Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 126
Tímarit Mdls og menningar
endurtekningar og með óræðni og skír-
skotunum í ýmsar áttir vekur hann les-
andann til stöðugrar umhugsunar. Hann
er gamansamur og stríðinn og gerir
óspart grín að því sem honum dettur í
hug, t. d. uppeldisaðferðum:
Mig langar líka að verða læknir
þegar ég er orðin stór, sagði Tóta
litla ákveðin meðan þau skoðuðu
skjalið.
Vertu þá dugleg að drekka mjólk-
ina þína, sagði mamma hennar. En
rnundu að þamba ekki. Þá verðurðu
aldrei læknir ef þú þambar. /. . ./
Já, það er hverju orði sannara,
sagði læknirinn. Ef þú þambar og
borðar hratt, þá verðurðu ekki
læknir heldur þarftu á lækni að
halda. Það er tvennt ólíkt. (bls. 33)
Hugmyndaflug Guðbergs virðist
ótakmarkað, frjálst og óbeislað af viðj-
um vanans og yfirborðs siðgæðisins
þannig að hann er höfundur sem þorir
og sem okkar bráðvantar á barnabóka-
markaðinn. En til að öðlast vinsældir og
almenna viðurkenningu verður hann að
halda sér á mottunni að minnsta kosti
með aðra löppina.
Hildnr Hermóðsdóttir
VAR ÞAÐ EKKERT SÁRT?
Punktur punktur komma strik (1976)
þótti viðburður í íslensku bókmenntalífi
á sínum tíma. Einkum vakti stíll verks-
ins aðdáun: Ijóðrænn og leiftrandi hug-
kvæmur, auðnuminn og glaðbcittur.
Með þessari bók haslaði Pétur Gunnars-
son sér völl sem persónulegur og sér-
stæður höfundur í íslenskum bók-
menntum. Þá stöðu hefur hann heldur
styrkt með Eg um mig frd mér til mín
(1978) og nú síðast Persónum og leik-
endum (1982)
Sumum nútímarithöfundum svipar
allmjög til hins kaldhæðna trúðs: hlátur
þeirra og skop blendin, viðurstyggðin
eða harmurinn skammt undan. Heimur
Péturs Gunnarssonar kjarnast hinsvegar
í græskulausum hlátri, glettnin virðist
viðbragð hans við veruleikanum. I verk-
um hans ríkir galsafengin kæti í stíl-
legum uppákomum, orðaleikjum og
skoplegu líkingamáli.
Pétur varð sjálfur að manni um iíkt
leyti og söguhetja hans Andri og ber
þess augljós merki. Lífsskoðun hans er
greinilega mótuð af umróti 7unda ára-
tugarins: blómafári og stúdentaupp-
reisn. Á sína vísu tjá verk hans andrúms-
loft þessara ára, einkum leikinn og lífs-
þorstann, andófið og drauminn um ný-
sköpun mannlífs og samfélags. Hin nei-
kvæðu teikn tímans koma hinsvegar lítt
fram í skáldskap hans: lífsháskinn, ógn-
in og uppgjöfin, martröðin — sem þó
fólust í tíðarandanum sem ástæða og
möguleiki. I sögum sínum dregur Pétur
upp mynd af lífinu sem gamanleik; ver-
öld hans er auðrakin og saklaus þegar
allt kemur til alls.
Frá upphafi hefur Pétur haft nokkra
sérstöðu í hópi „ungu höfundanna" sem
á 8unda áratuginum hurfu frá módern-
ískri nýsköpun til realískrar skýrslu-
gerðar um innanmein borgaralegs þjóð-
félags. Hann fylgir svipaðri hugmynda-
tísku og þeir en útmálar hana á annan
hátt. Pétur stendur að ýmsu leyti nær
ljóði en epískri frásögn og skynjar líkast
ljóðskáldi andstætt höfundum á borð
v
116