Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.04.2015, Qupperneq 6
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 „Ég lýsti yfir áhyggjum af þessu fyrir okkar hönd,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórn- arflokks Sjálfstæðisflokksins, um rekstrarniðurstöðu A-hluta borgar- sjóðs og Aðalsjóðs. „Þetta er rosalega mikil aukning, um 10 milljarðar á milli ára.“ Halldór segir að nauðsynlegt sé að bregðast við þessum halla- rekstri. „Í ræðu minni í borgarstjórn í fyrradag [þriðjudag] sagði ég að planið í kringum Orkuveituna hefði gengið vel og það er fagnaðarefni, en nú er tími til kominn til að gera nýtt plan. Plan um A-hluta borgar- sjóðs. Það þarf að stokka hlutina upp. Það gengur ekki að skatttekjur borgarinnar dugi ekki fyrir rekstri hennar,“ sagði hann. Heildarafkoma A- og B-hluta Reykjavíkur stendur þó ágætlega en rekstrarniðurstaðan var 11 milljarðar sem er nokkuð meira en væntingarnar sem voru 8,1 millj- arður króna. Í greinargerð fjármálskrifstofu kemur fram að heildarsamstæða Reykjavíkur standi sterkt, sér í lagi vegna afkomu Orkuveitu Reykja- víkur. - srs STJÓRNSÝSLA „Heildarniðurstaðan er náttúrulega jákvæð um 11 millj- arða,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um rekstrarniðurstöðu Reykjavíkur fyrir árið 2014. „Þar vegur árangur Orkuveit- unnar auðvitað þyngst. En kjara- samningar hafa tekið í rekstur- inn og við munum standa þá vakt á næstunni um hvernig verði hægt að fjármagna það,“ segir hann. Í skýrslu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar kemur fram að launahækkanir og auknar líf- eyrisskuldbindingar orsaki lakari rekstrarniðurstöðu A-hluta borg- arsjóðs fyrir árið 2014 en gert var ráð fyrir. Þá hefur fjölgun starfs- fólks borgarinnar ekki haft áhrif á þá niðurstöðu. „Eins og öll önnur sveitarfélög sömdum við um launahækkun við kennara í fyrra og aukin útgjöld stafa af samningum á vinnumark- aði,“ sagði Dagur. „Við munum auð- vitað hagræða eitthvað á móti til að láta enda ná saman, við höfum ekk- ert leynt því.“ Í skýrslu fjármálaskrifstofunn- ar kemur fram að A-hluti borgar- sjóðs var rekinn með 2,8 milljarða króna halla en gert var ráð fyrir að afkoman yrði jákvæð um 488 millj- ónir króna. Þetta þýðir að afkoma A-hluta er lakari um 3,3 milljarða en gert var ráð fyrir. Þá er rekstrarniðurstaða Aðal- sjóðs neikvæð um 7,1 milljarð króna en gert var ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 5,1 milljarð króna sem er 1,9 milljörðum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Til samanburðar var afkoma A-hluta jákvæð um þrjá milljarða árið 2013 og afkoma Aðalsjóðs jákvæð um 64 milljónir sama ár. Tekjurnar duga ekki til að reka borgina Borgarstjóri segir heildarniðurstöðu um rekstur ársins 2014 jákvæða. Heildarsam- stæðan skilaði 11 milljarða króna hagnaði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur málið alvarlegt og segir skatttekjur borgarinnar verða að duga fyrir rekstri hennar. Aðalfundur Miðborgarinnar okkar Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Bir t m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Frá kr. 79.900 Lissabon 14. maí í 3 nætur Netverð á mann frá kr. 79.900 á Hotel Skyna m.v. 2 í herbergi. 