Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 6

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarskattheimta hér á landi setur Ísland í 14. sæti meðal 34 aðild- arþjóða Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) í sam- anburði á skattbyrði þjóðanna. Samkvæmt nýju yfirliti OECD yfir heildarskatttekjur (af tekjuskatti, virðisaukaskatti og launatengdum gjöldum), sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, voru skatttekj- urnar á Íslandi í fyrra 35,5% af landsframleiðslu. Jukust þær örlítið eða um 0,2 prósetnustig á milli ára. Skattbyrðin hér mæld með þess- um hætti er lítið eitt yfir meðaltali OECD-ríkjanna. Fram kemur að skattheimta jókst í 21 landi í fyrra, þ. á m. á Íslandi, frá árinu á undan eða um 0,4 prósentu- stig að meðaltali í þessum löndum en hún minnkaði í níu löndum. Þrátt fyrr að hið opinbera hafi tekið til sín 35,5% landsframleiðsl- unnar hér á landi í fyrra kemur fram í samanburðinum að Ísland er í hópi þriggja ríkja þar sem skattbyrði er enn sögð vera þremur prósentustig- um undir því sem hún var fyrir upp- haf efnahagskreppunnar árið 2007. Þá segir OECD að tilhneigingin sé sú í aðildarlöndunum að ríki taki til sín sífellt stærri hlut lands- framleiðslunnar í formi skatta á seinustu árum. Í umfjöllun um Ísland kemur fram að hér á landi hefur skattheimtan sem hlutfall af landsframleiðslu minnkað úr 36,2% árið 2000 í 35,5% í fyrra. Danmörk, Noregur, Finnland og Svíþjóð eru öll ofar á lista OECD en Ísland á seinasta ári skv. sam- anburði OECD á sköttum sem hlut- fall af landsframleiðslu í þessum löndum. Danir verma efsta sætið á lista OECD en þar í landi er skatt- byrðin í hlutfalli af landsframleiðslu 48,6%. Í 4. sæti á lista yfir skatta af launum og hagnaði Ef hins vegar eingöngu er litið á skatttekjur af tekjum og hagnaði einstaklinga og fyrirtækja (lögaðila) færist Ísland ofar á listanum. Nýj- ustu samanburðartölur OECD yfir þetta eru frá 2012 og þar vermir Ís- land 4. sætið yfir mestu skattheimt- una. Hlutfall þessara skatttekna hér á landi af landsframleiðslu var 16,4% en meðaltalið meðal OECD-ríkjanna var þá 11,4%. Skattheimta af vörum og þjónustu var 12,1% hér á landi sem setur Ís- land í 11. sætið í samanburðinum en að jafnaði voru þessar skatttekjur í OECD-ríkjunum 10,7% af vergri landsframleiðslu á árinu 2012. Skattbyrði meðal þjóða er mæld með mismunandi hætti. Fyrr á þessu ári birti OECD samanburð á sköttum einstaklinga sem hlutfall af heildarlaunum þeirra. Fram kom í Morgunblaðinu á þeim tíma að í þeim samanburði vermdi Ísland 22. sætið meðal 34 aðildarlanda OECD á árinu 2013. Morgunblaðið/Kristinn Skattbyrði Skattheimta jókst í meirihluta OECD-landa og á Íslandi tekur ríkið til sín rúm 35% landsframleiðslunnar. Í 14. sæti á OECD- lista yfir skattheimtu  21 ríki tók meira til sín af landsframleiðslu í sköttum í fyrra Verslun Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut í Reykavík verður lok- að eftir áramót, þegar leigusamn- ingur rennur út. Eigendur hús- næðisins hafa uppi áform um að breyta húsnæðinu í hótel eða gisti- heimili, eins og fram hefur komið í fréttum. Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, segir engar aðrar ákvarðanir liggja fyrir um breyt- ingar á rekstri Nóatúns-verslana en auk JL-hússins eru þær á fjór- um stöðum á höfuðborgarsvæðinu: í Hamraborg í Kópavogi og í Aust- urveri, Grafarholti og Nóatúni 17 í Reykjavík. Jón segir verslanir Kaupáss í stöðugri skoðun, sem og staðsetn- ingu á þeim, en staðsetning Nóa- túns-verslana muni ekki breytast. „Nóatún sem verslun mun starfa áfram, enda hafa verslanir undir því merki gengið ágætlega,“ segir Jón en á vef Kaupáss kemur fram að Nóatún eigi sér langa sögu sem nær allt aftur til 31. október árið 