Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 8

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Evrópuvaktin segir frá því, aðDavid Cameron, forsætisráð- herra Breta, hafi ítrekað stuðning sinn við aðild Tyrklands að Evrópu- sambandinu, þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórnar hans til að takmarka fjölda innflytjenda til Bretlands:    Þessi nýja stuðn-ingsyfirlýsing hans kom í heim- sókn til Tyrklands, þar sem Camer- on hefur bersýnilega átt samtöl við ráðamenn um samstarf til þess að fylgjast með vígamönnum múslima.    Cameron ræddi aðild Tyrklandsað ESB á fundi með forsætis- ráðherra Tyrkja, Ahmet Davut- oglu, í gær, þriðjudag.    Daily Telegraph rifjar upp að íheimsókn til Tyrklands árið 2010 hafi Cameron sagt að hann styddi aðildarumsókn Tyrkja og mundi berjast fyrir henni.    Þá sagði Cameron að Evrópu-sambandið væri veikara án Tyrkja.“    Þetta er eftirtektarvert því aðbreski forsætisráðherrann hefur tvístigið mjög í ESB-málum til að styggja ekki þá sem eru veik- ir fyrir sjálfstæðissinnanum Nigel Farage.    En muna má að Bretar telja aðaðild Tyrklands að ESB myndi „fletja“ sambandið út, en ekki „dýpka“ það. Og svo hitt að æðstu menn ESB hafa inngöngu Tyrkja í flimtingum:    Tyrkir muni komast inn að lok-um, næstir á eftir Suður- Kóreu! David Cameron Aðildartími mældur í öldum? STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.12., kl. 18.00 Reykjavík -3 alskýjað Bolungarvík -5 snjókoma Akureyri -2 snjókoma Nuuk -8 snjóél Þórshöfn 3 skúrir Ósló 1 skýjað Kaupmannahöfn 5 léttskýjað Stokkhólmur 2 skúrir Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 3 skúrir Brussel 6 heiðskírt Dublin 5 léttskýjað Glasgow 5 léttskýjað London 7 léttskýjað París 7 skúrir Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 léttskýjað Berlín 2 skýjað Vín 2 skýjað Moskva -1 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -3 snjókoma Montreal 0 snjókoma New York 2 alskýjað Chicago 1 snjókoma Orlando 14 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:10 15:33 ÍSAFJÖRÐUR 11:53 14:59 SIGLUFJÖRÐUR 11:38 14:41 DJÚPIVOGUR 10:48 14:54 Icelandair Group hf., Icelandair ehf. og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 30. september 2017. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni samningsins á meðan hann er í kynn- ingu en hann verður fljótlega borinn undir atkvæðagreiðslu meðal flug- manna, skv. upplýsingum félagsins. Í tilkynningu frá Icelandair í gær er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, for- stjóra Icelandair Group, að þessi nýi þriggja ára samningur við FÍA sé, ef hann verður samþykktur, mikilvægt skref fyrir félagið. „Með stöðugleika gefast tækifæri til áframhaldandi innri vaxtar,“ segir Björgólfur. FÍA og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair náðu í maí sl. sam- komulagi um kjarasamning til skamms tíma eða fram í september- lok eftir harða kjaradeilu. Var þeim samningi ætlað að höggva á hnút sem kominn var í kjaradeiluna og gefa færi á að vinna sameiginlega að lang- tímasamningi. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins hefur verið fundað nokkuð stíft um gerð langtímasamn- ings frá því í haust en deilunni var ekki vísað til Ríkissáttasemjara. Sam- komulag náðist svo sem leiddi til und- irritunar í fyrradag. omfr@mbl.is Gerðu kjarasamn- ing til þriggja ára  Flugmenn hafa samið við Icelandair Morgunblaðið/Júlíus Flug Nýr kjarasamningur var und- irritaður á þriðjudaginn. Sala áfengis var 6,2% minni í síðastliðnum nóvember en sama mánuð í fyrra en sala minnkaði í öllum helstu söluflokkum. Þess skal þó getið að sala áfengis í októ- ber var tæplega 12% meiri í lítrum en í október á síð- asta ári. Það má því gera ráð fyrir að þessar breyt- ingar megi að einhverju leyti rekja til þess hvernig helgarnar raðast innan mánaðanna. Þegar litið er á það sem af er ári, janúar til nóv- ember, kemur hins vegar í ljós að sala áfengis hefur aukist um tæp 3% í samanburði við árið 2013. Lítils- háttar samdráttur varð í sölu á hvítvíni en sala jókst í öðrum helstu vöruflokkum. Sala á lagerbjór jókst um 2,6%, á ávaxtavíni um 13% og blönduðum drykkjum tæp 16%. Fyrstu ellefu mánuði ársins varð 20% aukning í sölu á neftóbaki. Sala vindlinga jókst um 1,2% á sama tímabili, 5,4% samdráttur varð hins vegar í vindlasölu. Sala jólabjórs á tímabilinu 14.-30. nóvember var um 298 þúsund lítrar en á sama tíma í fyrra voru 307 þúsund lítrar seldir. Sala áfengis í nóvember minni en í fyrra S SæmundurGleðileg bókajól Þannig er húsið einnig, einhvers konar blekking. Vistarverur þess eru að vísu fullar af staðreyndum en þær eru fléttaðar inní skáldskap sem enginn kann skil á og enginn veit hvort er sannleikur eða tilbúningur. Sögumaðurinn úr Vesturbænum skorar skáldskap og heimspeki á hólm, slæst í för með kynlegum kvistum eins og Sesselju spákonu og Stefáni frá Möðrudal. Matthías Johannessen skrifar ungur með fingrinum í vota steypu við kirkjugarðinn og nú skrifar hann um þær æskuminningar og aðrar. Myndir úr Reykjavík og um leið myndir af vilja og vonum. Kyngimögnuð bók sem er í senn bernskusaga og skáldverk. S Sæmundur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.