Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGGæludýr FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 20154
GEÐGOTT GÆLUDÝR
Silkihænur eru dýr sem
skera sig úr. Ekki einungis er
fiðrið sérstaklega dúskmikið
og silkimjúkt heldur er skinn
þeirra svart og einnig kjötið og
beinin. Silkihænur hafa fimm
tær á fæti, en aðrar hænur hafa
fjórar, og einnig hafa þær bláa
eyrnasnepla.
Silkihænur eru
sagðar jafn
silkimjúkar í
skapi og þær
eru á fiðrið og
setja ekki fyrir
sig að liggja
á eggjum annarra tegunda
og unga þeim út. Silkihænur
eru sagðar frábær gæludýr,
auðveldar í umgengni og í
umönnun.
Stjörnurnar í Hollywood vilja
gjarnan skera sig úr og óvenju-
leg gæludýr eru ekki óvenjuleg í
Hollywood. Leikkonan Tori Spell-
ing sást um tíma oft á gangi
með silkihænuna sína Coco
og tók hana jafnvel með sér á
verðlaunaafhendingar og aðrar
samkomur.
Hefðbundin gæludýr eins og hundar,
kettir, páfagaukar, fiskar og fleiri henta
flestum dýravinum ágætlega. Þó eru þeir
til sem vilja eiga meira exótísk gæludýr.
Fyrir þá sem vilja eiga dýr sem er fyrst og
fremst skrítið og frumlegt er tálknsalam-
andran (e. axolotl) góður kostur.
Tálknsalamandran er nærri því að vera
í útrýmingarhættu í náttúrunni enda
er mögulegt að fleiri slíkar séu hafðar
sem gæludýr en lifa í náttúrulegum
heimkynnum tálknsalamöndrunnar í
Mexíkó.
Tálknsalamöndrur eru forvitnilegar að
því leyti að fullorðnu salamöndrurnar
komast aldrei alveg af lirfustiginu. Þær
vaxa en breytast aldrei alveg í landdýr
eins og flestar aðrar salamöndrur gera
heldur lifa í vatni alla tíð. Eins og aðrar
salamöndrur hafa tálknsalamöndrur
þann hæfileika að á þær vaxa líkams-
hlutar aftur ef þær missa þá.
Tálknsalamöndrur geta orðið allstórar
eða um þrjátíu sentimetrar. Þess má
geta að þær fást í gæludýrabúðum
hérlendis.
ÓVENJULEGT GÆLUDÝR
HUNDAR MEÐ KVÍÐA
Þunglyndislyf fyrir gæludýr
voru seld fyrir rúmar sjö millj-
ónir í Svíþjóð árið 2013 og hafði
salan aukist um 35% á fjórum
árum. Átta af hverjum tíu dýrum
sem fá lyfið eru hundar. Svo
virðist sem margir hundar þjáist
af kvíða ef þeir eru einir heima,
þá eru þeir sömuleiðis hræddir
við hávaða.
Að mati sænsks dýralæknis eru
lyfin alltaf síðasti kosturinn.
Fyrst þarf að reyna að þjálfa
dýrið en ef það hjálpar ekki fær
það þunglyndislyf. Fólk gerir
mikla kröfur til hunda sinna,
þeir fara til hundaþjálfara og á
hlýðninámskeið. Þrátt fyrir mikla
þjálfun getur verið erfitt að ná
tökum á kvíðanum. Gæludýra-
eigendur eru yfirleitt meðvitaðir
um ástand dýra sinna og leita
aðstoðar dýralækna ef hegð-
unin verður sérkennileg. Hundar
eru félagsverur og þeir þurfa
mikla hreyfingu. Margir þola illa
að vera einir heima á meðan
eigandinn er í vinnunni.
Tálknsalamöndrur eru
í alls kyns litum, meðal
annars eru til albinóa
tálknsalamöndrur.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
C
-C
E
A
C
1
6
3
C
-C
D
7
0
1
6
3
C
-C
C
3
4
1
6
3
C
-C
A
F
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
8
0
s
_
2
9
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K