Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 70
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50
Gengið síðustu sex tímabil | 2009 7. sæti | 2010 8. sæti | 2011 4. sæti | 2012 5. sæti | 2013 3. sæti | 2014 1. sæti ● Íslandsmeistari 1 (2014) ● Bikarmeistari Aldrei (úrslit 2012, 2013)
PEPSI
DEILDIN
2015
Hefst 3. maí
1. SÆTI ?
2. SÆTI ?
3. Stjarnan
4. Breiðablik
5. Fylkir
6. Valur
Spá Fréttablaðsins
7. Víkingur
8. Keflavík
9. Fjölnir
10. ÍA
11. ÍBV
12. Leiknir
EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★ ★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★ ★★ LIÐSSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★ ★ ★ ★★
STJARNAN HAFNAR
Í 3. SÆTI
➜ Binni bjartsýni ➜ Nýju andlitin
Garðbæingar verja ekki Íslands-
meistaratitilinn en verða með í
toppbaráttunni og komast aftur
í Evrópukeppnina. Stjörnumenn
voru skynsamir á leikmanna-
markaðnum og þegar allir eru
heilir er byrjunarliðið sterkt, með
sérstaklega hættulega framlínu.
Það er meira spurningamerki
yfir varnarleiknum auk þess sem
Stjörnumenn stóla á marga unga
menn í sínu liði.
Halldór Orri Björnsson missti af meistara-
tímabilinu í fyrra eftir að hafa verið lykil-
maður í Stjörnunni fimm ár í röð. Hann
snýr nú til baka eftir eins árs dvöl í atvinnu-
mennskunni í Svíþjóð og freistar þess að taka
upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Halldór Orri skoraði 47 mörk í 106
leikjum í efstu deild, langoftast sem
kantmaður, sem er magnaður árangur.
Stjörnumenn þurfa á því að halda að
hann verði í sínu besta formi í sumar
og haldi áfram að skora og leggja upp
mörk fyrir samherja sína.
Bikarinn áfram í Garðabæ
Við fylltum í skörðin, erum með
bestu stuðningsmennina, besta
þjálfarann og leikmenn sem geta
unnið leiki upp á sitt einsdæmi.
Hér spila menn með hjartanu.
Brynjar Gauti Guðjóns. ÍBV
Gunnar Nielsen Skotland
Halldór Orri Björnsson Sví.
Jeppe Hansen Danmörk
Fylgstu með þessum
Þórhallur Kári Knútsson
Uppalinn strákur fæddur
1995 sem hefur verið lykil-
maður í 2. flokk Stjörnunnar
sem varð meistari síðustu tvö
ár. Skoraði sigurmarkið gegn
KR í Meistarakeppni KSÍ á
dögunum.
➜ Siggi svartsýni
Erfitt að verja titilinn
Það er miklu erfiðara að verja
titilinn en að vinna hann,
spyrjið bara öll önnur lið nema
FH síðustu sautján árin.
➜ Lykilmaðurinn í sumar
ÚRSLIT
UNDANKEPPNI EM 2016
ÍSLAND - SERBÍA 38-22 (16-10)
Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson
12/1 (16/2), Arnór Þór Gunnarsson 9/1 (11/2),
Aron Pálmarsson 6 (10), Róbert Gunnarsson 5 (5),
Vignir Svavarsson 2 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2
(5), Rúnar Kárason 1 (3), Snorri Steinn Guðjónsson
1 (3), Ólafur Guðmundsson (2),
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (34/1,
38%), Aron Rafn Eðvarðsson (1/1, 0%),
Hraðaupphlaup: 16 (Guðjón Valur 10, Arnór Þór
3, Vignir 2, Snorri Steinn 1).
Mörk Serbíu (skot): Mijajlo Marsenic 7 (7), Momir
Ilic 3/1 (6/1), Nemanja Zelenovic 3 (7), Marko
Vujin 3 (9), Nemanja Ilic 2 (2), Dalibor Cutura 1
(1), Ilija Abutovic 1 (1), Darko Djukic 1 (2), Rastko
Stojkovic 1/1 (3/1).
Varin skot: Miroslav Kocic 11/2 (40/4, 28%),
Dragan Marjanac (9, 0%). Hraðaupphlaup: 4.
DOMINO‘S-DEILD KARLA
LOKAÚRSLIT, 4. LEIKUR
TINDASTÓLL - KR 81-88 (39-40)
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 37, Myron
Dempsey 18/12 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson
14/6 fráköst/8 stoðsendingar, Darrell Flake 4,
Viðar Ágústsson 4, Helgi Rafn Viggósson 4.
KR: Michael Craion 24/9 fráköst/7 stoðsend-
ingar, Pavel Ermolinskij 21/8 fráköst, Helgi Már
Magnússon 15, Brynjar Þór Björnsson 13, Darri
Hilmarsson 13, Finnur Atli Magnússon 2.
