Morgunblaðið - 11.12.2014, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 290. tölublað 102. árgangur
RÓMANTÍSK SAGA
ÖNNU OG EINARS
JÓNSSONAR
LANGAR
AÐ VERA
GEIMFARI
SALTFISKINN MÁ
EKKI VANTA
Á JÓLUNUM
VIÐSKIPTAMOGGINN JÓLAMATUR 84JÓLAKORT SÝND 12
EINFALT
AÐ SKILA
EÐA SKIPTA
dagar til jóla
13
Stekkjastaur kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
„Þetta eldgos hagar sér öðru vísi en eiginlega
öll þau gos sem við höfum séð hér á und-
anförnum áratugum,“ sagði Páll Einarsson,
jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Ís-
lands. „Þetta er í rauninni ósköp friðsælt gos.
Það gengur bara áfram dag eftir dag með
litlum breytingum.“
Páll sagði að hægt væri að finna allmarga at-
burði þar sem askja hefur sigið í tengslum við
atburðarás sem er einhvers staðar utan við öskj-
una sjálfa. Hann sagði að 45 km fjarlægðin á
milli Bárðarbungu og gossins í Holuhrauni væri
ekki mjög mikil þegar sambærilegir atburðir á
heimsvísu væru bornir saman.
„Ég gat tínt til sex tilfelli utan úr heimi síð-
ustu öldina. Þá kom í ljós að sjálft öskjusigið er
oftast afleiðing af því sem er í gangi eða er
gengið um garð frekar en að það sé aðdragandi
einhverra stórra viðburða,“ sagði Páll.
Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í 102 daga
Morgunblaðið/RAX
Gígurinn Baugur Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst. Lítið eldgos varð 29. ágúst. Síðan hófst hraungosið í Holuhrauni hinn 31. ágúst.
„Þetta er í rauninni ósköp friðsælt gos“
Hegðar sér öðru vísi en nánast öll gos sem hafa orðið á undanförnum áratugum
MEldgosið í Holuhrauni »18-20
Staðgreiðslu-
tekjur sveitar-
félaga landsins
aukast um 10 til
11 milljarða
króna á þessu
ári, verða líklega
á bilinu 151 til
152 milljarðar
króna.
Gunnlaugur
Júlíusson, hag-
fræðingur hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, segir að launatekjur
fólks hafi aukist, þar sem dregið
hafi úr atvinnuleysi. Sömuleiðis
hafi nýir kjarasamningar mikið að
segja. Hann segir að þetta ár verði
líklega í „þokkalegu jafnvægi“ hjá
sveitarfélögunum. »56 og 58
Tekjur sveitarfélaga
aukast á þessu ári
Gunnlaugur
Júlíusson
Eigendur fast-
eignarinnar
Bergstaðastrætis
4 í miðborg
Reykjavíkur
hafa haft til
skoðunar að
breyta nýtingu
lóðar sem fylgir
húsinu.
Félagið
Gamma ehf. á eignina en það á
rekstrarfélagið sem rekur hótel-
íbúðir í næsta húsi. Gamma ehf. á
jafnframt rekstrarfélagið sem rek-
ur Hótel Óðinsvé. »28
Hótelrekendur horfa
til Bergstaðastrætis
Bergstaðastræti 4.
Hópfjármögnunarsíðan Karolina
fund hefur vaxið hratt að undan-
förnu, síðan er með hæsta árangurs-
hlutfall af hópfjármögnunarsíðum á
netinu og nú leiðir fyrirtækið
tækniþróun í hundrað milljóna
króna verkefni. Eigendur fyrirtæk-
isins segja að það hefði vaxið mun
hraðar ef styrk- og fjárfestaum-
hverfið hér á landi væri virkara fyr-
ir hugmyndir á fyrstu stigum. »34
Karolina Fund
stækkar hratt
„Árangur Óla Þórs er mjög merkileg-
ur og sýnir hvað hægt er að gera þeg-
ar við breytum ytri skilyrðum og veit-
um aðgengi að heyrn í gegnum
kuðungsígræðslu,“ segir Bryndís
Guðmundsdóttir talmeinafræðingur,
um námsárangur Óla Þórs Sigurjóns-
sonar, heyrnarskerts nemanda í 10.
bekk í Hlíðaskóla, sem fékk hæstu
einkunn í íslensku á samræmdu próf-
unum í haust.
Bryndís var með Óla Þór í talþjálf-
un í mörg ár en hann fæddist heyrn-
arlaus árið 1999. Það uppgötvaðist þó
ekki fyrr en Óli var eins árs og hann
fór 20 mánaða gamall í kuðungs-
ígræðslu. Bróðir Óla Þórs, Nói Hrafn,
að verða 11 ára, fæddist einnig heyrn-
arlaus og hefur sömuleiðis náð góðum
námsárangri í Hlíðaskóla. Hann fór
mun fyrr í kuðungsígræðslu en Óli og
var í talþjálfun hjá Bryndísi.
„Í dag eru okkar strákar að gera
nákvæmlega sömu hluti og hinir nem-
endurnir og það er bara frábært,“
segir Sigurjón Guðni Ólason, faðir
piltanna, en rætt er við fjölskylduna í
blaðinu í dag.
„Merkilegur árangur og
sýnir hvað hægt er að gera“
Kuðungsígræðsla gjörbreytti lífi heyrnarlausra bræðra
Morgunblaðið/Golli
Bræður Óli Þór og Nói Hrafn Sigur-
jónssynir fæddust heyrnarlausir. MBara spurning um að ... »30-32