Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Side 115
Litir landsins flæði kapítalískrar vöruframleiðslu heldur gefa sér þetta flæði sem ógagnrýna forsendu. Til að skýra aðeins betur hvað átt er við má taka pop- listina sem dæmi. Voru ameríku pop-listamennirnir að gagnrýna vöruflóðið eða voru myndverk þeirra endurvarp þess? Fegurð offlæðisins? Þessi spurn- ing hefur mikið verið rædd og eins og svo oft áður er svarið bæði/og. Hafi Warhol ætlað að vekja fólk til vitundar þegar hann lét vinna litografíur sínar þá eru áhrif pop(og op-)listarinnar nú með öllu ógagnrýnin.2 Yfirborðs- kenndari hluta núverandi endurnýjunar mætti eiginlega flokka með því að segja að skilin milli há- og lágmenningar hafi verið máð út. Það sem er skemmtilegt, fallegt eða það sem miðlar þeim hugmyndum sem ætlað er að miðla er nothæft og þá er sama hvaðan það kemur og hvernig það er tilkom- ið. Módernisminn verður þá einskonar stíll, jafnmerkilegur og rómverski stíllinn, leðurjakkatískan og indíánafjaðrirnar. Myndlist er í þessu samhengi ekki merkilegri en fatatíska, eða klæðaburður. Það sem skiptir máli er að skapa sér lífsstíl. Það má eiginlega segja að yfirborðskenndi hluti endurnýjunarinnar sé markvisst tískubundinn og þess vegna bundinn tíma og stað, en það má finna þarna margt áhugavert og umfram allt skemmtilegt. Samtímis má greina aðra þróun sem líka er fráhvarf frá viðmiðun módernismans og uppgjör við alþjóðleika listarinnar, en ristir dýpra og að lokum ætla ég að fjalla lítillega um þá þróun. Vitundariðnaðurinn er orðinn að stórum þætti í daglegu lífi okkar og þar með þeim reynsluheimi sem skapandi listamenn hljóta að vinna úr. Það er nákvæmlega sama hve þjóðlegir listamenn vilja vera, þeir geta ekki horft framhjá alþjóðleika kapítalismans. Ekki sem syndafalli heldur sem stórum hluta af grámyglu hversdagsleikans. Það var eiginlega þetta sem pop-mynd- listin, mersey-skáldin og sú kynslóð vildi leggja áherslu á.3 Þá hafði samblöndun æðri og óæðri listar stuðandi áhrif á þá sem fylgdust með því sem var að gerast í list. Nú er þessi mótsetning varla tiltökumál. Stefnur sem áður voru kúvending á viðteknum veruleika eru nú orðnar að stíl, jafnvel ákveðnu stílbrigði. Það er ekkert nýtt að kraftur sé sóttur í aðrar menningarheildir eða eitthvað annað sem enn hefur sterka áru eða dulúð.4 Ein mikilfenglegasta endurnýjun myndlistarinnar er einmitt þannig tilkomin að nokkru og þá á ég við hvernig Picasso lærir að sjá upp á nýtt með því að sækja í afrískar myndir og styttur. Það sem er að gerast núna er að endurnýjunin verður áhrifaminni og skammvinnari. Indversk menning nær til vesturlanda með ungmennauppreisn sjöunda áratugarins. Uppreisnin verður að ákveðinni fatatísku, hippatískunni, sem í Englandi var kennd við Karnabæjarstræti. Menning hálfrar heimsálfu verður að fatatísku einnar götu. Hippatískan 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.