KR vann úrslitaeinvígið 3-1.
Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00
Glös fyrir stór
og smá tilefni
Hjá Fastus fæst mikið úrval af glösum fyrir
stóra og litla veitingastaði. Komið í verslun
okkar að Síðumúla 16 og látið fagmenn
hjálpa ykkur við að velja réttu glösin.
FA
S
TU
S
_H
_0
3
.0
1
.1
5
HANDBOLTI Eftir talsverða niður-
sveiflu síðasta rúma árið þá stigu
Strákarnir okkar eins og við þekkj-
um þá aftur út á fjalir Laugardals-
hallar. Serbía lenti undir íslensku
hraðlestinni sem vann ótrúlegan
sextán marka sigur, 38-22.
Með viljann að vopni og sjálfs-
traustið í botni hreinlega keyrðu
strákarnir yfir Serbíu frá fyrstu
mínútu. Komust í 8-1, misstu það
niður í tvö mörk, 9-7, en gáfu þá
bara aftur í og litu aldrei til baka.
16-10 í hálfleik og síðan var gefið í
botn og keyrt yfir andstæðinginn
í seinni hálfleik. Einhver besta
frammistaða sem liðið hefur sýnt
í nokkur ár. Þetta geta strákarnir
og þeir vita það manna best.
„Það small eiginlega allt frá
byrjun og það gerir allt auðveld-
ara. Þetta var frábær frammi-
staða, sama hvar drepið er niður
fæti,“ sagði brosmildur landsliðs-
fyrirliði, Guðjón Valur Sigurðsson,
en hann fór algjörlega á kostum.
Skoraði tólf mörk í leiknum og þar
af tíu úr hraðaupphlaupum.
„Við vorum með svör við öllu og
sundurspiluðum þá. Okkur hefur
liðið vel og stemningin góð þó svo
spilamennskan hafi verið slæm
upp á síðkastið. Það er leiðinlegt
að spila illa. Við þykjumst vita
hvað hefur verið að og það hefur
tekið tíma að laga það. Vonandi
höldum við áfram svona þó svo
ég sé nú ekki að gera ráð fyrir að
vinna Serbíu á útivelli með sextán
mörkum.“
Guðjón segir að það hafi verið
lífsnauðsynlegt að ná í þessi stig
og ofan á þetta verði að byggja.
Eftir erfitt gengi segir hann afar
ljúft að hafa náð að sýna aftur
hvað liðið getur.
„Við höfum verið að spila langt
fyrir neðan okkar getu og það
hefur nagað alla inn að beini. Það
detta nokkur kíló af öxlunum í
kvöld. Nú fer ég og gef strákunum
pitsu,“ sagði fyrirliðinn og brosti
allan hringinn. - hbg
Velkomnir aft ur, strákar
Strákarnir okkar buðu til veislu í sextán marka sigri á Serbíu í Höllinni í gær
GÓÐ BYRJUN HJÁ ÓLAFI Guðjón Valur
ræðir málin við nýja aðstoðarþjálfara
liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
KÖRFUBOLTI „Það er skemmtileg-
ast að vinna titilinn á heimavelli,
en þetta var alveg frábært enda
magnaður leikur,“ sagði Helgi
Már Magnússon, leikmaður KR,
við Fréttablaðið eftir að KR-ingar
tryggðu sér Íslandsmeistaratitil-
inn í körfubolta með 88-81 sigri
á Tindastóli í fjórða leik liðanna í
Síkinu í gærkvöldi.
Það var við hæfi að sjálf Fjall-
konan skyldi afhenda dómurunum
boltann fyrir leik því sannkölluð
hátíðarstemning var í Síkinu í gær.
Þar var slegist um hvert sæti og
stemningin algjörlega rafmögnuð.
Svo virtist sem KR-ingar ætl-
uðu að sökkva í Síkinu eins og
svo mörg önnur lið í vetur þegar
Tindastóll byrjaði seinni hálfleik-
inn með 10-0 spretti og komst níu
stigum yfir, 49-40. Þar virtist allt
á móti KR og allt féll með Stólun-
um. Allt stefndi í oddaleik á laug-
ardaginn.
Pavel fór á kostum í seinni
KR-liðið var þó ekki á þeim bux-
unum. Reynslan og sigurhefðin
vó þungt, en Pavel Ermolinskij,
sem skoraði átta stig að meðaltali
í fyrstu þremur leikjunum, fór á
kostum í seinni hálfleik og skor-
aði í heildina 21 stig auk þess sem
hann tók átta fráköst.
