Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 105
Ef skáldsagan leggur upp laupana eðli nútímaþjóðfélagshátta eflir óhugnanlega þessi álög: líf manns er lagt að jöfnu við félagslega stöðu hans; saga þjóðar smækkuð niður í fáeina atburði sem að sínu leyti skreppa enn saman í hlutdrægri túlkun; sett er samasem- merki á milli félagslegrar þátttöku og stjórnmálastarfsemi og hin síðar- nefnda síðan látin jafngilda átökum tveggja hnattvelda. Mannkyn allt sogast inn í hringiðu smækkunar þar sem lífheimur sá sem Husserl gat um myrkvast og veran fellur í gleymsku. Ef eðli skáldsögunnar er að varpa stöðugu ljósi á heim lífsins og vernda okkur fyrir verugleymd, má spyrja hvort skáldsagan sé ekki nauðsynlegri í dag en nokkru sinni fyrr? Svo kann að virðast. En því miður: skáldsagan er einnig gegnumsmogin af átumeini smækkunarinnar. Skáldsagan eins og menningin yfirhöfuð er æ meir á valdi fjölmiðla sem efla og ryðja braut framvindu smækkunarinnar. Verksvið þeirra er plánetan og þeir dreifa um víða veröld sömu einföldun- um, sömu tuggum sem hinum stærsta fjölda er ætlað að meðtaka, gervöllu mannkyni. Litlu varðar þótt í hinum ýmsu málgögnum gæti mismunandi pólitískra hagsmuna. Að baki þeim yfirborðsmun ríkir sami andi. Það nægir að fletta amerískum og evrópskum vikublöðum, til vinstri jafnt sem hægri, frá Time til Spiegel. Oll boða þau sömu lífssýn sem speglast í sama efnisyfirliti , sömu dálkum, sama blaðamennskusniði, sama orðaforða, stíl, smekk og gildismati. Þetta samlyndi fjölmiðla, falið á bak við pólitíska fjölbreytni, er andi okkar tíma. Það er þessi andi sem mér virðist andstæður anda skáldsögunnar. Andi skáldsögunnar er flókinn. Sérhver skáldsaga segir við lesanda sinn: „Málið er flóknara en þið haldið.“ Þessum eilífu sannindum skáldsögunnar er æ sjaldnar haldið á lofti í skvaldri hraðsoðinna svara sem jafnan byggja út spurningunni. Að hugsunarhætti tímans er það annað hvort Anna Karenína eða eiginmaður hennar sem hafa á réttu að standa og hin gömlu sannindi Cervantesar sem talar um þyrnum stráða braut viskunnar og sannleikann óhöndlanlega hljóma truflandi og fánýt. Andi skáldsögunnar er andi samhengis; sérhvert verk er svar við undan- gengnum verkum, hvert verk ber í sér alla fyrri reynslu skáldsögunnar. Afturámóti einblínir andi tímans á hið fréttnæma sem er svo plássfrekt að það ryður burt fortíðinni og smækkar tímann niður í akkúrat núið. Af sjálfu leiðir að við slík skilyrði er skáldsagan ekki lengur verk (ætlað til að vara, tengja fortíð við framtíð) heldur dægurfluga; verknaður án framhalds. 10. Þýðir það að í heimi „sem er ekki af hennar heimi“ muni skáldsagan hverfa? Að hún muni skilja Evrópu eftir í verugleymd? Eftir standi aðeins endalaust 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.