Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 72
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 52 KÖRFUBOLTI Gunnhildur Gunnars- dóttir sneri aftur heim í Stykkis- hólm fyrir þetta tímabil og upplifði á mánudagskvöldið langþráðan draum um að verða Íslandsmeist- ari í fyrsta sinn. „Þetta er eiginlega það besta sem ég veit um hingað til. Ég var búin að vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum í fyrra og það var líka mjög gaman, en að vera heima og með allan þennan fjölda í stúkunni og með alla fjölskylduna í kringum mig, það var bara geggjað,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur átti mjög góðan leik í lokaleiknum, sinn besta í úrslita- keppninni, og hann kom á hárrétt- um tíma fyrir liðið. Þristarnir fjórir og stigin 17 komu sér vel í drama- tískum eins stigs sigri. Ætlaði ekki að tapa þessu „Ég var grjóthörð á því að ég ætlaði ekki að fara í fjórða leikinn í Kefla- vík og ætlaði bara að vinna þær. Það kannski sást á mér og skein örugg- lega úr andlitinu á mér strax eftir leikinn þegar ég rúllaði með boltann upp völlinn eftir að Alda var búin að verja síðasta skotið hjá Keflavík. Ég ætlaði ekki að tapa þessu,“ segir Gunnhildur. Þetta var líka fullkomin endur- koma fyrir Gunnhildi sem átti sitt besta tímabil á ferlinum og hækk- aði meðalskor sitt um þrjú stig frá því í fyrra. „Það er mjög erfitt að fylla skarð Guðrúnar Gróu (Þorsteinsdóttur) með dugnaði og látum. Ég tel mig hafa átt mitt besta tímabil hing- að til. Þetta er kannski mitt besta tímabil vegna þess að ég náði að skila framlagi í bæði vörn og sókn. Síðustu ár hefur ekki verið hægt að stóla á tíu plús stig frá mér af því að ég var ekki þannig leikmaður,“ segir Gunnhildur. Hún hafði tvisvar sinnum farið með Haukum í lokaúr- slitin en tapað í bæði skiptin, fyrst á móti Njarðvík 2012 og svo á móti Snæfelli í fyrra. Gunnhildur horfði á uppkomu síns félags úr fjarlægð en hún var í fjög- ur ár í Haukum á meðan hún stundaði nám í Reykjavík. Þegar hún yfirgaf Snæ- fell sumarið 2010 hafði liðið aldri unnið leik í úrslitakeppni. Aðeins níu ár síðan meistara- flokkurinn var stofnaður „Það eru níu ár síðan við stofnuðum meistaraflokk og þá erum við sext- án ára í 1. deildinni. Hver bjóst við því að Snæfell yrði Íslandsmeistari því við erum ekki að drukkna í leik- mönnum fyrir vestan enda erum við bara ellefu hundruð manna samfé- lag. Þessi ár eru búin að vera frá- bær. Við höfum aldrei fallið úr deildinni eftir að við komum upp. Síðan hefur þetta bara farið upp á við og það gerði rosalega mikið fyrir liðið að fá Hildi heim,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur kom aftur heim í Hólminn fyrir þetta tímabil ásamt jafnöldru sinni, Maríu Björnsdóttir. Þær skoruðu 27 stig saman í loka- leiknum. „María spilaði örugglega sinn allra besta leik á sínum ferli. Þetta var algjörlega leikurinn til að leggja fram allt sitt. Hún sagði einmitt við mig eftir leikinn: Vá, hvað ég er ánægð að við tókum þessa ákvörð- un,“ segir Gunnhildur. Liðsheild- in og samheldnin í liðinu er sterk og það var öllum ljóst að þar voru allir leikmenn liðsins að bakka hver annan upp í vörn sem sókn. „Við María erum aldar upp í Stykkishólmi. Hólmurinn á því mikið í okkur. Það spilar líka inn í að liðið er