Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 97
Milan Kundera
Ef skáldsagan leggur upp laupana
1.
Árið 1935, tveimur árum fyrir dauða sinn, hélt Edmund Husserl fræga
fyrirlestra í Vín og Prag um kreppu evrópskrar menningar. Með „evrópsk-
ur“ skírskotaði hann til þess menningararfs sem nær út fyrir landfræðileg
takmörk Evrópu allt til Ameríku, og rekur upphaf sitt allar götur til fornrar
heimspeki Grikkja. Hann áleit að grísk heimspeki hefði fyrst orðið til að
skynja heiminn í heild sinni sem úrlausnarefni. Hún krafði heiminn ekki
sagna til að fá svar við þessu eða hinu aðsteðjandi vandamáli heldur af því að
„þekkingarástríðan hafði náð tökum á manninum“.
Kreppan sem Husserl fjallaði um virtist svo kröpp að hann velti því fyrir
sér hvort Evrópa væri í stakk búin til að standa hana af sér. Rætur hennar
rakti hann að upphafi Nútíma hjá Galileo og Descartes og því einkenni
evrópskra vísinda að smækka heiminn niður í venjulegt rannsóknar-
viðfangsefni tækni og stærðfræði. Fella úr sjónmáli hinn áþreifanlega heim
lífsins, (das Lebenswelt), eins og hann komst að orði.
Efling vísindanna kom manninum á braut sérhæfðra vísindagreina. Því
lengra sem hann náði í þekkingu, því meir fjarlægðist hann heiminn sem
heild og sjálfan sig að sama skapi uns við blasti formyrkvun sú sem
Heidegger, lærisveinn Husslers, kallaði fallegri og næstum dularfullri for-
múlu: verugleymd.
Maðurinn sem Descartes hafði sett á stall sem „herra og yfirbjóðanda
náttúrunnar“ hrapar niður í venjulegt viðfangsefni afla (tækni, stjórnmála,
sögu) sem eru honum yfirskilvitleg, ofviða og gera hann að handbendi sínu.
Fyrir þessum öflum er hversdagsheimur mannsins, „lífheimurinn", einskis-
virði og fánýtur: hann fellur í skuggann og gleymist.
2.
Þessi gagnrýna skoðun á Nútíma gæti minnt á hugmyndir Solsénítsíns sem
sér í Endurreisninni upphafið að kreppu Evrópu og lítur á síðari tíma sem
einbera hnignun.
Eg álít aftur á móti að hinir tveir mikilhæfu fyrirbærafræðingar séu ekki
87