„Ég treysti öllum félögum
mínum til að taka stór skot hve-
nær sem er og það gerðu Pavel
og Helgi Már. Þetta voru risastór
skot undir lokin. Vá, hvað þetta er
sætt,“ sagði Brynjar Þór Björns-
son, stórskytta KR-liðið, sem skor-
aði 13 stig í leiknum.
Fimmti titill Brynjars
Brynjar Þór er nú búinn að vinna
fimm Íslandsmeistaratitla með
KR og er á besta aldri. Hann er
í besta liði landsins og ekki loku
fyrir það skotið að KR-liðið verði
áfram í titilbaráttunni næstu árin.
Enginn hefur unnið fleiri Íslands-
meistaratitla en Teitur Örlygsson,
tíu talsins, en Brynjar er á leiðinni.
Að vinna tíu eins og Teitur
„Það yrði rosalegt. Þegar maður
var að byrja í þessu hugsaði maður
hversu skemmtilegt það yrði að
vinna tíu eins og Teitur en manni
datt ekki í hug það gæti gerst. En
nú er aldrei að vita,“ sagði Brynjar
Þór við Fréttablaðið.
Stólarnir geta gengið sáttir frá
borði. Nýliðarnir voru frábærir
í vetur en uppskeran rýr þegar
horft er á titlana. Enginn bikar
vannst, en framtíðin er björt hjá
Stólunum sem eru Íslandmeistarar
í unglingaflokki. Þar spila strákar
eins og Pétur Rúnar, Ingvi Rafn og
Viðar sem allir hafa verið í stórum
hlutverkum í vetur.
Enginn saddur í Vesturbænum
Reynsla, breidd og gæði KR-liðs-
ins vó þungt í einvíginu og eiga
Íslandsmeistararnir hrós skilið
fyrir hvernig þeir létu Síkið ekki
hafa of mikil áhrif á sig í gær-
kvöldi.
„Þeir sungu að við ættum enga
stuðningsmenn en mér sýnist
okkar fólk sem mætti hér í kvöld
hafa troðið því ofan í þá,“ sagði
Brynjar Þór og horfði á sitt fólk
sem faðmaði, kyssti og jafnvel
tæklaði leikmenn KR í gólfið til að
fá myndir af sér með þeim.
Erfitt er að sjá KR-liðið tætast í
sundur nema einhverjir fái tæki-
færi í atvinnumennsku. Í Vestur-
bænum eru menn langt frá því að
vera saddir.
„Vonandi vinnum við bara miklu
fleiri. Aðalmálið er að halda
kjarnanum í liðinu. Það gerðum
við núna og því gengur svona vel.
Svo er bara að bæta við sig. Næsta
mál á dagskrá er að vinna bikar-
inn líka. Það hefur ekki gengið
nógu vel,“ sagði Darri Hilmars-
son.
tomas@365.is
Vinnum vonandi miklu fl eiri
KR-ingar eru Íslandsmeistarar annað árið í röð eft ir 88-81 sigur á Tindastól í fj órða leiknum í Síkinu í gær.
„Ég treysti öllum félögum mínum til að taka stór skot hvenær sem er,“ sagði fyrirliðinn Brynjar Þór.
ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ HJÁ VESTURBÆINGUM Michael Craion, besti leikmaður
lokaúrslitanna 2015, fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum í Síkinu í gærkvöldi ásamt
stuðningsmönnum KR-liðsins sem mættu á Krókinn. Með honum er Helgi Már
Magnússon og í stúkunni má sjá kappa eins og Fannar Ólafsson, Skarphéðin Frey
Ingason og Guðmund Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON
HANDBOLTI Fram og ÍBV geta
tryggt sér sæti í lokaúrslitum
Olís-deildar kvenna í kvöld þegar
fjórði leikur undanúrslitanna fer
fram.
Eyjakonur eru 2-1 yfir á móti
deildar- og bikarmeisturum
Gróttu og eru á heimavelli í
kvöld. Grótta vann fyrsta leik-
inn með 11 mörkum en ÍBV getur
unnið þriðja leikinn í röð í kvöld
og sent Gróttuliðið í sumarfrí.
Framkonur eru 2-1 yfir á móti
Stjörnunni en þurfa að sækja
Garðabæjarkonur heim í Mýrina
í kvöld. Heimaliðin hafa unnið
þrjá fyrstu leikina.
Leikurinn í Eyjum hefst klukk-
an 18.00 en leikurinn í Garðabæ
byrjar klukkan 19.30. - óój
Komast Fram
og ÍBV í úrslit?
SPORT
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
F
-2
4
1
C
1
6
3
F
-2
2
E
0
1
6
3
F
-2
1
A
4
1
6
3
F
-2
0
6
8
2
8
0
X
4
0
0
9
B
F
B
0
8
0
s
_
2
9
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K