fullt af heima- stelpum sem eru tilbúnar að leggja allt á sig. Það hafa allir sína kosti og galla og þegar við tökum alla kostina saman þá erum við með hörkugott lið,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur hafði þó unnið titil í Hafnarfirðinum því hún varð bikar- meistari í fyrra eftir sigur á Snæ- felli í bikarúrslitaleiknum. Systir hennar og núverandi liðsfélagar hefndu hins vegar fyrir það tap í lokaúrslitunum seinna um vorið. Einstaklega erfitt fyrir foreldrana „Það var einstaklega erfitt og þá sérstaklega fyrir foreldra okkar sem þurftu að knúsa aðra af því að hún tapaði en svo fagna með hinni,“ segir Gunnhildur. Nú börðust syst- urnar loksins hlið við hlið. Foreldr- arnir gátu því loksins haldið hundr- að prósent með sama liðinu. „Fyrir mig var ótrúlegt að spila í úrslitunum í fyrra og miklu erf- iðara en á móti Njarðvík tveimur árum fyrr. Það var bara vegna þess að þú ert að spila á móti þínu uppeldisfélagi og þar sem þú ætlar þér að eiga heima í framtíðinni. Snæfellshjartað sló alltaf fast þótt Haukar hafi verið mín önnur fjöl- skylda,“ segir Gunnhildur. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, kallar þær systur hrökk- brauðin í gríni en þær hafa verið óheppnar með meiðsli. Það er þó ekki hægt að kvarta yfir því að þær leggi ekki mikið á sig inni á vellinum heldur frekar að þær séu alltof ósérhlífnar og að þær fórni sér alltof mikið. Berglind fór til dæmis tvisvar úr axlarlið í úrslitakeppninni en missti bara úr einn leik. Berglind er meira hörkutól „Ég vil nú meina að Berglind sé meira hörkutól heldur en ég. Ég fékk stundum í magann þegar hún fór upp í fráköst nýbúin að detta úr axlarlið. Við ætluðum bara að vinna og þá leggur þú allt á þig og svo getur þú bara hvílt þig,“ segir Gunnhildur. Hildur Sigurðardóttir kvaddi Snæfellsliðið eftir sigurinn á mánudaginn og ætlar að leggja skóna á hilluna alveg eins og Alda Leif Jónsdóttir. Reynsla þeirra var ómetanleg í úrslita- leikjunum en nú fellur meiri ábyrgð á Gunnhildi sem er lík- legur fyrirliðakandídat á næsta tímabili. „Að spila með þessum reynslu- boltum eins og Öldu og Hildi er það sem allir ættu að upplifa. Það sýndi sig alveg í þessum leikjum að reynslan vó rosalega þungt. Hildur stjórnaði okkur út í eitt og sá alveg um það. Reynslan sem Alda kom með inn, og þá sérstak- lega í síðasta leikinn þegar hún setti niður þristana sína, gerði rosalega mikið fyrir okkur. Við vorum með tvo reynslubolta í okkar liði sem héldu hausnum á okkur reynsluminni við verkefnið,“ segir Gunnhildur en trúir hún að Hildur sé hætt? Frábær ákvörðun hjá henni „Já, ég held að hún sé að hætta. Ég held að hún sé sátt við sig. Ég er ekki viss um að það sé hægt að hætta á betri tíma. Auð- vitað hefði verið fínt að fá bikar- meistaratitilinn líka en ég held að þetta sé frábær ákvörðun hjá henni sem kemur frá hjartanu. Ég skal samt spila með henni á næsta ári ef hún ætlar ekki að setja skóna upp á hillu,“ segir Gunnhildur hlæjandi. En hvernig er það að vera nýkrýndur Íslandsmeistari með Snæfelli? „Best í heimi. Það eiga allir hrós skilið í liðinu og kring- um liðið, þeir sem styðja okkur. Þetta er bara geggjað. Við erum bara ein stór ham- ingjusöm fjölskylda í Hólm- inum,“ segir Gunn- hild- ur að lokum. Ein stór hamingjusöm