Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 24
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24
„En hvatki es missagt es
í fræðum þessum, þá es
skylt at hafa þat heldr,
es sannara reynisk.“ Ari
Fróði í Íslendingabók.
Nú, eftir að Hæstirétt-
ur Íslands hefur komist
að þeirri niðurstöðu, að ég
hafi verið vanhæfur til að
gegna stöðu sérfróðs með-
dómsmanns í Aurum-mál-
inu svokallaða, sé ég mig
tilneyddan til að koma
nokkrum athugasemdum á fram-
færi.
Aðkoma mín að Aurum-mál-
inu kom þannig til að beiðni kom
frá Héraðsdómi Reykjavíkur til
Háskólans í Reykjavík, þar sem ég
starfa sem prófessor í fjármála-
verkfræði, um það hvort skólinn
gæti bent á mögulegan meðdóms-
mann í ákærumáli á hendur fjór-
um aðilum sem tengdust gamla
Glitni, þremur starfsmönnum
bankans og einum stórum eig-
anda. Í þetta sinn var bent á mig.
Eftir nokkra umhugsun sagðist
ég reiðubúinn að setjast í dóminn
og réð helst ákvörðun minni það
að ég þekkti engan ákærðu (hef
aldrei hitt nokkurn þeirra) og að
ég hef umfangsmikla þekkingu á
málum svipuðum því sem var til
meðferðar. Síðastliðin 35 ár hef
ég búið á Englandi þar sem ég
hef stundað rannsóknir, ráðgjafa-
störf og kennslu á sviði fjármála,
áhættustýringar og ákvarðana-
töku undir óvissu. Ég hef einnig
gegnt stöðu gestaprófessors við
Queen Mary-háskólann í London
frá árinu 2009. Ég er hins vegar
elsti bróðir Ólafs Ólafssonar
(„gjarnan kenndur við Samskip“!)
og nefndi ég það strax við dóms-
formanninn, Guðjón St. Marteins-
son. Hann vissi þegar um tengslin
og sá engan meinbug á þessu og
tilkynnti öllum málsaðilum, verj-
endum og sérstökum saksóknara,
um nöfn meðdómsmanna, Arn-
gríms Ísberg og Sverris Ólafs-
sonar.
Eftir að dómur féll í Aurum-
málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur
5. júní 2014 fór sérstakur saksókn-
ari í fjölmiðla og sagðist ekkert
hafa vitað af tengslum mínum
við Ólaf Ólafsson. Hann hafði því
rekið Aurum-málið fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, setið fyrir
framan mig, sem settan sérfróðan
meðdómsmann, í marga daga og
ekki haft nokkra hugmynd um það
hver ég var. Hann hafði sem sagt
ekki hirt um að kynna sér hver
settur meðdómsmaður var í jafn
umfangsmiklu máli. Mér er sagt
að þegar sérfróður meðdómsmað-
ur er skipaður þá sé það fyrsta
verk allra málsaðila að afla sér
upplýsinga um meðdómsmanninn,
með hugsanlegt vanhæfi í huga.
Vissi ekki um bræðratengsl?
Samkvæmt mínum upplýsing-
um er sannleikurinn í þessu máli
hins vegar allt annar. Þegar rekst-
ur Aurum-málsins var að hefjast
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur,
spurði ég dómsformanninn hvort
sérstökum saksóknara væri ekki
ljóst um fjölskyldutengsl mín.
Sagði hann svo vera og bætti við
að þeir hefðu rætt bróðurtengsl
okkar Ólafs svo og ráðgjafastörf
mín fyrir slitastjórn Glitnis, áður
en rekstur málsins hófst. Hefði
niðurstaðan af samtalinu verið sú
að þeir urðu sammála um að engin
ástæða væri til að gera athuga-
semdir við hæfi mitt til að sitja í
dómnum. Og sú varð reyndin.
