Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 101
Ef skdldsagan leggur upp laupana Hjá Hómer og Tolstoj hafði stríð öldungis augljósan tilgang: barist var um Helenu fögru eða Rússneska föðurlandið. Sveik og félagar hans halda aftur á móti til vígstöðvanna án þess að vita til hvers og það sem meira er: þeir kæra sig kollótta. Hvert er þá hreyfiafl stríðsins úr því það er hvorki Helena né föð- urlandið? Valdagræðgin? Já en bjó hún ekki að baki öllum stríðum? Að vísu. En hjá Hasek birtist hún rúin allri skynsamlegri röksemdafærslu. Enginn trúir áróðursvaðlinum, ekki heldur þeir sem búa hann til. Valda- græðgin er nakin, jafn nakin og í skáldsögum Kafka þar sem hún býr að baki óskiljanlegu athæfi dómstóls eða kastala. Dómstóllinn hefur ekki minnstu ástæðu til að ofsækja K. ekki frekar en kastalinn græðir neitt á því að vera að elta ólar við mælingamanninn. Hversvegna vildi Þýskaland í gær, vill Rússland í dag ráða yfir veröldinni? Til að auðgast, verða hamingjusamari, drekka meira vín, njóta ríkulegra ástalífs? Nei. Valdasýkina varðar ekki um ástæðu; hún er vélræn; hún vill til að vilja; hún er firran hreinræktuð. Kafka og Hasek leiða okkur því fyrir sjónir eftirfarandi gríðarlega mótsögn: á skeiði Nútíma hefur skynsemi Descartes grafið undan öllum verðmætum miðalda. Þá ber svo við á stund hins algera sigurs að það er hin algera firra sem hlammar sér í öndvegi, því ekkert sameiginlegt siðakerfi er í stakk búið til að veita henni mótspyrnu. Varpað er ljósi á þessa mótsögn í einhverri mögnuðustu skáldsögu evrópuskólans: Svefngenglum eftir Her- mann Broch. Eg kalla þessa mótsögn lokamótsögn og þær eru fleiri. T. d. nærði Nútíminn með sér draum um að gjörvallt mannkyn hætti að sundur- bútast í hinar ólíku menningar og rynni saman í eitt og öðlaðist við það varanlegan frið. I dag er veraldarsagan vissulega ein, en það er stríðið, á faraldsfæti og alltaf við lýði, sem viðheldur einingunni. Eining heimsins merkir einfaldlega að enginn á undankomu auðið. 6. Fyrirlestrarnir þar sem Husserl vék að kreppu Evrópu og hugsanlegum endalokum evrópukynstofnsins, voru hans heimspekilega erfðaskrá. Þeir voru fluttir í tveimur höfuðborgum Mið-Evrópu. Þessi tilviljun býr yfir djúpri merkingu: það var einmitt í sömu Mið-Evrópu sem Vestrið varð vitni að andláti Vestursins, eða réttar sagt brottnámi hluta af sjálfu sér er rússneska stórveldið svelgdi í sig Varsjá, Búdapest og Prag. Þetta stórslys átti sér forboða í heimsstríðinu fyrra sem Habsborgarakeisaradæmið hleypti af stokkunum í flónsku og leiddi til eigin endaloka ásamt varanlegu ójafnvægi sundraðrar Evrópu. Nú heyrðu sögunni til friðsemdartímar Joyce og Proust er maðurinn átti einungis við ófreskjur eigin hugar að rjá. I skáldsögum Kafka, Hasek, 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.