Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 91
Um þýðingarleysi með kvalíteti. Að meðaltali á það að taka fjóra og hálfan dag að rita fyrsta uppkast að hverri normalörk á þessu stigi. Nú er semsé komin vikuvinna (6X10 stundir) í þetta verk. Það er heldur meira en svarar til Jjeirra samninga sem yfirleitt tíðkast milli útgefanda og þýðanda (samn. R.I.) og þýðandinn verður því að gera það upp við sig hvort hann reynir að fá þá samninga hækkaða, vinnur áfram kauplaust eða flaustr- ar af hreinritun og sendir afkvæmi sitt í prentun á þessu óhrjálega stigi. Það gera raunar flestir íslenskir þýðendur einsog glegst má sjá á þýðing- um alment. Eg gat þess áðan að fyrsta orustan í styrjöldinni við frumtextann tapaðist undantekningarlaust. Ef þið viljið kynna ykkur nánar hvað við er átt með þessum orðum þá takið vanalega íslenska þýðingu á góðu erlendu bók- mentaverki og lesið. Setningarnar haltra til ykkar uppaf síðunum einsog lemstraðir stríðsfákar. Stíllinn er hinn dæmigerði skjögrandi þýðingarstíll. Ekki vantar að þar glitti á tiginborna fáksmakka og glæstar bringur ofanvið snúnar lappir þarsem hófurinn snýr máski öfugt líktog á nykrinum fræga úr þjóðsögunni. Jafnvel ekki örgrant um það að svona meiddur glæsibragur sé í einstökum atriðum og smáum dráttum mjög uppáfallandi með blóði drifna lemstrunina sem andstæðu og jafnvel bakgrunn. Og fjörglampinn í auga stríðsfáksins brýst kanski andartak gegnum skelfingarblikið. Eiginlega dettur mér stundum í hug Guernica Picassos þegar ég er að lesa slíkar þýðingar. Augnaráð hestsins. Þó ég komi síðar til með að halda áfram að lýsa þýðingarstríði sem leitt er til lykta bendir margt til þess að heppilegast sé að láta Jíýðingar frá sér í prentsmiðjuna strax eftir að þessi fyrsta orusta er töpuð. Ég nefndi peninga- hliðina sem ákveðin hefur verið af forystuliði höfunda og útgefenda. Heimspekilega hliðin er iíka mikilsverð. Það blómstrar mikil og vöxtuleg þýðingarheimspeki einmitt í kjölfar þvílíks ósigurs. Og heimspeki er nú einusinni það sem okkur vantar hvað sárast um þessar mundir. Og þá má heldur ekki gleyma þjóðarstoltinu. Raunar höfum við nóg af þeim grautn- um en það verður að kynda undir þessu og halda því við suðuna. Þjóðarstolt bókmentaþjóðar er náttúrlega á bókmentasviðinu og því verður einmitt best við haldið með svona þýðingum sem prentaðar eru strax og fyrsta orustan við frumtextann hefur tapast. Lesandinn opnar bókina og veit að þetta er nóbelsverk eða klassík, setningarnar skjögra lemstraðar og tælandi uppaf síðunum og lesandinn segir við sjálfan sig: — Þetta er stór- merkilegt verk; en hann Indriði skrifar nú samt betur þó helvítis Svíarnir hafi komið í veg fyrir að hann fengi Nóbelinn. Eða menn segja: — Nú, vitaskuld er þetta klassík þó stíllinn sé ekki jafn burðugur og hjá Snorra. TMM 6 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.