Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 22
30. apríl 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 www.netto.is Kræsingar & kostakjör FRÁBÆRT Á GRILLIÐ! GRÍSAGRILLSNEIÐAR 950 GR 998 R agnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra lýsti því yfir á dögunum að það lægi fyrir að frumvarp hennar um náttúrupassa yrði ekki afgreitt sem lög á þessu þingi og hún hefði engin áform um að leggja frum- varpið fram aftur á næsta þingi. Frumvarpið fékk strax frá upphafi blendin viðbrögð. Raunar voru þau aðallega neikvæð. Lítill áhugi var meðal landsmanna á því að greiða fyrir aðgang að náttúru Íslands. Frumvarpið naut hvorki meirihlutastuðnings innan stjórnar- né stjórnarand- stöðuflokkanna. Meira að segja virtist sem stuðningur ríkis- stjórnarinnar væri ekki fyrir hendi. Auk þessa var grasrót ferðaþjónustunnar afar ósam- stíga í málinu. Í upphafi var hún sammála því að passinn væri fín lausn á þessu eilífa deiluefni en snerist hugur þegar málið var langt komið og lagðist alfarið gegn þessari leið. Ragnheiður segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hún sjái ekki fyrir sér að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til upp- byggingar ferðamannastaða á næstunni. Hún segir að ferðaþjón- ustan skili sífellt meiri tekjum í ríkissjóð sem séu rök fyrir því að fé renni beint úr ríkissjóði til að byggja upp og vernda þær nátt- úruperlur sem séu helsta aðdráttarafl ferðamanna sem hingað koma. „Við fjármálaráðherra ræddum strax við upphaf þessa máls að einfaldasta lausnin væri að setja uppbyggingu ferða- mannastaða á fjárlög. Í þann fjarveg virðist mér þetta mál vera að stefna núna og muni þá keppa um fjármagn við annað sem þarf að sinna – hvort sem það er heilbrigðismál, menntamál eða aðrir mikilvægir málaflokkar,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðaþjónustan náði þeim áfanga árið 2013 að verða í fyrsta skiptið efst yfir gjaldeyrisskapandi greinar, á undan sjávar- útvegi. Heildarútflutningstekjur hennar námu í fyrra um 300 milljörðum króna. Í tölum hagfræðideildar Landsbankans var þó gert ráð fyrir að tekjurnar væru meiri þar sem stórir liðir eins og veitingaþjónusta væru ekki teknir með í tölunum. Auk þess eru tekjur af íslenskum ferðamönnum ekki teknar með í reikninginn. Allar spár benda til þess að hröð fjölgun ferðamanna haldi áfram að vera staðreynd hér á landi og gert er ráð fyrir að tekjurnar fari upp í 340 milljarða á þessu ári. Nauðsyn uppbyggingar og viðhalds náttúrunnar og þar með ferðamannastaða er eitt af því sem flestir geta verið sammála um. Flestir virðast sammála um að ferðaþjónustan standi frammi fyrir mikilli fjárþörf til uppbyggingar innviða á vinsælum ferða- mannastöðum. Náttúra landsins er ein helsta auðlind þess. Ríkið hefur skyldur við komandi kynslóðir til að hlúa að náttúrunni. Ragnheiður hefur sagt að þrátt fyrir að náttúrupassinn hafi dáið drottni sínum sé viðfangsefnið enn til staðar. „Við munum axla okkar ábyrgð,“ segir Ragnheiður í dag. Hvað svo sem fólki finnst um náttúrupassa er ljóst að lausnin sem í honum fólst var betri en óbreytt ástand. Baráttan sem Ragnheiður á fyrir höndum um nægilega fjármögnun til verkefnisins úr fjárlögum er hörð. Vonandi gengur henni vel. Í deilunni um náttúrupassa, úthlutun úr fjárlögum, gistináttagjald eða komugjöld er ljóst að sú sem er á leið með að verða undir er náttúran. Ríkinu ber skylda til að hlúa að náttúrunni: Óbreytt ástand er ekki valkostur Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Hver ber ábyrgðina? Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um Land- eyjahöfn og Vaðlaheiðargöng á þingi í gær. Ljóst væri að framkvæmdir sem kostuðu á annan tug milljarða væru í uppnámi og viðbrögð samfélagsins væru að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. „Ábyrgð þeirra er mikil og ég dreg ekki úr því,“ sagði hann, en spurði um leið hver væri ábyrgur fyrir þeim stofnunum sem sæju um rannsóknir og framkvæmdir verkefnanna. Vaðlaheiðargöng voru alla tíð umdeild fram- kvæmd. Jarðgangagerð fylgir óvissa, en það var ekki síst aðkoma ríkisins að göng- unum sem var gagnrýnd. Í því ljósi er athyglis- vert að innsendar umsagnir um málið komu aðeins frá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins. Þeir báru ábyrgðina Að því sögðu eru það augljóslega þingmennirnir sem samþykktu lög um heimild til fjármálaráðherra til að fjármagna göngin sem bera ábyrgðina. Þar ber hæst þáverandi fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfús- son, sem beitti sér mikið fyrir málinu. Tveir flokksbræður Ásmundar sam- þykktu síðan þessa ábyrgð á hendur ríkisins, þeir Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson. Líklega er það tilviljun að göngin eru í kjördæmi þeirra beggja. Ég ber ábyrgðina Hvað Landeyjahöfn varðar sagðist Ásmundur hafa farið fram á óháða stjórnsýsluúttekt á málinu. Óvíst er hvort hennar gerist þörf, þar sem flokkssystir hans, Unnur Brá Konráðs- dóttir, steig fram og lýsti því yfir að hún væri ein þeirra sem bæru ábyrgðina á framkvæmdinni. Jafn- framt minnti hún á að verkinu væri ekki lokið. Það væri tvíþætt, ný höfn og ný ferja. Höfnin væri vissulega til staðar en nýju ferjuna vantaði. Unnið væri að því í innanríkis- ráðuneytinu að bæta úr því, en þar situr ráðherra Sjálfstæðis- flokksins. Kannski þarf ekki frekari stjórnsýsluúttekt á málinu en að þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins ræði saman? kolbeinn@frettabladid.is Undanfarin ár hafa endurbætur og fjár- festingar í miðborginni verið meiri en nokkru sinni fyrr og er þá langt til jafnað. Langþráðar endurbætur á Hverfisgötu austan Klapparstígs eru að baki og verð- ur að óbreyttu lokið 2016. Framkvæmd- um á Hjartareit / Hljómalindarreit verður lokið upp úr næstu áramótum, en til að svo geti orðið þarf að tryggja opnar akstursleiðir og óheft aðgengi og því bíða endur bætur og framkvæmdir á vestari hluta Hverfisgötu næsta árs. Umtalsverðar framkvæmdir eru að hefjast í nágrenni Hörpu, þ.m.t. við umfangsmikla fimm stjörnu hótelbygg- ingu. Bílastæði neðanjarðar, sumpart beintengd bílastæðum Hörpukjallar- ans, verða sem næst 1.000 er allt verður saman lagt. Hins vegar fækkar nokkuð ofanjarðarstæðum í miðborginni, þ.m.t. við hlið Tollstjórahússins sem þegar hafa verið skermuð af. Vert er þá að minna á bílastæði í gamla Kolaportshúsinu, í Hörpukjall- aranum, í Grjótaþorpi á horni Vest- urgötu og Mjóstrætis, í Traðarkoti á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, á Skólavörðustíg við Bergstaðastræti, á Hverfisgötu við horn Vitastígs og í Stjörnuporti gegnt Laugavegi 91. Í öllum þessum húsum er að jafnaði að finna gnótt bílastæða auk þeirra fjölmörgu stæða sem dreifð eru um gjörvalla mið- borg. Sumargötur sem ráðgerðar eru frá maí til septemberloka verða á Laugavegi frá Vatnsstíg (vestan Frakkastígs) að Bankastræti, neðst á Skólavörðustíg, frá Bergstaðastræti að Bankastræti, Póst- hússtræti og Austurstræti. Opið verður fyrir umferð og aðföng til hádegis hvern virkan dag. Á hinum fjölmörgu torgum borgar- innar verður líf og fjör. Ber þar helst að nefna KRÁS, matarmarkaðinn vinsæla á Fógetatorgi sem verður opinn allar helgar í júlí og ágúst, reglubundnar lif- andi tónlistarveislur á Ingólfstorgi, fjölbreytilega starfsemi á Torgum í biðstöðu, reglubundna viðburði Götu- leikhússins og Hins hússins og reglu- bundnar uppákomur tengdar Löngum laugardögum sem eru að jafnaði fyrstu laugardagar hvers mánaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru. Í næstu grein verður nánar farið yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborginni á komandi mánuðum og misserum. Með bestu óskum um gleðilegt og sól- ríkt miðborgarsumar. Miðborg í blóma SKIPULAGSMÁL Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborginnar okkar 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -C E A C 1 6 3 C -C D 7 0 1 6 3 C -C C 3 4 1 6 3 C -C A F 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.