1960, þegar Jón Júlíusson, stofn- andi Nóatúns, keypti verslunina Þrótt í Samtúni. Fyrstu verslunina undir merkjum Nóatúns opnaði Jón að Nóatúni 17 fimm árum síð- ar. Kaupás rekur 13 verslanir undir merkjum Krónunnar og sex Kjarvals-verslanir á Suðurlandi. bjb@mbl.is Verslun Nóatúns í JL-húsinu verður lokað eftir áramót  Aðrar Nóatúnsverslanir starfa áfram Morgunblaðið/Ásdís Nóatún Eitt helsta vörumerki Nóa- túns hefur verið kjöt- og fiskborðið. Benedikt Bóas Davíð Már „Framboð á maríjúana er orðið svo mikið hér á Íslandi, eftir því sem maður heyrir, að það er komið tæki- færi til að flytja það héðan til Græn- lands,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Nýverið féll dómur í máli manns sem ætlaði að flytja 1,3 kíló af marí- júana og 210 grömm af hassi til Grænlands. Hinn dæmdi missti reyndar kjarkinn þegar komið var til Grænlands og hætti við að reyna að smygla fíkniefnunum inn í landið. Hann flutti þau með sér aftur til Ís- lands þar sem tollverðir fundu þau og maðurinn var handtekinn. Dóm- ur var svo kveðinn upp í vikunni og fékk maðurinn sex mánaða skilorðs- bundinn dóm. Neyslan að aukast á Grænlandi Mun algengara er að reynt sé að smygla fíkniefnum hingað til lands en reynt sé að smygla efnum úr landi. Ekki er þó ýkja langt síðan maður var handtekinn á flugvell- inum í Reykjavík með maríjúana sem hann ætlaði með til Grænlands. „Það er almennt talað um það, að neyslan sé að aukast á Grænlandi, sérstaklega á maríjúana. Grænlend- ingar voru meira í því að reykja hass sem kom til landsins frá Fær- eyjum eða Danmörku því það er svo lítið gert af því hér á landi. Ég hef heyrt af því að Grænlendingar séu ekki fyrir það að neyta harðari efna en séu af einhverjum orsökum opn- ari fyrir maríjúanareykingum,“ sagði Aldís við Morgunblaðið. Árið 2012 gaf ríkislögreglustjóri út hættumat á skipulagðri glæpa- starfsemi. Þar sagði að vísbending- ar væru um að umfang fíkniefna- framleiðslu hér á landi vekti grunsemdir lögreglu um að hluti framleiðslunnar kynni að vera flutt- ur úr landi. Þetta vill Aldís ekki kannast við. „Það er heldur djúpt í árinni tekið að ætla að Íslendingar séu að sjá Grænlendingum fyrir fíkniefnum,“ sagði Aldís. Dæmdur fyrir að flytja út fíkniefni  Ætlaði að smygla 1,3 kílógrömmum af maríjúana til Grænlands  Framboðið er mikið hér á landi Morgunblaðið/Júlíus Maríjúana Karlmaður ætlaði að smygla fíkniefnum til Grænlands. Tekjur íslenska ríkisins af virðisaukaskatti stóðu undir 22,8% af heildarskatttekjum á árinu 2012 að því er fram kemur í samanburði OECD á skatt- heimtu í aðildarríkjunum. Þetta hlutfall er til muna hærra hér á landi en nemur meðaltali í OECD- löndunum þar sem tekjur af virðisaukaskatti stóðu undir 19,5% skatttekna að jafnaði í löndunum 34. Í umfjöllun um skattheimtu af neyslu í aðildar- löndum OECD kemur fram að almennt skatthlutfall virðisaukaskatts á Íslandi, efra þrepið sem er 25,5% í dag, sé það næsthæsta meðal allra aðildarþjóðanna. Hlutur skatta á neyslu hefur farið vaxandi og kemur fram að 21 aðildarríki OECD hækkaði þrep virð- isaukaskatts einu sinni eða oftar frá 2009 til 2014. Skv. frumvarpi fjár- málaráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi lækkar efra þrep virð- isaukaskattsins hér á landi í 24,5% og neðra þrepið hækkar í 11%. Yfir meðaltalinu í OECD RÍKI Í OECD SÆKJA SÉR MEIRI TEKJUR AF VIRÐISAUKASKATTI Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com ALMOND GJAFAKASSI Jólatilboð: 7.490 kr. Andvirði: 9.860 kr. Handkrem 30 ml - 1.250 kr. | Líkamskrem 100 ml - 5.100 kr. * Sturtuolía 250 ml - 2.850 kr. | Skrúbbsápa 50 g - 660 kr. SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA *E kk is el t íl au sa sö lu .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.