Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 41
KYNNING − AUGLÝSING Gæludýr30. APRÍL 2015 FIMMTUDAGUR 3 Afar skemmtilegt er að koma í verslunina Lífland á Lyng-hálsi 3. Versluninni er skipt í nokkrar deildir þar sem finna má hestavörur, fallegan útivistarfatn- að og ýmislegt fyrir landbúnað. Ein af stærri deildum verslunar- innar er gæludýradeildin þar sem lögð er áhersla á vörur fyrir hunda og ketti. „Fjölbreytnin er mikil enda vilj- um við koma til móts við sem flest- ar þarfir gæludýraeigenda,“ segir Unnur Elsa Ingólfsdóttir hjá Líf- landi og nefnir sem dæmi mikið úrval af fallegum ólum og taum- um í ýmsum litum. „Flexítaum- arnir eru vinsælir hjá okkur og fást í mörgum stærðum og gerð- um, en þeir geta lengst upp í fimm til sex metra,“ segir Unnur. Einnig er í Líflandi að finna mikið úrval af gæludýranammi. „Nammið má nota í þjálfun en svo er líka bara gaman að gleðja dýrin með góðu nagbeini,“ segir hún brosandi. Stór sem smá búr „Við erum með eitt besta úrval búra á landinu,“ upplýsir Unnur og nefnir sem dæmi bæði bílabúr og venjuleg grindarbúr fyrir heimilin. „Búrin koma í þremur stærðum en einnig erum við með kattabúr og búr fyrir smáhunda.“ Unnur segir marga kjósa að hafa búr fyrir hunda sína inni á heim- ilum. „Hundum líður vel í búrun- um sínum og líta á þau sem athvarf sitt,“ útskýrir hún. Búrin í bílana eru hins vegar fremur hugsuð til að tryggja öryggi bæði hundsins og annarra farþega enda getur laus hundur í bíl valdið sér og öðrum tjóni ef kemur til árekstrar. „Ferðabúrin okkar uppfylla kröfur sem gerðar eru til að flytja dýr,“ segir Unnur. Hún segir einn- ig mikilvægt að vera með hunda í búri vegna reglna frá trygginga- félögunum. „Ef þú ert með hund- inn tryggðan gera tryggingafélög- in þá kröfu að hundar séu fest- ir í bílum, annaðhvort í búri eða í beisli sem festir þá í sætin,“ segir hún en Lífland hefur slík beisli til sölu. Þar má einnig fá grindur til að skrúfa í gólfin á bílnum til að varna því að hundar fari á flakk í bíln- um. „Grindurnar passa í margar tegundir bíla enda hægt að draga stangirnar út eftir því hve bíllinn er breiður,“ útskýrir Unnur. Arion-gæðafóðrið Fæða hefur mikil áhrif á heilbrigði hunda og katta og því mikil- væg t að velja rétta fóðrið. Líf- land býður upp á fóður frá Arion sem hefur verið þróað með það að ma rk m iði að tryggja heil- brigði. Arion-fóðr- ið er nokkuð vinsælt enda hefur það sjö pró- senta markaðshlutdeild á Íslandi. „Arion-línan er afar fjölbreytt og hægt að fá fóður eftir aldri, þyngd og eftir því hve hundurinn er hreyfður mikið,“ segir Unnur og bendir á að í línunni megi einnig finna fóður sem sérstaklega sé ætlað hund- um með viðkvæma meltingu, með húð- og feldvandamál eða sem þjást af ofnæmis- viðbrögðum. Þá má einnig fá Arion- fóður fyrir ketti. „Það er afar nauðsynlegt að fólk velji rétt fóður. Til dæmis getur fóður sem ætlað er kjöltu- rökkum ekki upp- fyllt þarfir hunda af stærra kyni. Þá skiptir aldur hundsins einnig máli. Hundar sem orðnir eru eldri en sex ára ættu til dæmis að vera á „senior“-fóðri þar sem í