Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 101
Ef skdldsagan leggur upp laupana
Hjá Hómer og Tolstoj hafði stríð öldungis augljósan tilgang: barist var
um Helenu fögru eða Rússneska föðurlandið. Sveik og félagar hans halda
aftur á móti til vígstöðvanna án þess að vita til hvers og það sem meira er:
þeir kæra sig kollótta.
Hvert er þá hreyfiafl stríðsins úr því það er hvorki Helena né föð-
urlandið? Valdagræðgin? Já en bjó hún ekki að baki öllum stríðum? Að
vísu. En hjá Hasek birtist hún rúin allri skynsamlegri röksemdafærslu.
Enginn trúir áróðursvaðlinum, ekki heldur þeir sem búa hann til. Valda-
græðgin er nakin, jafn nakin og í skáldsögum Kafka þar sem hún býr að baki
óskiljanlegu athæfi dómstóls eða kastala. Dómstóllinn hefur ekki minnstu
ástæðu til að ofsækja K. ekki frekar en kastalinn græðir neitt á því að vera að
elta ólar við mælingamanninn. Hversvegna vildi Þýskaland í gær, vill
Rússland í dag ráða yfir veröldinni? Til að auðgast, verða hamingjusamari,
drekka meira vín, njóta ríkulegra ástalífs? Nei. Valdasýkina varðar ekki um
ástæðu; hún er vélræn; hún vill til að vilja; hún er firran hreinræktuð.
Kafka og Hasek leiða okkur því fyrir sjónir eftirfarandi gríðarlega
mótsögn: á skeiði Nútíma hefur skynsemi Descartes grafið undan öllum
verðmætum miðalda. Þá ber svo við á stund hins algera sigurs að það er hin
algera firra sem hlammar sér í öndvegi, því ekkert sameiginlegt siðakerfi er í
stakk búið til að veita henni mótspyrnu. Varpað er ljósi á þessa mótsögn í
einhverri mögnuðustu skáldsögu evrópuskólans: Svefngenglum eftir Her-
mann Broch. Eg kalla þessa mótsögn lokamótsögn og þær eru fleiri. T. d.
nærði Nútíminn með sér draum um að gjörvallt mannkyn hætti að sundur-
bútast í hinar ólíku menningar og rynni saman í eitt og öðlaðist við það
varanlegan frið. I dag er veraldarsagan vissulega ein, en það er stríðið, á
faraldsfæti og alltaf við lýði, sem viðheldur einingunni. Eining heimsins
merkir einfaldlega að enginn á undankomu auðið.
6.
Fyrirlestrarnir þar sem Husserl vék að kreppu Evrópu og hugsanlegum
endalokum evrópukynstofnsins, voru hans heimspekilega erfðaskrá. Þeir
voru fluttir í tveimur höfuðborgum Mið-Evrópu. Þessi tilviljun býr yfir
djúpri merkingu: það var einmitt í sömu Mið-Evrópu sem Vestrið varð vitni
að andláti Vestursins, eða réttar sagt brottnámi hluta af sjálfu sér er
rússneska stórveldið svelgdi í sig Varsjá, Búdapest og Prag. Þetta stórslys
átti sér forboða í heimsstríðinu fyrra sem Habsborgarakeisaradæmið hleypti
af stokkunum í flónsku og leiddi til eigin endaloka ásamt varanlegu
ójafnvægi sundraðrar Evrópu.
Nú heyrðu sögunni til friðsemdartímar Joyce og Proust er maðurinn átti
einungis við ófreskjur eigin hugar að rjá. I skáldsögum Kafka, Hasek,
91