. — Skemmtið yður reglulega vel og reynið að hressa þá svolítið upp, frændur okkar. Stelpan lofaði því fúslega. Svo hvarf hún út í nýjársnóttina. Og það leið á veturinn. Dagarnir renna saman í minningunni. Skondin smáatvik eru aftur ótrúlega skýr í minningunni. Eins og þegar gamli maðurinn vildi endilega fá köku með ís innan í. Sko, það átti að vefja deiginu utan um ísinn og baka svo allt saman. — Þetta getur franski kokkurinn hjá vini mínum, sagði gamli maðurinn við ráðskonuna. — Góða bakið þér nú svona köku fyrir mig. Ráðskonan horfði á gamla manninn líkast því sem hún vildi segja: — Þvílík haugalygi. En hún sagði ekkert því hún var skyldurækin kona, heldur fór að hnoða deig og skera ís. En ævinlega bráðnaði ísinn áður en kakan var bökuð. Öðru hvoru allt síðdegið kom gamli maðurinn niður á eldhúsplanið að vitja kökunnar sinnar og öðru hvoru fleygði ráðskonan hálfbakaðri köku í vaskinn og setti aðra í ofninn. Loks voru þau bæði orðin svo fúl að þau ákváðu að gefast upp. Munnvikin á gamla manninum náðu niður á höku og ráðskonan hristi höfuðið. — Húsbóndinn — hvað skyldi honum detta í hug næst. Vinnustelpan sat klofvega á kollstól og át ís og hló eins og fífl. Einhverntíma á útáliðnu fékk vinnustelpan bráðskemmtilega hugmynd. Hún vildi ferðast til Parísar. Hún náði sér í blöð og pésa frá mörgum ferðaskrifstofum og grúskaði í þeim þegar hún var ekki að vinna. Svo spurði hún ráðskonuna hvort hún gæti ekki fengið vikufrí einhverntíma um vorið. — Þú skalt tala um það við frúna, sagði ráðskona. — Ef hún leyfir þér það geturðu farið. Svo fór að vora. Kaupmannahöfn skipti um svip. Garðarnir greru og ilmuðu. Blá blóm þöktu flatirnar. Frúin kom heim af sjúkrahúsinu og gamli maðurinn dró upp fána úti í garði. Vinnustelpan og ráðskonan þvoðu og skrúbbuðu og neyttu allra bragða til að ná burt bóninu sem stelpan hafði verið að bera á allan veturinn. Nú var það rifið af með vírbursta og nýju bóni makað á gólfið. Einhverju sinni þegar vinnustelpan færði frúnni teið — því hún fór lítið út úr herberginu - dreif hún sig í að spyrja hvort hún gæti fengið vikufrí. — Mín vegna, sagði frúin þreytulega. — Það kemur mest á ráðskonuna, raunverulega ræður hún því. Stelpan þóttist hafa himininn höndum tekið. Hún skokkaði niður og 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.