Staðhæfing sérstaks saksókn-
ara, um að hann vissi ekkert um
bræðratengsl okkar Ólafs, hafði
því eðlilega mjög slæm áhrif á
mig. Eftir að ég frétti af útspili
sérstaks saksóknara í fjölmiðl-
um þá hringir fréttamaður frá
RÚV í mig. Við spjöllum saman
og í því viðtali læt ég neikvæð
ummæli falla um framkomu sér-
staks saksóknara, í tengslum við
aðför hans að Guðjóni og mér.
Búið er að margspila og rita þessi
ummæli í fjölmiðlum landsins.
Eftir á að hyggja þá hefði ég átt
að orða athugasemdir mínar öðru-
vísi. En, ummælin voru viðbrögð
við ómaklegri árás og lýsa fyrst
og fremst skoðun minni á þessu
sérstaka hátterni sérstaks sak-
sóknara, sem hér um ræðir.
Í ljósi þessara sérstöku
aðstæðna sem upp voru komnar
og eins til þess að varpa frekara
ljósi á það hvernig aðkoma mín að
dómnum kom til var farið fram á
að tveir dómarar málsins, Guð-
jón St. Marteinsson og ég, yrðu
yfirheyrðir. Sjálfur hefði ég talið
það rétta leið í viðleitni réttaryf-
irvalda til að komast að sannleik-
anum í þessu máli. Í rauninni er
ég mjög hissa og ósáttur yfir því
að sú leið var ekki farin. Hér er
um svo mikilvægt mál að ræða,
ásökun virts dómara á hendur sér-
stökum saksóknara um að hann
hafi sagt ósatt. Afstaða bæði Hér-
aðsdóms Reykjavíkur og Hæsta-
réttar Íslands í málinu er mér á
allan hátt óskiljanleg. Ef það er
óleyfilegt, eða jafnvel ólöglegt,
að yfirheyra dómara í tengslum
við það mál sem þeir hafa dæmt
í, þá hefur það, í þessu tilfelli,
leitt til þess að ómögulegt reynd-
ist að komast að sannleika máls-
ins. Á sama tíma liggur einn æðsti
maður ákæruvaldsins undir ásök-
un eins virtasta dómara landsins
um að hafa sagt ósatt og á þann
hátt haft áhrif á framhald mikil-
vægs dómsmáls.
Slíkt hátterni óviðunandi
Niðurstaðan, sem ég kemst að er
að Hæstiréttur Íslands virðist ekki
hafa áhuga á að reyna að komast
að því sanna í málinu. Þetta er
mjög alvarlegt. Athugasemdir
dómsformanns virðast einfaldlega
virtar að vettugi og sérstökum
saksóknara gert kleift að ógilda
dómsniðurstöðu í mikilvægu máli
þrátt fyrir áburð um ósannsögli.
Maður getur einungis leyft sér að
vona að þetta tilfelli sé ekki dæmi-
gert fyrir vinnubrögð og afstöðu
Hæstaréttar til sannleikans.
Í ljósi þess sem sagt hefur verið
hér á undan er áhugavert að líta
á dóm Hæstaréttar í Aurum-mál-
inu frá 22. apríl 2015. Þar segir:
„Ummæli saksóknarans voru á
hinn bóginn eins og atvikum var
háttað hófsöm og gáfu ekki til-
efni til þess gildisdóms meðdóms-
mannsins á trúverðugleika emb-
ættis þess fyrrnefnda“ … Ummæli
mín verða að metast í ljósi þeirra
upplýsinga, sem ég hafði um að
sérstakur saksóknari væri að
segja ósatt. Er Hæstiréttur virki-
lega að segja að mínar upplýsing-
ar um ósannsögli sérstaks sak-
sóknara gefi ekki tilefni til að
hafa neikvæð áhrif á það traust
sem ég ber til hans? Ummæli sér-
staks saksóknara eru með tilliti til
orðavals ef til vill hógvær, en það
er ekkert hógvært við það að segja
ósatt um jafn mikilvæga hluti
og hér er um að ræða. Í mínum
vinnureglum er slíkt hátterni
óviðunandi og má undir engum
kringumstæðum líðast og alveg
sérstaklega ekki í réttarkerfinu.
