Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 120
Umsagnir um bækur ÞÚ RÉTTIR FRAM HÖND Ingibjörg Haraldsdóttir: Ordspor dag- anna, Mál og menning 1983. „í útlegð“ heitir fyrsta ljóð bókarinnar: Þú sérð mig ganga um borgina og heldur þá kannski ég eigi hér heima eða sé að minnsta kosti sátt við þessi pálmatré samt hlýturðu að sjá að í göngulag mitt vantar trumbu- sláttinn. Miðvikudagar lífs míns skreppa saman í langan hitabeltisdag með skúrum uppúr hádeginu og snöggu sólarlagi að kvöldi. Ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur miðla sérstæðri reynslu. Þungamiðjan er tví- skipt tilvera og togstreita sem af því leiðir, ekki síst í tilfinningalífinu. En þó að heima „ . . . biðu nakin fjöll / og naprir vindar", þá stefnir hún heim til Islands frá pálmatrjám hitabeltisins. Það mátti raunar sjá þegar í fyrri ljóðabók hennar, Þangað vil ég fljúga, 1974 (t.d. ljóðið „Ég fer heim“). Hvort sem litið er á mælandann í þessum ljóðum sem dæmigerðan „l’étr- anger í veröld framandleikans eða ís- lendinginn, framandi í erlendu um- hverfi, þá er tilvistarvandinn hinn sami: óvissa og öryggisleysi. Angistin er stað- fastur förunautur og varpar stundum skugga á ástina og hversdagsbaráttuna. Frumortu ljóðin í bókinni skiptast í 5 hluta. Ljóðin í fyrsta hlutanum eiga ræt- ur í vistinni í fjarlægu landi. Þrátt fyrir löng kynni er allt ókunnuglegt, fjarrænt, annarlegt: „útlendur dagur", „útlendur fugl“, „útlend blóm“. í ljóði sem heitir „Þar“ stendur m.a.: Þar er hlutum andlitum húsum hrúgað saman í barokkstíl og yfir öllu hvílir angan lygilegra blóma. Fyrsta hluta bókarinnar lýkur með ljóðinu „Friður" sem fjallar um óvissuna að loknu hinu persónulega stríði og þar er spurt í þögninni: „hver vill rétta mér hönd?“ Þetta mótíf, hin framrétta hönd verður svo einskonar leiðarminni í bók- inni áfram. I öðrum hluta bókarinnar eru aðeins þrjú ljóð og segja heiti þeirra til um það sem við tók að „útlegðinni“ lokinni: „Heimkoma", „Vonbrigði", „Þyrni- rós“. Það reyndist ekkert „skjól í lands- ins hjarta." Efasemdir og framandleiki 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.