Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 67
Hugmyndafraði Sigurðar Nordal
— hann hefur ekki hugsað nóg um Þór, segir hann. Meira sé eftir af
norrænni hugsun og skapi í eðlisgrunni Islendinga en margan gruni (48).
Við þetta bætir hann að erlendir lesendur muni aldrei nenna að lesa íslensk
skáldverk séu þau aðeins stæling á erlendum stefnum, heldur verði íslensk
skáld að rækta hið séríslenska vilji þau ná frægð. En „Verk E.H.Kv. eiga sér
ekki djúpar rætur í íslenzkum jarðvegi“ (49) að dómi Sigurðar.
í lokagrein ritdeilunnar boðar Sigurður Nordal nýja rómantík sem muni
sópa lífsskoðun Einars H. Kvaran burtu:
Rómantíkin á brýnt erindi í nútímalífið, ekki einungis bókmenntimar, heldur
búnað og iðnað, vísindi og stjórnmál, trú og siðferði. Það mun sönnu nær, að
mannkyninu hafi á síðari tímum farið fram í öllu, nema manngildi, því sem
eitt er nauðsynlegt. Nú liggur framsóknin ekki í áttina til aukinna þæginda,
sem fást við meiri tækni og tillátssemi, heldur nýrrar menningar, sem gerir
lífið heilla — og erfiðara. (Vaka 1927, 168)
Ekki held ég að ákall Sigurðar um erfiðleika í stað þæginda hafi fallið í
góðan jarðveg hjá verkalýðnum um 1930. I upphafsgrein ritdeilunnar skrif-
ar Sigurður:
Síðustu 50 árin hefur heimurinn sífelt stefnt að meira frelsi, skilningi, mannúð
o. s. frv. Þessi stefna hefur gert sitt gagn, og nú er hún farin að gera tjón. Hún
er komin út í öfgar. En hún stöðvast ekki, nema risið sje gegn henni. Gamla
kynslóðin heldur áfram í sömu áttina, meðan hún lifir. Verk E.H.Kv. eru gott
dæmi þessa. Prédikun mannúðar og umburðarlyndis hefur orðið því ríkari
þáttur í þeim sem slíkar fortölur áttu minna erindi til þjóðar vorrar. (Skírnir
1925, 143)
Rómantíkin nýja
Ný rómantík var boðuð á íslandi um þetta leyti af Erik Blomberg, Jörgen
Bukdahl, Eiríki Magnússyni, Eiríki Sigurðssyni og Þorkeli Jóhannessyni,
auk Sigurðar Nordal, aðallega í tímaritinu Iðunni. Knut Hamsun var
uppáhaldshöfundur þessara manna, og virðist Hamsun hafa verið vinsæll í
landinu ef marka má tímaritsgreinar. Að sögn Þorkels Jóhannessonar ein-
kenndust bækur hans af barnalegri hlýju og ákafa, djúpri tilfinningu fyrir
náttúrunni og virðingu fyrir lífinu í öllum myndum þess ásamt rótgróinni
andúð á allri tískumenningu og félagslegri hræsni. Allt þetta tjáir, að sögn
hans, þrá Hamsuns eftir að ná hinni einu sönnu hamingju, sem felst í
samstillingu allra glóandi krafta í honum sjálfum og í tilverunni allri (Iðunn
1926, 123). Talsmönnum nýju rómantíkurinnar virðist einkum hafa fallið
Gróður jarðar eftir Hamsun vel í geð, en þar segir frá einyrkjanum ísak, sem
57