Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 120
Umsagnir um bækur
ÞÚ RÉTTIR FRAM HÖND
Ingibjörg Haraldsdóttir: Ordspor dag-
anna, Mál og menning 1983.
„í útlegð“ heitir fyrsta ljóð bókarinnar:
Þú sérð mig ganga um borgina
og heldur þá kannski ég eigi hér
heima
eða sé að minnsta kosti sátt
við þessi pálmatré
samt hlýturðu að sjá
að í göngulag mitt vantar trumbu-
sláttinn.
Miðvikudagar lífs míns skreppa
saman
í langan hitabeltisdag
með skúrum uppúr hádeginu
og snöggu sólarlagi að kvöldi.
Ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur miðla
sérstæðri reynslu. Þungamiðjan er tví-
skipt tilvera og togstreita sem af því
leiðir, ekki síst í tilfinningalífinu. En þó
að heima „ . . . biðu nakin fjöll / og
naprir vindar", þá stefnir hún heim til
Islands frá pálmatrjám hitabeltisins. Það
mátti raunar sjá þegar í fyrri ljóðabók
hennar, Þangað vil ég fljúga, 1974 (t.d.
ljóðið „Ég fer heim“).
Hvort sem litið er á mælandann í
þessum ljóðum sem dæmigerðan „l’étr-
anger í veröld framandleikans eða ís-
lendinginn, framandi í erlendu um-
hverfi, þá er tilvistarvandinn hinn sami:
óvissa og öryggisleysi. Angistin er stað-
fastur förunautur og varpar stundum
skugga á ástina og hversdagsbaráttuna.
Frumortu ljóðin í bókinni skiptast í 5
hluta. Ljóðin í fyrsta hlutanum eiga ræt-
ur í vistinni í fjarlægu landi. Þrátt fyrir
löng kynni er allt ókunnuglegt, fjarrænt,
annarlegt: „útlendur dagur", „útlendur
fugl“, „útlend blóm“. í ljóði sem heitir
„Þar“ stendur m.a.:
Þar er hlutum
andlitum húsum
hrúgað saman
í barokkstíl
og yfir öllu hvílir
angan lygilegra blóma.
Fyrsta hluta bókarinnar lýkur með
ljóðinu „Friður" sem fjallar um óvissuna
að loknu hinu persónulega stríði og þar
er spurt í þögninni: „hver vill rétta mér
hönd?“ Þetta mótíf, hin framrétta hönd
verður svo einskonar leiðarminni í bók-
inni áfram.
I öðrum hluta bókarinnar eru aðeins
þrjú ljóð og segja heiti þeirra til um það
sem við tók að „útlegðinni“ lokinni:
„Heimkoma", „Vonbrigði", „Þyrni-
rós“. Það reyndist ekkert „skjól í lands-
ins hjarta." Efasemdir og framandleiki
110