Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 59
Árni Sigurjónsson:
Nokkur orð um hugmynda-
fræði Sigurðar Nordal fyrir 1945
Sigurður Nordal hefur haft ómæld áhrif á íslenska bókmenntasögu. Má
heita að allir sem námu íslensk fræði hérlendis á háskólastigi frá lokum fyrri
heimsstyrjaldar til loka hinnar síðari hafi verið nemendur Sigurðar. Er
mikilsvert að átta sig á hugmyndafræðilegri hlið kenninga hans af því að þær
hafa haft svo mikil áhrif, svo sumu verði þar hafnað en það tækilega endur-
metið og varðveitt.
I þessari grein er fyrst sagt dálítið frá kenningum um skáldskap og
menningu sem Sigurður aðhylltist, því næst er rakin hin fróðlega deila
þeirra Sigurðar og Einars H. Kvaran og loks er rædd „nýja rómantíkin" eða
hamsúnisminn sem Sigurður og fleiri aðhylltust á þriðja áratug þessarar
aldar.
Kenningar um bókmenntir og menningu
Hér verða raktar nokkrar helstu kenningar og skoðanir Sigurðar Nordal um
ofangreind efni. Athygli skal vakin á að sumpart eru þetta kenningar sem
segja má að Sigurður sé höfundur að, en sumpart er réttara að segja að hann
hafi aðhyllst þær og breitt þær út. Ekki er sérstaklega tekið til athugunar að
hvaða marki þær séu frá honum sprottnar, enda skiptir hitt meira máli að
hann stuðlaði að útbreiðslu þeirra með kennslu sinni, greinum og sam-
ræðum.
Kenning Sigurðar um samhengið í íslenskum bókmenntum felur í sér að
íslenskar bókmenntir séu sérstæðar fyrir þá sök að málið á þeim hefur lítið
breyst gegnum margar aldir, fornbókmenntir okkar eru tiltölulega auðlesn-
ar nútímamönnum. Bókmenntirnar eru rauði þráðurinn í sögu og sjálf-
stæðisvitund þjóðarinnar og Sigurður telur að þann þráð megi ekki rjúfa.
Fornbókmenntirnar voru að áliti hans traustur mælikvarði á seinni tíma
bókmenntir Islendinga, einnig samtímabókmenntirnar. Sigurður fór sér
hægt í að viðurkenna framúrstefnubókmenntir samtímamanna sinna — þrátt
fyrir eigin tilraunir á því sviði — og má rifja upp að hann stingur upp á að
TMM 4
49