Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 12
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 STJÓRNSÝSLA „Enga heimild er að finna í lögum og reglugerðum um að heilbrigðisnefnd hafi heimild til að synja um akstur bifreiða á landi félagsins á Sandskeiði,“ segir í kæru Svifflugfélags Íslands vegna synjun- ar heilbrigðisnefndar á leyfi fyrir tilraunaakstur á vegum Land Rover. Allt að eitt þúsund blaðamönnum var boðið til Íslands í desember og janúar til að reynsluaka nýjum bíl frá Land Rover, Discoery Sport, við erfiðar aðstæður eins og hér geta verið að vetrarlagi. Meðal annars leitaði Land Rover til Svifflugfélags- ins um að fá að útbúa akstursbraut á svæði félagsins við Sandskeið. Lagði Land Rover áherslu á að öll leyfi væru í lagi en þau fengust ekki þar sem Sandskeið er á vatnsvernd- arsvæði. Í kæru Svifflugfélagsins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að þrátt fyrir að nær öll starfsemi félagsins sé unnin í sjálfboðavinnu hafi rekstur félags- ins orðið æ þyngri undanfarin ár, aðallega vegna nýrra og íþyngjandi krafna yfirvalda. „Því var tilboði bifreiðaframleið- anda tekið fagnandi þegar fram- leiðandinn bauð fram ríflegan fjár- styrk gegn því að fá að aka af fyllsta öryggi um snævi þakta velli Sand- skeiðs á fyrirfram merktri snjó- braut,“ segir í kærunni. Hættan á mengunarslysi hafi verið hverfandi. Þá kveðst Svifflugfélagið telja að heilbrigðisnefnd hafi ekki lagaheim- ild til að synja um akstur bíla á landi félagsins á Sandskeiði. „Hvergi er að finna ákvæði í lögum sem heimila yfirvöldum að krefjast tímabundins starfsleyfis eða annarra leyfa til að heimila nokkrum bifreiðum að aka um uppræktað snævi þakið og frosið landsvæði.“ Í svari til úrskurðarnefndarinnar segir heilbrigðisnefndin að nálgun hennar sé skýr. „Vélknúin umferð er viðvarandi ógn við verndun vatns- bólanna í Heiðmörk og alla starf- semi á vatnsverndarsvæðinu verð- ur að nálgast í því samhengi,“ segir í svarinu. „Akstursæfingum og aksturs- íþróttum fylgir ávallt ákveðin meng- unarhætta og á það ekki síður við um tilraunaakstur,“ segir heilbrigð- isnefndin enn fremur. Henni beri að sjá til þess að mengunarvarnir við allan atvinnurekstur á svæðum til verndar vatnsgæðum miðist við ströngustu skilyrði. Um sé að tefla „aðal ákomu- eða vatnssöfnunar- svæðið fyrir þá grunnvatnsstrauma sem liggja að núverandi og framtíð- ar vatnsbólum höfuðborgarsvæðis- ins.“ gar@frettabladid.is Svif lugfélag Íslands kærir vegna synjunar á leyfi: Bönnuðu jeppaakstur á vatnsverndarsvæði LAND ROVER- FLOTINN Yfir eitt hundr- að jeppar voru fluttir hingað til lands þegar Land Rover kynnti nýja teg- und fyrir bíla- blaðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þeir buðu fram rífleg- an fjárstyrk gegn því að fá að aka af fyllsta öryggi um snævi þakta velli Sandskeiðs. Úr kæru Svifflugfélags Íslands. A Ð A L F U N D U R C C P h f . Aðalfundur CCP hf., kt. 450697-3469, verður haldinn 15. maí 2015 á skrifstofu félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 16:00. D A G S K R Á : Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins, þar á meðal: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um hag félagsins og rekstur á liðnu starfsári 2. Ársreikningur félagsins fyrir tímabilið sem lauk 31. desember 2014 verður lagður fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða taps félagsins fyrir sama tímabil 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins 6. Kosning stjórnar 7. Kosning endurskoðenda 8. Önnur mál löglega færð til fundarins Að þessu sinni gerir félagið ekki ráð fyrir breytingartillögum á samþykktum félagsins. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, ársreikningur félagsins og aðrar endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis hluthöfum til sýnis frá og með 8. maí 2015, 7 dögum fyrir aðalfundinn. Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku. Reykjavík 30. apríl 2015 Stjórn CCP hf. „Í dag sé ég ekki fyrir mér að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferða- mannastaða á næstu misserum,“ segir Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segir að ferðaþjónustan skili sífellt meiri tekjum sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær náttúruperlur sem eru helsta aðdráttarafl sífellt fleiri ferðamanna sem hingað koma. Fullreynt er með náttúru- passann, í óbreyttri mynd. Uppbygging á fjárlög „Við fjármálaráðherra ræddum strax við upphaf þessa máls að einfaldasta lausnin væri að setja uppbyggingu ferðamannastaða á fjárlög. Í þann farveg virðist mér þetta mál vera að stefna núna, og muni þá keppa um fjármagn við annað sem þarf að sinna – hvort sem það eru heilbrigðis- mál, menntamál eða aðrir mikil- vægir málaflokkar. Þetta er þó þeim takmörkunum háð að það er Alþingi sem fer með fjárlaga- valdið og sérstakur tekjustofn verður ekki til staðar sem trygg- ir langtíma uppbyggingu, nema við náum að móta stefnu til nokk- urra ára. Það er það sem stefnt er að núna.