Það er mitt mat að Hæstiréttur
hefði átt að setja meiri vinnu í það
að reyna að komast að hinu sanna
í málinu.
➜ Eftir nokkra
umhugsun sagðist ég
reiðubúinn að setjast
í dóminn og réð helst
ákvörðun minni það
að ég þekkti engan
ákærðu (hef aldrei
hitt nokkurn þeirra)
og að ég hef umfangs-
mikla þekkingu á
málum svipuðum því sem
var til meðferðar.
Það eru tvær hliðar að
minnsta kosti á öllum
málum. Það lærði maður
í fréttamennskunni í
gamla daga og þau sann-
indi standa enn, svo ekki
sé meira sagt. Seðlabank-
inn hefur nú í þó nokkurn
tíma klifað á því að ekki
megi hækka laun verka-
lýðsins á Íslandi nema um
einhver 2-3 prósent, eða
kannski rúmlega það. Ann-
ars fari allt á hvolf hér á
landi. Nú síðast birtist aðalhag-
fræðingur Seðlabanka Íslands með
skelf ingar svip á forsíðu útbreidd-
asta dagblaðs landsins, og endur tók
viðhorf bankans til launahækkana.
Ég man ekki eftir því hér áður fyrr
að Seðlabankinn beinlínis gæfi for-
skrift að væntanlegum kjarasamn-
ingum – hvorki í tíð Nordals né
Davíðs – kannski misminnir mig.
Þeir höfðu líka við annað að fást,
Nordal við óðaverðbólgu og Davíð
við óðauppgang. En sleppum því.
Forskrift Seðlabankans er að
vísu vel tekið á sumum vígstöðvum
– á því er enginn vafi, en hin hliðin
á peningnum er að hér sé lífvæn-
legt, að við missum ekki svo og svo
marga vinnufæra á besta aldri til
útlanda. Hefur það verið tekið með
í reikninginn í línuritum bankans?
Meginkrafa veralýðsfélaganna
í þessari lotu er að lágmarkslaun
verði um 300 þúsund krónur og að
því marki verði náð á næstu 2-3
árum. Ég hef ekki séð að Seðla-
bankinn hafi gert neina sérstaka
spá um slíkar stórhættu-
legar kröfur. Ógreinileg
gröf bankans á dagblaðs-
síðu gera að því er mér
skilst ráð fyrir „kostnað-
arþrýstingi“, „langtíma-
verðbólguvæntingum“ og
ég veit ekki hvað og hvað,
auk þess sem inni í þess-
um spádómum eru þegar
umsamdar launahækkanir
til hópa í þjóðfélaginu sem
teljast nokkuð vel settir og
voru ekki að slást við að ná
300 þúsund króna markmiðinu. Eru
það kannski þessir hópar sem eru
að setja allt á hvolf?
Það getur engan veginn staðist
neinar hagvaxtarspár að allt fari á
hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu
laun hækki í 300 þúsund krónur á
næstu árum . Það er eitthvað annað
sem þeirri hugsanlegu kollsteypu
gæti valdið.
Íslensk fyrirtæki eru aflögufær
Á sama tíma og Seðlabankinn end-
urtekur forskrift sína um launa-
hækkanir, birtir hann skýrslu um
fjármálastöðugleika, og við það
tækifæri benti hin bráðskarpa
kona Sigríður Benediktsdóttur ein-
mitt á bága stöðu ungra fjölskyldna
með lágar tekjur. Þarna er nefni-
lega málið í hnotskurn. Það þarf
að aðstoða þetta fólk við að komast
af skuldaklafanum, en það verður
ekki gert með því að hamra sífellt
á forskriftinni um launahækkanir.
Þetta fólk verður að fá sanngjarna
hækkun launa og hver segir að 300
þúsund króna grunnlaun á mánuði
séu há laun? Það er svo hlutverk
samtaka vinnuveitenda og verka-
lýðsfélaga að sjá svo um að eðli-
legar hækkanir til lágtekjufólks
hlaupi ekki upp allan skalann.
