Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 85
Tv<er dæmisögur
var að greiða henni. Þá spurði „eintinda“ greiðan sjálfa sig hvort hún
ætti að heimta heilu greiðuna.
Ætti ég að gera það? spurði greiðan.
Eg veit ekki hvort „eintinda" greiðan lærði nokkuð af sögu karl-
anna og læt ég hér staðar numið án þess að slá botninn í söguna mína;
en botni sá sem botnað getur.
Maðurinn sem vildi gera
allt fyrir alþýðuna
Einu sinni og það er alltaf til einhver velmenntaður maður ekkert
voðalega feitur, glaðlyndur og góðlyndur, sem vill öllum mönnum
vel en hefur þó einkum mikla ást á alþýðunni. Og af þeim sökum datt
manni í hug að bjóða alþýðunni til veislu eins og gert er í ævintýrun-
um. Alþýðan þáði auðvitað boðið og þótti vera upphefð í að heim-
sækja hinn hámenntaða þjóðlega mann.
Þjóðlegi maðurinn lét matbúa mikla kássu, og þegar hann horfði
ánægður yfir hið ríkulega búna matborð varð honum hugsað:
Já, þetta verður stórveisla allra stétta hjá mér.
Við hugsunina gat maðurinn ekki stillt sig um að kroppa örlítið í
réttinn sem var næstur honum. Við góða bragðið á tungunni greip
hann ógurleg ást á alþýðunni. I einni svipan ákvað hann að gera allt
fyrir hana og hann sagði:
Eg geri það fyrir almúgann að vera ekkert að kroppa í þetta heldur
bragða almennilega á öllu.
Síðan fór maðurinn að háma í sig af hjartans lyst og hann bætti við:
Einn fyrir láglaunafólkið, einn fyrir blessaða sjómennina okkar,
einn fyrir elsku bændurna, einn og heila glás fyrir iðnverkafólkið.
Velgerðarmaðurinn át þannig allan veislumatinn af borðinu, hann
var slík gæðasál að hann vildi allt fyrir alþýðuna gera, einnig það að
borða fyrir hana.
Nú kom alþýðan glorhungruð í mat og uppveðruð yfir heiðrinum,
en þá var enginn matur eftir á veisluborðinu og maðurinn sagði:
75