Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 80
Tímarit Máls og menningar Samsvörunin með Alfi og erninum er augljós: Innistæðulaust dramb þess er telur sig yfir aðra hafinn. Síðar skýrist þessi dæmisaga með hliðsjón af ólíkum lífsmáta Álfs og Steinunnar. I framhaldi af þessum tveim dæmisögum, sem báðum er beint gegn lífs- hætti Álfs, litar svartsýni hugsun hans, fánýti lífsins nær á honum tökum. Um leið og lífið hefur verið tendrað brennur það hvíldarlaust að marki sínu — dauðanum. Og sá endir er öllum jafnvís hvernig sem þeir hafa lifað lífi sínu. Tilgangsleysi lífsins virðist yfirþyrmandi: Reyndu ekki að ná handfestu eða fótfestu í lífinu. Þér færi þá eins og manni, sem er að hrapa fyrir björg og grípur eftir snösunum, sem hann dettur fram hjá. Þær rífa hendur hans og tæta sundur. Ekkert nema aukin harmkvæli. (127) Þessi bölsýni og lífsfirring var ekki ýkja hávær orðin í heimsbókmenntum þessa u'ma og á Islandi var þetta nýr tónn. Sem átti eftir að hækka eftir því sem leið á öldina og er eitt af þeim atriðum sem í dag teljast einkenna módernismann. Til að draga betur fram það viðhorf Álfs að það sé sama hvernig menn lifi lífi sínu er hann þegar hér er komið sögu borinn saman við fulltrúa tveggja þeirra eiginleika sem lífsleit mannsins almennt hefur einkum beinst að, annars vegar þekkingar og hins vegar ástar. Gamall hvíthærður prófessor er fulltrúi þeirra sem varið hafa ævi sinni í að færa út kvíar mannlegrar þekkingar. Með því að helga sig vísindunum afsalaði hann sér öðrum möguleikum lífsins en nýtti þess í stað betur það svið sem hann hafði valið sér. Álfur hefur hins vegar orðið fastur í frelsinu, virt fyrir sér allar lífsleiðirnar en ekki þorað að takast raunverulega á við afleiðingar þess að velja eina þeirra. Hann þorir ekki að gera neitt sem ekki verður aftur tekið, — hann víkur sér undan áhættunni. En heldur samt að með því að virða alla möguleikana fyrir sér hafi hann komist nær lífinu en ella. Þetta reynist þó mikil blekking. Álfur hefur aldrei lagt sig af fullum heilindum og heiðarleika fram við ákveðið verkefni. Þess vegna vantar hann það mikilvægasta í mannlegri tilveru: að finna takmörk sín og mannlegra möguleika og standa frammi fyrir einhverju æðra. Skortur á einlægni og festu, kaldhamrað tilfinningaleysi og yfirborðs- mennska eru það sem einkennt hefur afstöðu Álfs til ástarinnar. Hann hefur elskað konur „með listartökum snillingsins“ (131) en tilfinningin á bakvið hefur ekki verið heil og því verið falskur hljómur í því sem hann hefur kall- að ást. Andspænis honum er stillt manni sem hefur það til að bera er Álf skortir. Manni sem gerir sér grein fyrir að það er mikilvægara að elska en 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.