Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 40
Gæludýr FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Gunnhildur Geira Þorláksdóttir, geira@365.is, s. 512 5036 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Ég gaf Katrínu Seif í jólagjöf jólin 2013. Við höfðum talað um það í nokkur ár að fá okkur hund en aldrei látið verða af því. Þegar til stóð að ég færi í að- gerð og yrði heima í nokkra mán- uði á hækjum sá ég fyrir mér að þá væri sniðugt að taka feðraorlofið í leiðinni,“ segir Ólafur sem sótti hvolpinn nokkrum vikum fyrir jól og kom Katrínu sinni á óvart með loðna vininum. „Ég pakkaði honum nú ekkert inn í jólapakka samt,“ segir hann glettinn. Bjargað úr sófanum Nafnið völdu þau saman. „Í fyrsta lagi þótti okkur Seifur flott nafn úr goðafræðinni. Í öðru lagi var það smá grín á milli okkar að hann myndi „Save us from the couch“ með því að draga okkur út í göngutúra, og hann hefur fylli- lega staðið undir því.“ Hræðileg hugmynd Og hvernig hefur uppeldið geng- ið? „Mér finnst frábært að ég hafi prófað að vera með lítinn hvolp og sjálfur á hækjum. Þá get ég ráðlagt öllum að gera þetta aldrei,“ svar- ar Ólafur kíminn. „Þetta var arfa- slæm hugmynd. Hann hljóp um allt, meig inni og ég á eftir honum á hækjunum. Það varð stórslys á hverjum degi,“ segir hann hlæj- andi en bætir við að þeim Katrínu finnist stórskemmtilegt að eiga hund. „Þetta er, eins og allir segja, miklu meiri vinna en maður gerir sér grein fyrir. En þetta er ofsalega skemmtilegt og gefandi.“ Vaktaskipti á morgnana Seifur er stuðbolti og vaknar alla daga klukkan sex á morgnana og vekur Ólaf og Katrínu með látum. „Það er engin lygi að við höfum vaknað klukkan sex í eitt og hálft ár. Það hefur reyndar myndast smá system og við skiptumst á að fara framúr.“ Ólafur lýsir Seifi þó sem sér- lega ljúfum og góðum. „Hann er gríðar lega mikil kelirófa og vill kúra eins og köttur. Hann hefur rosa gaman af öllu fólki og vill vera í kringum það öllum stund- um. Hann er alveg klár á því að Katrín er húsbóndinn en ég er hinn hvolpurinn á heimilinu. Hann lítur á mig sem jafningja og vill gera allt eins og ég. Svo vekur hann mig alltaf fyrst á morgn- ana.“ Auglýsti eftir íbúð Katrín og Ólafur eru bæði utan af landi en höfðu búið á höfuð- borgarsvæðinu í mörg ár. Þau ákváðu að breyta til og flytja út fyrir höfuðborgina, til Akraness. „Við ákváðum að það væri snið- ugt að leigja til að byrja með til að sjá hvernig okkur litist á,“ segir Ólafur en áttaði sig á því að ekki væri sjálfgefið að finna leiguhús- næði þar sem þau gætu verið með hundinn. „Ég vinn við sölu og markaðssetningu þannig að við Seifur settumst saman og bjugg- um til auglýsingu í hans nafni sem var birt í Póstinum, bæjar- blaði á Akranesi. Hún hljóðaði svona: Kæru Skagamenn, ég heiti Seifur og er rúmlega árs gamall labrador. Mig langar óskaplega mikið að flytja á Akranes og er því að leita að húsnæði til leigu þar sem ég get búið. En þar sem ég er ekki einn á ferð heldur með öldruð- um (að mínu mati) eigendum mínum þarf ég að hafa pláss fyrir þau. Það er einn karl og ein kona, mjög snyrtileg og vel alin og alveg húsvön. Ég þarf að vera flutt- ur inn með þau í byrjun febrúar 2015 og þætti því vænt um ef þið hefðuð samband fljótlega. Hægt er að hafa samband við eigendur mína (ég má ekki tala við ókunn- uga). „Ekki liðu nema tveir tíma frá því blaðið var borið út og þang- að til við vorum komin með íbúð. Það var hringt og sagt að viðkom- andi hefði íbúð sem hentaði fyrir Seif og við Katrín mættum koma með ef við stæðum við það að vera húsvön,“ segir Ólafur og hlær. Á nokkra göngufélaga Þríeykið kann vel við sig á Akra- nesi. „Hér er stórt og gott hunda- svæði þar sem Seifur getur leik- ið við aðra hunda. Svo auglýstum við á Facebook eftir fólki sem gæti farið með hann í göngutúr á dag- inn meðan við værum í vinnu og það voru fjölmargir sem gáfu sig fram. Hann á því nokkra göngu- félaga á Akranesi.“ solveig@365.is Hundurinn Seifur reddaði íbúðinni Seifur er eins og hálfs árs gamall, fjörugur, kelinn og mannblendinn labrador- hundur. Hann hefur bjargað eigendum sínum Ólafi Jónssyni og Katrínu Kjartansdóttur Arndal frá hreyfingarleysi og sófasetu og nýverið gerði hann gott betur og útvegaði þeim leiguíbúð á Akranesi á innan við tveimur tímum. „Takk kærlega fyrir, Seifur minn,” gæti Ólafur verið að segja við vin sinn sem reddaði leiguíbúð á Akranesi á tveimur tímum. MYND/ERNIR SKRÁÐU ÞIG Í VILD! Fríðindakerfi fyrir áskrifendur 365 50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR 30% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR af skyrtuhreinsun 7 KR. AFSLÁTTUR 50.000 KR. AFSLÁTTUR YFIR FERÐIR Á BETRA VERÐI Allir áskrifendur sjónvarps- eða fjarskipta- þjónustu 365 fá nú sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að biðja um hann. Það eina sem þarf að gera er að skrá greiðslukort fjölskyldunnar í VILD á 365.is. skráðu þig á365.is 30.000 KR. AFSLÁTTUR af golfferð til Flórída með Trans Atlantic Mér finnst frábært að ég hafi prófað að vera með lítinn hvolp og sjálfur á hækjum. Þá get ég ráðlagt öllum að gera þetta aldrei. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -A C 1 C 1 6 3 C -A A E 0 1 6 3 C -A 9 A 4 1 6 3 C -A 8 6 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.