því eru vítamín og fleira sem eldri hundar þurfa á að halda,“ segir Unnur sem sjálf á tvo stóra husky- hunda. „Þeir eru báðir á Arion Per- formance sem ætlað er fullvaxta hundum með mikla orkuþörf. Það er kjörið fæði fyrir þá enda hreyfa þeir sig mikið, ég fer með þá í lang- ar fjallgöngur og þeir draga mig á hjóli,“ segir Unnur en telur að þetta fóður myndi alls ekki henta hund- um sem hreyfa sig lítið. „Fyrir slíka hunda myndi ég mæla með Arion Adult Main- tainance.“ Þar sem úrval- ið er mikið getur verið erfitt fyrir fólk að átta sig á hvað það eigi að velja. Starfsmenn Líflands geta þá veitt upplýsingar og miðl- að af viðamikilli reynslu sinni. „Þeir sem vilja prófa Arion- fóðrið ættu að gera það í maí en þá verður veittur tuttugu prósenta afsláttur af öllu Arion-fóðri,“ segir Unnur Varnir gegn mítli og flóm Þegar sumarið gengur í garð eykst hættan á því að hundar og kett- ir næli sér í f lær eða það sem verra er hinn óvin- sæla skógarmítil sem er vaxandi vandmál hér á landi. Lífland býður upp á ýmsar vörur til að verj- ast þessum plág- um. „Við erum með efni sem á að varna því að hundar og kettir fái fló en á einnig að fæla frá skógarmítla. Kremið er borið á bert skinn í makkanum og látið vera í þrjá daga. Þá á efnið að vera komið inn í blóðrásina og á að fæla frá f lær,“ segir Unnur og nefn- ir einnig hunda- og kattaólar sem eiga að hafa fælingarmátt. „Við erum einnig með til sölu sérstakar tangir til að fjarlægja mítla sem hafa fest sig í feldi,“ segir Unnur sem lenti sjálf í því síðasta sumar að hundur hennar fékk mítil á augnlokið. „Ég þurfti að fara með hann á dýraspítala en ef ég hefði haft töngina hefði ég getað gert þetta sjálf,“ segir hún og býður alla velkomna í verslanir Líflands. Verslanir Líflands eru á Lyng- hálsi í Reykjavík, á Akureyri, í Borgarnesi og á Blönduósi. Sími 540 1100 lifland@lifland.is Glæsileg gæludýradeild Líflands Flestir tengja nafn Líflands við hestavörur og landbúnað en verslanir Líflands hafa einnig að geyma hafsjó af vörum fyrir gæludýrin. Markmið Líflands er að koma til móts við sérhverja þörf gæludýraeigandans. Þar má fá allt frá ólum og taumum, búrum og dýnum til frábærs fóðurs fyrir hunda og ketti. Gæðafóðrið Arion verður á tuttugu prósenta afslætti allan maímánuð. Arion-línan er afar fjölbreytt og hægt að fá fóður eftir aldri, þyngd og eftir því hve hundurinn er hreyfður mikið. Chrisco-gæludýranammið er vinsælt meðal okkar ferfættu vina. Á laugardögum er 50% afsláttur af öllu Chrisco-nammi í Líflandi. Lífland er með eitt besta úrval hunda- og kattabúra á landinu. Þar má fá stór sem smá búr bæði í bílinn og á heimilið. Unnur Elsa mælir heils hugar með Arion-fóðrinu enda notar hún það sjálf fyrir sína eigin hunda. MYND/GVA NAMMIDAGAR 50% afsláttur af öllu Chrisco gæludýranammi alla laugardaga í öllum verslunum Líflands ARION Á AFSLÆTTI 20% afsláttur af öllu Arion fóðri allan maí mánuð. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 C -A C 1 C 1 6 3 C -A A E 0 1 6 3 C -A 9 A 4 1 6 3 C -A 8 6 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.