“ Úr sögunni Eins og komið hefur fram dagaði frumvarp Ragnheiðar um nátt- úrupassa uppi í atvinnuveganefnd þingsins og því útséð með afgreiðslu málsins á þessu þingi. „Miðað við reynsluna af vinnu síðustu mánaða við þetta mál sé ég ekki fram á að leggja það aftur fram í haust – eða yfirleitt. Það er ljóst að við verðum að fara aðra leið. Það er miður, því hugsunin með náttúru- passanum var að ná utan um þetta viðfangsefni með heildarlausn. Stað- reyndin er sú að hagsmunirnir eru of margir, of ólíkir og að vissu leyti ósamrýmanlegir. Þetta er niðurstað- an og ég sagði ítrekað í öllu þessu ferli að ef þessi fjármögnunarleið næði ekki fram að ganga mætti ekki missa sjónar á viðfangsefninu sjálfu sem er mikilvægast í þessu, og það er að tryggja uppbygginguna á þess- um stöðum,“ segir Ragnheiður og því er að hennar sögn unnið að nýrri áætlun í samstarfi fjögurra ráðu- neyta. Verið er að skilgreina hvaða ferðamannastaðir heyri undir ríkið, hver staðan sé á hverjum þeirra og hvernig uppbygging verður tryggð á næstu árum. „Og hún verður tryggð. Við munum axla okkar ábyrgð,“ segir Ragnheiður og bætir við að þrátt fyrir að erfitt sé að áætla hvað þurfi nákvæmlega til þá sé hægt að gefa sér með nokkurri vissu að milljarð þurfi árlega á næstu árum. Með þá tölu sé unnið í ráðuneytunum fjór- um sem koma að verkefninu. „En þá standa einkaaðilar og sveitarfélögin eftir. Fyrst heildarlausnin, náttúru- passinn, verður ekki ofan á verða allir að axla sína ábyrgð, ríkið, sveit- arfélögin, einkaaðilar og ferðaþjón- ustan sjálf. Það er ekki bara hægt að horfa til ríkisins með fjármögnun þessara brýnu verkefna.“ Fallin á tíma? Gagnrýni um að ekki sé nóg að gert og þjóðin sé að falla á tíma með uppbyggingu svarar ráðherra að vissulega sé verkefnið brýnt. Á sama tíma fyrir ári hafði 380 milljónum króna verið varið sér- staklega til aðkallandi verkefna sem voru tilbúin, þyldu ekki bið og yrðu að klárast fyrir sumar- ið. Svo hafi komið í ljós að mörg verkefni fóru ekki af stað fyrr en miklu síðar ýmissa hluta vegna. „Niðurstaða mín í fyrrahaust var að þetta strandar ekki endilega á fjármögnun verkefnanna einni saman heldur einnig á öðrum þáttum eins og skipulagsmálum og hönnun,“ segir Ragnheiður og bætir við að með náttúrupassan- um hafi átt að reyna að koma í veg fyrir að þessi staða tefði fyrir upp- byggingu. „Það var eitt sem átti að vinnast með náttúrupassanum – að innleiða langtímahugsun í krafti tryggrar fjármögnunar,“ segir Ragnheiður. Kemur ekki til greina Fjölmargar hugmyndir hafa verið nefndar sem leiðir til heildstæðr- ar fjármögnunar á uppbyggingu ferðamannastaða. Gistináttagjald er ein þeirra og er þegar innheimt. Gjaldið hefur skilað á sjöunda hundrað milljónum síðan gjald- takan hófst í byrjun árs 2012. Ragnheiður hafnar hugmynd- inni um að hækka einfaldlega gistináttagjaldið. „Engin slík leið er til skoðunar og kemur ekki til greina að mínu mati. Þetta er óhagkvæmur skattstofn vegna fjölda innheimtuaðila fyrir lítið fé, t.d. samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. Ég tel líka engar líkur á því, eins og umræð- an er um þessi mál, að meiri sátt myndi nást um hækkun á gisti- náttagjaldi, komugjöld – eða hvað annað. Ekki heldur einhvers konar blandaða leið af gjaldtöku sem þessari, eins og stjórnarandstað- an hefur nefnt,“ segir Ragnheiður sem útilokar ekki aðkomu einka- aðila og nefnir dæmi frá nýlegri heimsókn sinni til Ástralíu. Þar sé það ekki litið hornauga þó að einkaaðili byggi upp ýmsa starf- semi eins hótel og reki það innan þjóðgarða þar í landi. „Mér finnst alveg vel koma til greina að skoða málið hérna heima í þessu sam- hengi.“ Samræmd gjaldtaka út af borðinu Fjögur ráðuneyti vinna að nýrri áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir stefna í að uppbygging ferðamannastaða verði sett á fjárlög. Unnið er með að milljarður renni til uppbyggingarinnar árlega. VINNUR NÝJA ÁÆTLUN Ragnheiður Elín segir að ný áætlun fjögurra ráðuneyta um upp- byggingu ferða- mannastaða líti dagsins ljós á næstu vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Og hún verður tryggð. Við munum axla okkar ábyrgð 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -1 0 5 C 1 6 3 F -0 F 2 0 1 6 3 F -0 D E 4 1 6 3 F -0 C A 8 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.