Svo vitnað sé aftur í skýrsluna
um fjármálastöðugleika, þá verður
ekki betur séð en að staða íslenskra
fyrirtækja sé þannig um þessar
mundir að þau séu vel aflögufær
um að hækka lágmarkslaun í 300
þúsund á næstu árum. Sum þess-
ara fyrirtækja hafa meira að segja
hækkað launin um mun hærri pró-
sentur en farið er fram á í almennu
kjaraviðræðunum. Bara með einu
símtali milli Akraness og Granda-
garðs að morgni dags. Er hér vitn-
að í ánægjulega bónushækkun HB
Granda við fiskvinnslufólk fyrir
snöfurlega framgöngu Vilhjálms
verkalýðsleiðtoga á Skaganum.
Að endingu er þeim tilmælum hér
með beint til hagfræðinga og tölu-
spekinga Seðlabankans að leggja
mat á áhrif hækkunar lægstu
launa í 300 þúsund krónur á næstu
2-3 árum. Það getur ekki verið að
„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri
aðgerð verði sá að „kjölfesta lang-
tímaverðbólguvæntinga bresti“ svo
gripið sé niður í og tekin úr sam-
hengi orð úr grein aðalhagfræð-
ingsins í þessu blaði fyrir helgi.
Seðlabankaraunir
EFNAHAGSMÁL
Kári Jónasson
leiðsögumaður
og fyrrverandi
fréttamaður
Aðkoma mín að
Aurum-málinu
DÓMSMÁL
Sverrir Ólafsson
prófessor í
fj ármálaverkfræði
Sæl, Ingibjörg
Kristjánsdóttir.
Ég las af áhuga og fróð-
leik samantekt lögmanna
ykkar hjóna sem þú birt-
ir í Fréttablaðinu 7. apríl
2015 þar sem þú fullyrðir
að Hæstiréttur hafi farið
„mannavillt“ og ranglega
sakfellt eiginmann þinn,
Ólaf Ólafsson, í svokölluðu
Al Thani-máli.
Eftir þann lestur kom
eiginmaður þinn, Ólafur Ólafsson,
hvergi nálægt þessu Al Thani-máli
og hafði nákvæmlega enga aðkomu
að málinu eins og fullyrt er í grein
þinni. Ef svo er þá er það auð vitað
sjálfsagt og rökrétt að yfirvöld
leiðrétti slíkt ranglæti strax og
eiginmanni þínum verði sleppt úr
fangelsi hið snarasta. Eftir að hafa
lesið Hæstiréttardóminn langar
mig að beina nokkrum spurning-
um til þín á sama vettvangi og bréf
þitt birtist á, þ.e. í Fréttablaðinu 7.
apríl 2015
1. Í símtali sem þú vitnar til í grein
þinni segir þú að verið sé að tala
um Ólaf Arinbjörn, lögmann hjá
Logos, en ekki eiginmann þinn,
Ólaf Ólafsson, og þú birtir
svo hluta úr símtalinu máli
þínu til stuðnings.
Mig langar hins vegar að
birta þann hluta símtals-
ins sem þú birtir EKKI en
hann er svohljóðandi:
„ … já, sem það og er sko,
af því mér skilst að Ólaf-
ur náttúrulega á að fá sinn
part af kökunni sko.“
Um HVAÐA ÓLAF er verið
að ræða hérna ,Ingibjörg?
átti Ólafur Arinbjörn hjá Logos að
fá „sinn part af kökunni“?
2. Bjarnfreður Ólafsson, hdl. og
stjórnarmaður í Kaupþingi, sem
starfaði fyrir eiginmann þinn,
segir í þessu sama símtali og lýst
er hér að ofan:
„Hann þarf að fá sinn part af
upside-inu sko,“ og er þarna verið
að vísa til þess skv. dómnum til
mögulegra gengishækkana á Kaup-
þingsbréfunum sem voru keypt.
