Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 30
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, ERLA EINARSDÓTTIR Miðleiti 1, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni 19. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug á þessum erfiðu stundum. Jón Sveinbjörnsson Heiða Grétarsdóttir Einar Sveinbjörnsson Þórey Sveinsdóttir Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Elsa Sveinbjörnsdóttir Guðmundur Halldórsson Bjarni Sveinbjörnsson Halla Kristjana Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, BERGUR V. JÓNSSON verslunarmaður, Skildinganesi 54, lést 20. apríl. Útför hans fer fram mánu- daginn 4. maí frá Háteigskirkju kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimer-félagið FAAS. Rut Árnadóttir Kári Bergsson Kolbrún Bergsdóttir Rakel Hlín Bergsdóttir Þórir Júlíusson og barnabörn. Elskuleg frænka mín ÞÓRA KRISTÍN ARTHURSDÓTTIR Hrísmóum 1, Garðabæ, lést á heimili sínu mánudaginn 27. apríl. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 13. maí klukkan 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Davíðsdóttir Elskuleg eiginkona mín, SIGURRÓS KRISTÍN ÁRNADÓTTIR Sólvöllum 4a, Stokkseyri, lést á Kumbaravogi 27. apríl. Guðmundur Þórðarson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður og ömmu okkar, SIGRÍÐAR STEINUNNAR LÚÐVÍGSDÓTTUR Grettisgötu 70, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 12G við Hringbraut og líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir alúð og umhyggju. Bergljót Sigríður Einarsdóttir Magnús Guðmundsson Páll Lúðvík Einarsson Svanbjörg Hróðný Einarsdóttir Kristinn Örn Jóhannesson Steinunn Soffía, Hákon, Ólöf Sigríður, Bergljót Júlíana og Laufey Steinunn „Við erum að einblína mikið á kven- lega orku, enda erum við kjarna- konur,“ segir Elín Ásbjarnardóttir Strandberg, varaformaður Kvenna- kórsins Kötlu. Kórinn stendur fyrir tvennum tónleikum í dag undir nafn- inu Brjóstbirta. „Á þessum tónleikum erum við með alveg glænýja dagskrá. Nú er fókusinn á kvenlega orku, feg- urð og styrk,“ segir Elín. Kvennakórinn mun syngja lög eftir fjölda kvenhöfunda, líkt og Emilíönu Torrini, Lay Low, Björk og Ólöfu Arn- alds. Þær hafa einnig unnið saman að útsetningu á Electric Heart með Sia og lögum eftir tón- listarmanninn Hozier. Tón- leikarnir í dag verða haldnir í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti klukkan 19.30 og aðrir klukkan níu. „Það er ótrú- lega mikill metnaður innan kórsins fyrir þessu verkefni og mikil æfing sem fylgir því að syngja nótna- laus. Ég hef heyrt að margar í kórnum sitji með tónlist í eyrunum í strætó og reyni að finna taktinn. Við höfum verið að lifa og hrærast í þessu upp á síðkastið,“ segir Elín. Ástæðu fyrir nafninu Brjóstbirta segir Elín vera tvíþætta. „Brjóst hafa verið okkur afar hugleikin þessa önn- ina enda eru tvær listakonur í hópnum að vinna að verki þar sem þær hafa steypt brjóstin á meðlimum í kórnum og búið til kerti,“ segir Elín. Verkið, Með eld í brjósti, verður til sýnis 19. júní á hundrað ára kosningaréttar- afmæli kvenna og mun kórinn syngja á meðan kveikt er á kertunum. „Það er einnig mikil birta sem fylgir þessu samstarfi okkar. Við erum ákveðnar og kröftugar konur sem vilja taka burt þann stimpil að konur séu frekjur,“ segir Elín og tekur líka fram að tví- ræðnin sem fylgi orðinu sé skemmti- leg. Um 50 virkir meðlimir eru í kórnum sem var stofnaður árið 2012. „Þetta byrjaði sem lítill hópur kvenna á vinnustað og svo bættist fljótt í hóp- inn. Nú mætti segja að þetta sé saman- safn af nokkrum litlum vinkonuhóp- um sem hefur sameinast í einn,“ segir Elín. Hópurinn hittist einu sinni í viku og æfir saman. „Mánudagskvöld eru skemmtilegustu kvöld vikunnar því þá erum við allar saman,“ segir Elín. - ag Einblína á kvenlega orku, fegurð og styrk Kvennakórinn Katla stendur fyrir tónleikunum Brjóstbirtu í dag. Kórinn fl ytur verk eft ir fj ölda kvenhöfunda og leggur áherslu á að í honum séu ákveðnar og kröft ugar konur. MERKISATBURÐIR 1250 Loðvík 9. Frakkakonungur var leystur úr haldi Egypta gegn því að greiða lausnargjald, milljón dínara og borgina Damietta sem hann hafði áður hertekið. 1789 George Washington sór embættiseið og varð þar með fyrsti forseti Bandaríkjanna. 1939 Franklin D. Roosevelt kom fram í sjónvarpi, fyrstur banda- rískra forseta. 1945 Adolf Hitler, kanslari Þýskalands og eiginkona hans, Eva Braun, frömdu sjálfsmorð með því að taka blásýru í loftvarna- byrgi í Berlín. 1948 Fyrsti Land Rover-jeppinn var sýndur á bílasýningu í Amster dam. 1975 Víetnamstríðinu lauk með falli Saígon í hendur Norður- Víetnama. 1991 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar tók við völdum. 1994 Árbæjarlaug opnuð. SEGIR BRJÓST HAFA VERIÐ ÞEIM HUGLEIKIN Elín er varaformaður kórsins og segir mikla birtu fylgja starfi þeirra í Kötlu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Við erum ákveðn- ar og kröft- ugar konur sem vilja taka burt þann stimpil að konur séu frekjur, segir Elín og tekur líka fram að tvíræðnin sem fylgi orðinu sé skemmtileg. Á þessum degi fyrir átján árum tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, undir forsæti Davíðs Oddssonar, við völdum. Sú stjórn hefur verið kölluð Viðeyjarstjórn þar sem hún var mynduð í Viðey á einungis fjórum dögum. Formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, varð þá utanríkisráðherra. Stjórnin kvaðst berjast við mikinn fortíðarvanda sem fælist í hallarekstri á ríkissjóði, tómum sjóðum vegna misheppnaðra fjárfestinga í fiskeldi og loðdýrarækt og hættu á verðbólgu. Með aðhaldi í fjármálum og peningamálum tókst að halda verðbólgu í skefjum en það auðveldaði starf stjórnarinnar að aðilar vinnumarkaðarins höfðu gert þjóðarsátt árið 1990 um hóflegar launahækkanir. Einnig voru ýmsir opinberir sjóðir lagðir niður og strangar reglur settar um Byggðasjóð. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að viðurkenna á ný sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, eftir hrun Sovétríkjanna og varð Ísland fyrst ríkja til að gera slíkt. Halla í rekstri íslenska ríkisins var á nokkrum árum snúið í afgang, sem síðan var notaður til að lækka skuldir. Atvinnu- lífið opnaðist verulega þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994 og var kvótakerfið fest í sessi með margvíslegri löggjöf. ÞETTA GERÐIST 30. APRÍL 1991 Viðeyjarstjórnin tekur við völdum Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson koma úr Viðey eftir að hafa myndað ríkisstjórn á fjórum dögum. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 F -4 B 9 C 1 6 3 F -4 A 6 0 1 6 3 F -4 9 2 4 1 6 3 F -4 7 E 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.