39.900 Flugsæti frá kr. SJÁVARÚTVEGUR Nýjasta fiskiskip HB Granda og íslenska flotans, Venus NS 150, er væntanlegt til heimahafnar á Vopnafirði upp úr miðjum næsta mánuði. Venus er fyrst fimm skipa, sem HB Grandi hefur samið um smíði á hjá Celiktrans Deniz Ins aat Ltd., en auk tveggja upp- sjávarveiðiskipa nær samningur- inn til smíði þriggja ísfisktogara. Verður hinn fyrsti þeirra, Engey RE, væntanlega afhentur um mitt næsta ár. „Við erum búnir að fara í reynslusiglingu, sem gekk vel, og það kom ekkert upp sem skipt- ir máli,“ segir Þórarinn Sigur- björnsson, sem haft hefur umsjón með smíði Venusar og systur- skipsins Víkings AK 100 í Tyrk- landi. Að sögn Þórarins voru það aðallega stillingar á búnaði sem farið var yfir í reynslusigling- unni. Venus mun leysa Lundey NS af hólmi. Í kjölfar reynslusiglingar stóðst skipið stöðugleikaprófun með prýði. Næst á dagskrá er að skipið verður tekið í slipp 29. apríl og er reiknað með því að það verk taki tvo daga. Eftir slipptökuna verð- ur hafist handa við að búa skipið undir heimferð. - shá Verið að leggja lokahönd á fyrstu nýsmíði HB Granda af fimm: Venus NS heim um miðjan maí NEPAL Sameinuðu þjóðirnar hafa úthlutað 15 milljónum Bandaríkja- dala úr neyðarsjóðum sínum til hjálparstarfa í Nepal, þar sem að minnsta kosti fimm þúsund manns létu lífið í jarðskjálftanum mikla. Að minnsta kosti átta milljónir manna í Nepal eiga nú um sárt að binda eftir jarðskjálftann, þar af um tvær milljónir í þeim tveimur héruðum sem verst urðu úti. Enn er verið að leita í rústunum að fólki sem kann að leynast þar á lífi, þótt vonir um slíkt séu á þrotum. Erfitt hefur verið að koma hjálparstarfs- fólki og hjálpargögnum til svæð- anna næst upptökum jarðskjálft- ans, en hann mældist 7,8 stig og er sá kröftugasti sem orðið hefur á þessum slóðum frá árinu 1934. Hjálp er þó byrjuð að berast þangað, en talsmaður Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði við blaðamenn í Genf í gær að þarna væri þörfin einna brýnust fyrir búnað til að búa til neyðar- skýli. Margir hafast við úti undir berum himni. - gb Sameinuðu þjóðirnar segja brýnt að koma neyðarbúnaði til fólks í Nepal: Átta milljónir þurfa aðstoð LEITAÐ Í RÚSTUM Kona í Bhaktapur leitar að eigum sínum innan um rúst- irnar. NORDICPHOTOS/AFP HÖNNUN Félag íslenskra lands- lagsarkitekta stendur fyrir sýn- ingu í Norræna húsinu á verð- launatillögum úr samkeppnum sem félagið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Sýningin er haldin samhliða málfundi félagsins um borgar- landslag sem verður í dag, en sýningin er opin til 3. maí. Laug- ardaginn 2. maí klukkan tvö verða svo kynningar og spjall um tillögurnar. - srs Sýning á verðlaunatillögum: Munu ræða borgarlandslag LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum stöðvaði á dögunum 17 ára gamlan ökumann sem ók á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaðurinn var með tveggja mánaða gamalt öku- skírteini. Annar ökumaður sem ók of hratt var með tveggja ára barn í barnabílstól í aftursætinu og var sjálfur ekki með spennt belti. Alls hafa 28 ökumenn verið kærðir í umdæminu fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. - vh Margir ökumenn stöðvaðir: Tekinn fyrir of hraðan akstur OF HRATT Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað 28 ökumenn á undan- förnum dögum. VENUS NS Kemur fyrst til landsins af fimm nýjum skipum HB Granda. MYND/HBGRANDI FJÁRHAGUR REYKJAVÍKURBORGAR 2013–2014 niðurstöður og væntingar í milljörðum króna 12 10 8 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 11,0 8,18,3 -2,8 3,0 0,5 NIÐURSTAÐA 2013 NIÐURSTAÐA 2014 VÆNTINGAR 2014 A-HLUTI BORGARSJÓÐS AÐALSJÓÐUR NIÐURSTAÐA A+B HLUTA HALLDÓR HALLDÓRSSON DAGUR B. EGGERTSSON 1. Hvaða starfi gegndi Þóroddur Bjarnason, prófessor við HA, þar til nýlega? 2. Hvað er verið að smíða mörg ný skip fyrir Íslendinga erlendis? 3. Með hvaða liði spilar Jóhannes Karl Guðjónsson í sumar? SVÖR 1. Stjórnarformaður Byggðastofnunar 2. 12 skip 3. Fylki -5,1 -7,1 0,1 VEISTU SVARIÐ? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 D -C A 7 C 1 6 3 D -C 9 4 0 1 6 3 D -C 8 0 4 1 6 3 D -C 6 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.