fj ölskylda Systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur léku stórt hlutverk í að tryggja kvennaliði Snæfells Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Gunnhildur átti frábært tímabil í endurkomu sinni í Hólminn og gerir tilkall til að vera kosin leikmaður ársins. Íslandsmeistaralið Snæfells æfir við mjög sérstakar aðstæður því hluti liðsins býr í Reykjavík og þær stelpur fengu að æfa með 1. deildarliði Stjörnunnar í vetur. Í stað þess að yfirgefa Snæfells- liðið og fara í lið á höfuðborgar- svæðinu fundu Snæfellingar leið til þess að þær gætu spilað áfram með „sínu“ liði. „Við getum haft lið af því að við getum gert þetta svona. Það er best að þetta er búið að vera svona í tvö ár og Snæfell hefur orðið Íslandsmeistari bæði tímabilin. Þetta virkar greinilega en auðvitað vill maður hafa sem flesta leikmenn heima,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir. „Við vorum ekki að æfa saman oft í viku og jafnvel bara einu sinni, daginn fyrir leik,“ segir Gunnhildur en það voru strákar úr 8. og 9. bekk sem komu til bjargar. „Þeir eiga hrós skilið fyrir að hafa leyft okkur að berja þá aðeins niður. Þeir eru líka búnir að bæta sig þvílíkt mikið síðan í haust sem er kannski ekkert skrítið. Þeir eiga hrós skilið fyrir að hafa nennt að mæta á hverja einustu æfingu til að sjá til þess að við gætum spilað fimm á fimm,“ segir Gunnhildur en strák- arnir létu ekki þar við sitja heldur studdu vel við bakið á stelpunum í stúkunni þegar þær tryggðu sér titilinn. TVÍSKIPT ÍSLANDS- MEISTARALIÐ HJÁ SNÆFELLI Í VETUR Berglind Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari með Snæfelli annað árið í röð en hún sýndi hetjulega frammistöðu í úrslitakeppninni með því að halda áfram að spila af fullum krafti þrátt fyrir að fara tvisvar úr axlarlið. „Hún Berglind er algjört hörkutól og það er örugglega fullt af leikmönnum sem hefðu flaggað hvíta fánanum og gefist upp. Hún var með okkur í þessu og hennar varnarframlag á Carmen í byrjun leikja var rosalega mikilvægt. Við vissum það að ef við næðum að komast inn í hausinn á Kananum þá ættum við meiri möguleika á því að halda henni niðri. Berglind bara teipaði sig og gerði það sem þurfti,“ segir systir hennar, Gunnhildur Gunnarsdóttir. „Þú vælir ekkert yfir hné í læri þegar þú veist að systir þín er farin úr axlarlið,“ segir Gunnhildur. Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, fór úr axlarlið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á dögunum og mun væntanlega ekki leika meira með liðinu í úrslitakeppninni. Berglind missti aftur á móti bara af einum leik þrátt fyrir að fara úr axlarlið í bæði leik eitt í undanúrslitunum og í lokaúrslitunum. Mikilvægi Berglindar sést kannski best á því að eini tapleikur Snæfellsliðsins var leikurinn þar sem hennar naut ekki við. Love úr axlarlið og úr leik en ekki Berglind Óskar Ó Jónsson ooj@frettabladid.is SAMEINAÐIR MEISTARAR Gunnhildur og Berglind Gun- narsdætur unnu titil með sitthvoru liðinu í fyrra en hér eru þær með Íslandsmeistara- bikarinn sem þær unnu með Snæfelli á mánudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 F -1 0 5 C 1 6 3 F -0 F 2 0 1 6 3 F -0 D E 4 1 6 3 F -0 C A 8 2 8 0 X 4 0 0 9 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.