Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.04.2015, Blaðsíða 54
30. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 „Mér finnst þetta vera óskaplega mikill heiður. Forlagið mitt bara sér um þetta allt saman og ég er bara glöð og reyni að standa mig,“ segir Ingunn Snædal ljóðskáld en í dag kemur út heildarsafn ljóða metsöluskáldsins af Jökuldal, frá 1995 til 2015, ásamt áður óbirtum ljóðum. Ingunn hefur sent frá sér fimm ljóðabækur á ferlinum sem hafa allar notið mikilla vinsælda og skáldið margverðlaunað fyrir ljóð sín. Ingunni finnst þó dálít- ið skrítin tilhugsun að nú skuli ljóðin hennar vera komin í eina svona stóra fallega bók. „Mér fannst þetta allt saman meinleys- islegra og nettara þegar það voru að koma svona stakar ljóðabæk- ur sem fara vel í vasa. En nú eru þau hjá Bjarti búin að gera þessa stóru og fallegu bók úr þessu öllu saman og ég reyni bara að standa mig fyrir þau og fara í viðtöl og útgáfuhóf. Ljóðabækurnar eru víst meira og minna uppseldar svo vonandi finnst einhverjum gott að geta fengið þetta svona í einum pakka. Meiri húmor í dag Ingunn segist vissulega sjá þess- ar fimm bækur á tuttugu árum sem ákveðinn þroskaferil og að reyndar hafi hún óttast að kjána- hrollurinn ætti eftir að flæða upp fyrir axlir þegar hún kæmi aftur að elstu ljóðunum. „En það var nú í sjálfu sér alveg óþarfi. Það var óneitanlega mikil dramatík í gangi svona framan af ferlinum og mér finnst ég nú blessunar- lega vera meiri húmoristi í dag. Oftar en ekki þá voru nú einhverj- ir strákar sem stóðu þarna á bak við ljóðin með tilheyrandi drama- tík en svo þegar upp er staðið þá reyndust nú ljóðin betri en strák- arnir. Ég held að ég hafi meiri húmor fyrir sjálfri mér í dag. Auðvitað lendir maður í alls konar áföllum á lífsleiðinni og þá hjálpar húmorinn og sem ljóðskáld þá fer maður í að skrifa sig frá því sem á manni dynur. Ást, skilnaður og sorg; allt þetta sammannlega er það sem fólk tengir við og þannig er þetta græðandi ferli, vonandi fyrir bæði mig og lesandann.“ Ingunn á Skjöldólfsstöðum Síðustu sjö ár hefur Ingunn búið austur á Skjöldólfsstöðum á Jökul- dal þar sem hún hefur starfað sem kennari. En nú hefur Ingunn sagt upp kennslunni, ákveðið að breyta til og flytjast til Dyflinnar næsta haust. „Ég var orðin dálítið þreytt, svona eins og kennarar verða, og fannst því orðið tímabært að breyta til. Dóttir mín er orðin ung- lingur og mér fannst gott að hafa hana fyrir austan þessi æskuár en nú langar okkur að prófa eitthvað nýtt. Hún er írsk í föðurættina og mér finnst gott fyrir hana að fá að kynnast sínu föðurlandi. Málið er að ég hef alltaf haft ein- hvern brennandi áhuga á Írlandi sem enginn veit hvaðan er kominn. Ég var ekki nema um fimm ára gömul þegar ég tók upp á því að klippa út myndir af írskum kind- um og líma á vegginn í herberginu mínu heima á Skjöldólfsstöðum. Mamma botnaði ekkert í þessu, efaðist um að ég vissi hvar Írland væri að finna. En það breytti engu um áhugann sem fylgdi mér áfram til fullorðinsáranna. Írsk í fyrra lífi Þegar ég var svo um tuttugu og fjögurra ára gömul þá fór ég loks til Írlands og í þeim tilgangi að læra írsku. Þetta forna keltneska tungumál sem var við það að deyja út með öllu. Þarna kemur saman alls konar skrítið og skemmtilegt fólk frá öllum heimshornum sem átti aðeins sameiginlega þessa einu ástríðu og það var dálítið sér- stakt. En kennarinn okkar var á því að við sem værum þarna saman komin hefðum í raun öll verið Írar í fyrra lífi og því væri þetta fullkomlega eðlilegt. Þarna kynntist ég líka mannin- um mínum og það sem mér finnst svo heillandi við þetta samfélag er að þarna er fólk alltaf að segja sögur. Þannig er það líka heima á Jökuldal svo þessi sameiginlega taug liggur eflaust í gegnum þessa ástríðu. Við dóttir mín komum svo til með að flytja til Dyflinnar í ágúst og ég ætla að reyna að draga fram lífið á því að þýða, prófarka- lesa og vonandi skrifa. Ég vona að minnsta kosti að hugurinn og sköpunarkrafturinn fái góða inn- spýtingu við það að koma í nýtt og skemmtilegt umhverfi.“ Ást, skilnaður og sorg; allt þetta sam- mannlega er það sem fólk tengir við og þannig er þetta græðandi ferli, vonandi fyrir bæði mig og lesandann. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Ljóðin reyndust betur en strákarnir Í dag kemur út ljóðasafn Ingunnar Snædal af tuttugu ára ferli skáldsins af Jökuldalnum. Skáldinu fi nnst dálítið skrítið að sjá þetta allt komið saman í eina bók en svo ætlar hún að fl ytja til Dyfl innar ásamt hálfírskri unglingsdóttur sinni með haustinu. BLESS ÍSLAND Ingunn Snædal ljóðskáld ætlar að breyta til og flytja til Dyflinnar ásamt dóttur sinni þegar líður að hausti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gunnar Guðbjörnsson, óperu- söngvari og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, var á meðal þeirra sem sóttu um starf óperu- stjóra og hefur gagnrýnt það hvernig staðið var að ráðningunni. Í gær sendi svo stjórn Íslensku óperunnar frá sér greinargerð um ráðningu nýs óperustjóra. Þar er farið yfir ráðningarferlið sem lauk með því að Steinunn Birna Ragn- arsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, var ráðin til næstu fjögurra ára. Ólgu hefur gætt í óperuheimin- um vegna þess hvernig staðið var að ráðningu Steinunnar Birnu en hún var sú eina úr hópi umsækj- enda sem var tekin til viðtals við stjórn Óperunnar. Í yfirlýsingu stjórnarinnar kemur fram að í auglýsingunni fyrir starfið hafi verið tilgreint að Capacent myndi aðstoða við ráðninguna. Alls bár- ust sextán umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Stjórn Íslensku óperunnar bend- ir á að allir fjórtán umsóknaraðil- arnir hafi verið metnir hæfir til starfsins og ákvað stjórnin í fram- haldinu að boða alla umsækjendur í viðtöl við Capacent. Í yfirlýsingu stjórnarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækj- endur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðar- sýn hvers um sig varðandi óper- una á Íslandi. Spurningar vökn- uðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varð- andi nokkra umsækjendur. Upp- lýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim. Eftir þessa yfirferð ákvað stjórn að kalla Steinunni Birnu Ragnars- dóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Daginn eftir var ákveðið að ganga til samninga við hana.“ Gunnar Guðbjörnsson segir að í raun komi fátt nýtt fram í umræddri yfirlýsingu. „Þetta er svona öllu ítarlegra en verið hefur en það eina sem mér sýnist nýtt þarna er að umsækjendur eru nú sextán en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Það er umhugsun- arvert að það sé rót á þessum nýj- ustu tölum úr Hörpu,“ segir Gunn- ar og það leynir sér ekki að hann er ekki sáttur við stöðu og þróun mála innan Íslensku óperunnar. „Þetta skýrir í raun ekki þetta vinnuferli umsókna og maður er eitt spurningarmerki enn um það hvernig var staðið að ráðningunni. Það er kannski ekki mitt að dæma ráðninguna en þegar um er að ræða ríkisfjármuni þá þarf þetta að vera faglegt. Fyrir mig persónulega þá hefði breytt miklu að fá að viðra mínar hugmyndir í beinu sambandi við stjórnina. Ég vonaðist eftir því að finna fyrir einhverjum áhuga og deila hugmyndum. Hugmyndum og framtíðarsýn sem ég hef lagt mikla vinnu í. Ég vildi sem sagt eiga virkt og opið samtal sem gæti verið óperunni til góðs en það var einfaldlega ekki í boði. Ég kláraði menningarstjórnunarnám og hef starfað lengi innan söng- og óperu- heimsins en það breytti greinilega engu. Ég hef verið opinn með mínar hugmyndir um framtíð Íslensku óperunnar. Mín hugmynd hefur lengi verið að óperan yrði deild innan Sinfóníuhljómsveitarinnar, einfaldlega vegna þess að pening- arnir ganga ekki upp með öðrum hætti. Eins og staðan er þá fer stór hluti peninganna í húsaleigu innan Hörpu og annar stór hluti í starfsmannahald þannig að þegar upp er staðið er afskaplega lítið eftir til þess að setja upp óperur. Því miður. Þannig að nú er víst ekki annað eftir en að vonast eftir breytingum á starfsháttum því auðvitað vill maður sjá Íslensku óperuna dafna í framtíðinni.“ Fréttablaðið hefur staðfestingu á því að Arnbjörg María Daní- elsen hafi einnig verið á meðal umsækjenda. Arnbjörg María er með mastersgráðu í óperu og músik teat er frá Austurríki og þriggja ára mastersnám í rekstri opinberra leikhúsa frá háskól- anum í Zürich. Arnbjörg María starfar einkum í Þýskalandi þar sem hún er búsett í Berlín og m.a. sem framleiðandi að óperum og listrænn stjórnandi í tónlistarleik- húsi þar og víðar um álfuna. Arn- björg María kaus að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. magnus@frettabladid.is Ólga um ráðningu óperustjóra Stjórn Íslensku óperunnar sendi í gær frá sér greinargerð um ráðningu nýs óperu- stjóra. Gunnar Guðbjörnsson er ósáttur við hvernig staðið var að ráðningunni. ÓSÁTTUR Gunnar Guðbjörnsson er á meðal þeirra sem eru ósáttir við ráðningar- ferlið á nýjum óperustjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég vonaðist eftir því að finna fyrir einhverjum áhuga og deila hugmynd- um. Hugmyndum og framtíðarsýn sem ég hef lagt mikla vinnu í. MENNING 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 E -B C 6 C 1 6 3 E -B B 3 0 1 6 3 E -B 9 F 4 1 6 3 E -B 8 B 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 8 0 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.