Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 83
Guðbergur Bergsson
Tvær dæmisögur
Karlarnir og greiðan
Einhverju sinni horfði ég á föður minn og óðar varð til í huga mér
karl sem bjó á bæ og var aðeins með eitt hár á höfði. Karlinn átti enga
greiðu, að minnsta kosti enga sem var sniðin sérstaklega til þess að
greiða eitt hár á höfði karls.
A öðrum bæ bjó annar karl, hann var með ekkert hár enda nauða-
sköllóttur. En karlinn átti greiðu til að greiða á sér skallann, og
greiðan var gerð sérstaklega til að greiða skalla.
Þetta vissi ekki karlinn sem hafði eitt hár á höfði, hann hélt að
greiðan væri ágæt fyrir sig og hann heimtaði greiðuna.
Hinn karlinn vildi ekki láta greiðuna af hendi, hann sagði:
Eg á greiðuna og enginn annar.
En ég hef þörf fyrir hana, sagði hinn. Því hvað hefur sá að gera við
greiðu sem gengur með beran skalla?
Það er mitt mál, skallinn minn og greiðan mín, svaraði karlinn og
hélt fast í greiðuna sína.
Hinn karlinn hugðist toga greiðuna af honum og þeir fóru þá í hár
saman og handalögmál og byrjuðu að slást, ekki með greiðum heldur
með hárbeittum öxum.
Karlarnir voru báðir velvopnaðir. Þeir bjuggu og hjuggu uns hárið
fauk af „einhærða" karlinum. Síðan hjuggu þeir svo ótt og títt og fast
að hausinn fauk af báðum.
Nú leystist málið fyrir körlunum, því hauslausir karlar eru lausir
allra mála, en vandinn vaknaði í alvöru fyrir greiðunni. Til hvers er
hárgreiða ef ekkert hár er til að greiða á gömlum körlum og heldur
ekki neitt höfuð á búkunum?
Eg er ekki að brjóta heilann heldur greiðan, sem braut heilann lát-
laust og að hugsun lokinni sagði hún:
73