Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 18
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Skattskrár vegna álagningar 2014 og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2013 verða lagðar fram 30. apríl 2015 Skrárnar, sem sýna álagða skatta og gjöld á gjaldendur í hverju sveitarfélagi, eru lagðar fram á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum dagana 30. apríl til og með 15. maí 2015. Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988. 30. apríl 2015 BMW 320i Nýskr. 06/10, ekinn 69 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.890 þús. Rnr. 142204. NISSAN QASHQAI ACENTA Nýskr. 05/14, ekinn 4 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.380 þús. Rnr. 142832. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TOYOTA HILUX SR Nýskr. 03/08, ekinn 142 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 120676. SUBARU OUTBACK LUX Nýskr. 03/13, ekinn 102 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.970 þús. Rnr. 102524. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/12, ekinn 84 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 1.990 þús. Rnr. 282554. HYUNDAI i30 COMFORT Nýskr. 11/10, ekinn 62 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.350 þús. Rnr. 120677 HYUNDAI iX35 COMFORT 4x4 Nýskr. 05/14, ekinn 42 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.250 þús. Rnr. 120625. Frábært verð! 3.190 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! Fyrsti viðskiptadagur með bréf í Eik fasteignafélagi á aðallista Kauphallar Íslands var í gær og nam velta með bréf félagsins 160 milljónum króna. Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri fyrirtækisins, sagði í upp- hafi dags að hann væri sáttur við niðurstöðuna í útboðinu sem haldið var. „Þetta seldist allt og það var umframeftirspurn, þannig að ég er alveg sáttur við þetta útboð,“ sagði hann. Í útboðinu bárust til- boð fyrir samtals 8,3 milljarða króna í 3,3 milljarða króna hlut. Ákveðnar skyldur eru lagðar á skráð fyrirtæki, til dæmis um birtingu uppgjörs ársfjórðungs- lega í stað einu sinni á ári. Garð- ar Hannes telur það þó ekki vera vandamál. „Við höfum alltaf gert þessi uppgjör, þótt við höfum ekki birt þriggja og níu mánaða upp- gjör,“ segir Garðar Hannes. Eini munurinn núna sé þá sá að núna verði uppgjörin birt almenningi. Eik er þriðja fasteignafélagið á aðallistanum. Fyrir er Reginn og fyrir fáeinum vikum bættust Reitir við. Páll Harðarson, for- stjóri Kauphallarinnar, telur að Eik verði áhugaverð viðbót við markaðinn. „Þetta er áhugaverð leið fyrir almenna fjárfesta inn á fasteignamarkað, hvort sem það er í gegnum beinar fjárfestingar eða óbeint í gegnum sjóði,“ segir hann. Páll telur ekki of mikið að vera með þrjú fasteignafélög. „Við erum með þrjú tryggingafélög og nú erum við komin með þrjú fast- eignafélög. Ég held að það einfald- lega geri markaðinn bara áhuga- verðari fyrir þau félög sem eru í þessum geira að hafa samanburð- arfélög,“ segir hann. Páll segir að virði fasteignafélaganna sé núna um ellefu til tólf prósent af mark- aðsvirði allra félaga á markaðnum. Þess er vænst að þrjú félög muni brátt bætast á aðallistann. Síminn verður skráður í haust, Advania verður skráð á næsta ári og svo eru væntingar um að Skeljungur bætist í hópinn. „Þetta er svona í pípunum, en svo vonar maður að það komi að því að stjórnvöld taki skrefið og skrái Landsbankann. Það væri gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir hann. Páll segir að mjög vel hafi verið búið að skráningum á markaðinn á síðustu árum. „Þær hafa verið undirbúnar mjög vel og þetta eru félög sem hafa verið í mjög góðum rekstri. Ég held að þetta sé mjög góð leið til að byggja upp mark- aðinn hérna. Þetta hafa verið að miklu leyti til arðgreiðslufélög. Vonandi fáum við líka inn fleiri vaxtarfélög sem líta til útlanda með vöxt,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Þrjú fasteignafélög komin í Kauphöllina Um 160 milljóna króna viðskipti voru með bréf í fasteignafélaginu Eik á fyrsta viðskiptadegi. Forstjórinn segist sáttur við niðurstöðu í útboðinu. Forstjóri Kaup- hallarinnar segir skráningar á markaði undanfarið hafa verið vel undirbúnar. Í UPPHAFI DAGS Það er venja að forstjóri nýskráðs félags hringi inn viðskiptin á fyrsta degi. Það var engin breyting gerð á því í gær og tók forstjóri Eikar sig vel út við bjölluna. Páll Harðarson fylgdist spenntur með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Við höfum alltaf gert þessi uppgjör, þótt við höfum ekki birt þriggja og níu mánaða uppgjör. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -F 1 3 C 1 6 3 C -F 0 0 0 1 6 3 C -E E C 4 1 6 3 C -E D 8 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.