Hvaða „HANN“ er starfsmaður
ykkar hjóna að vísa til hérna sem
eigi að fá „sinn part af upside-inu
sko“? Varla er Bjarnfreður, starfs-
maður ykkar hjóna, að meina að
Ólafur Arinbjörn, lögmaður hjá
Logos, eigi að fá hagnaðinn af
gengishækkun hlutabréfanna í
Kaupþingi?
3. Í tölvupósti sem Kaupþingsmenn
sendu sín á milli og Hæstiréttur
vísar í er spurt „hvernig samning
ÓÓ gerir við Sjeikinn til að tryggja
sér sinn hlut af hagnaðinum af
Kaupþingsbréfunum sem þeir eru
að kaupa“. Ingibjörg, hvaða „ÓÓ“
eru Kaupþingsmenn að vísa til
hérna sem eigi að fá sinn hlut af
hagnaðinum?
4. Fram kom í málinu að Kaup-
þing hefði lánað félaginu „Gerland
Assets Ltd.“, skráðu á Bresku Jóm-
frúareyjum, yfir 12 þúsund milljón-
ir króna, félagi sem var að stórum
hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, eig-
inmanns þíns. Sama upphæð var
svo lánuð til félags í eigu Sjeiks Al
Thani. Var eiginmaður þinn skráð-
ur eigandi að „Gerland Assets Ltd.“
ÁN HANS SAMÞYKKIS? Ef svarið
er já, hafið þið hjónin þá ekki lagt
fram kæru á Kaupþingsmenn fyrir
skjalafals?
5. Er það rétt að eftir að Kaupþing
banki féll, þá hafi Ólafur Ólafsson,
eiginmaður þinn, hringt til Kaup-
þings banka í Lúxemborg og beðið
starfsmenn bankans um að allar
ábyrgðir, sem Sjeik Al Thani hafði
undirgengist, yrðu felldar niður?
6. Fram kom við vitnaleiðslur máls-
ins að lögmenn Sjeiks Al Thani
töldu það fráleitt að Sjeikinn ætti
að greiða einhverja fjármuni til
baka og sögðu skjólstæðing sinn
hafa verið blekktan. Sé hafður í
huga hinn mikli vinskapur ykkar
hjóna við Sjeik Al Thani sbr. bréf
þitt, af hverju kom Al Thani ekki
fyrir dóm og bar vitni um sakleysi
eiginmanns þíns?
7. Fram kom fyrir dómi að eigin-
maður þinn, Ólafur Ólafsson, hafi
persónulega greitt mörg hundruð
milljónir króna í vexti af láni til Al
Thanis. Ef eiginmaður þinn kom
hvergi nálægt þessum hlutabréfa-
kaupum Sjeiks Al Thani eins og þið
hjónin viljið halda fram, af hverju
er þá Ólafur Ólafsson, eiginmaður
þinn, að greiða vexti fyrir einn rík-
asta mann í heimi, þar sem þetta
voru hans persónulegu hlutabréfa-
kaup í Kaupþingi banka en ekki
ykkar hjóna?
Virðingarfyllst,
Jon Gerald Sullenberger.
Opið bréf til eiginkonu Ólafs Ólafs-
sonar, stjórnarformanns Samskipa
Aðalfundur
Húnvetningafélagins í
Reykjavík verður haldinn í
Húnabúð þriðjudaginn
5. maí klukkan 19:00
Dagskrá er samkvæmt samþykktum félagsins og
tillögur að breytingum á samþykktum félagsins.
Stjórnin
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
DÓMSMÁL
Jón Gerald
Sullenberger
kaupmaður
➜ Ég hef ekki séð að Seðla-
bankinn hafi gert neina
sérstaka spá um slíkar stór-
hættulegar kröfur.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
D
-8
5
5
C
1
6
3
D
-8
4
2
0
1
6
3
D
-8
2
E
4
1
6
3
D
-8
1
A
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
8
0
s
_
2
9
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K