Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 12

Morgunblaðið - 11.12.2014, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Anna hélt til haga heilmikluaf jólakortum og nýárs-kortum sem þeim Einaribárust á tímabili sem spannar rúma sjö áratugi, frá 1901 til 1975,“ segir Sigríður Melrós Ólafsdóttir, safnstjóri á Listasafni Einars Jóns- sonar, en hún hefur nú á að- ventunni verið að gramsa í gömlum jólakortum frá Önnu Jørgensen, danskri eigin- konu Einars Jónssonar, en þau hjónin bjuggu á safninu í áraraðir. „Ég hef sett mynd af einu korti á hverjum degi á vefsíðu safnsins og segi frá einhverju úr lífi þeirra sem tengist ártali kortsins. Ég reyni líka að sýna fjölbreytileika kortanna,“ segir Sigríður og bætir við að kortin segi mikla sögu. „Á þeim má sjá að Anna og Einar hafa átt marga vini og verið í sambandi við fólk alls staðar að úr veröldinni. En langflest kortin eru frá íslensku og dönsku fólki. Á kortunum frá Kaupmannahafnarárunum eru mörg ólík heimilisföng, sem segir okkur hversu oft Einar hefur flutt. Eftir að þau fluttu hingað er skemmtilegt að sjá að það hefur dugað að skrifa á kortin Herra og frú Einar myndhöggvari Íslandi, þau hafa greinilega komist til skila.“ Þau reyndu að hætta saman Saga Önnu og Einars er róm- antísk, þau kynntust á nýársdans- leik í Danmörku árið 1902 þegar hún var aðeins sextán ára. „Einar kom auga á hana og bauð henni upp í dans, þau dönsuðu lancier og hann var frá þeirri stundu sannfærður um að þetta væri konan hans. Einar segir frá þessu í endurminningum sínum. Anna segir í sínum endur- minningum að hún hafi verið búin að koma auga á þennan fallega mann áður en til dansleiksins kom. Eftir dansinn bauð hann henni að vera borðdaman sín og hún segir að þetta hafi verið „stundin“. Einar var ellefu árum eldri en Anna og þau giftu sig ekki nærri strax. „Þau héldu áfram að hittast fram á vor en þá fór Einar til Róm- ar og dvaldi þar í rúmt ár, en Anna tók á móti honum á brautarstöðinni þegar hann kom til baka til Dan- merkur. Þau giftu sig ekki fyrr en 1917, hann vildi ekki bjóða henni upp á hjónaband með manni sem alltaf var blankur að berjast fyrir lifibrauði sem listamaður. Þau reyndu að hætta saman árið 1906 þegar hann fór til Berlínar, en þau gátu ekki hætt saman, þeim var greinilega ætlað að vera saman.“ Vildi losna við vonbiðlana Anna var elst tólf systkina og einhvers staðar kemur fram að pabba hennar hafi litist mjög vel á Einar þegar þau voru að draga sig saman. „Því þá losnaði hann við alla vonbiðlana sem voru að þvælast í kringum hana. Hún hefur því verið vinsæl, enda segir sagan að hún hafi verið mjög félagslynd mann- eskja. Aftur á móti var Einar ein- fari. Anna segir á einum stað að þau Einar hafi ávallt talað kjark hvort í annað þegar á móti blés.“ Einar og Anna giftu sig árið 1917, kvöldið áður en þau sigldu til Bandaríkjanna, þar sem þau dvöldu í tvö ár og Einar vann að stóru verkefni sem hann fékk vel greitt fyrir, Þorfinn karlsefni, sem reist var í Fairmont Park í Fíladelfíu. „Þau sáu því fram á betri daga og í beinu framhaldi fluttu þau til Ís- lands, vorið 1920. Þjóðin og velunn- arar byggðu Einarssafn og þar í turninunum var og er litla íbúðin þeirra þar sem þau bjuggu í tuttugu ár, en þá fluttu þau í hús á jarðhæð í garðinu, því Einar gat ekki lengur gengið upp og niður bratta stigana. Hann dó 1954, þau búa því saman í safninu í turninum í 20 ár.“ Anna lifði Einar í meira en tvo áratugi eftir að hann dó. „Þegar hún var á níræðisaldri gekk hún í að end- urgera íbúðina þeirra í turninum í sinni upprunalegu mynd, til minn- ingar um Einar og þeirra líf þar.“ Saga þeirra er rómantísk Anna Jørgensen og Einar Jónsson myndhöggvari kynntust þegar hún var aðeins sextán ára og voru saman upp frá því. Anna geymdi jólakort sem þeim bárust í sjö áratugi og nú er hægt að sjá eitt kort úr því safni á degi hverjum fram að jólum á vef safnsins. Kortin segja sögu liðins tíma í lífi hjónanna. Ung og ástfangin Anna og Einar á Kaupmannahafnarárunum. Sigríður Melrós Vefsíða safnsins þar sem gömlu kortin birtast í jóladagatalinu: www.lej.is Tónlistarmaðurinn Stefán Hilm- arsson er iðinn við kolann, hann söng sína fyrstu jólatónleika þetta árið af fjórum um liðna helgi og þar söng sonur hans Birgir Steinn m.a. með honum. Á tónleikunum var Stefáni afhent gullplata til merkis um að fyrri jólaplata hans, Ein handa þér, hefur selst í yfir 5.000 eintökum. Þar sem seldist upp á ferna tón- leika var afráðið að bæta við auka- tónleikum 19. des. Þar verður Guð- rún Gunnarsdóttir sérstakur gestur, en auk þess syngur þar sonurinn Birgir Steinn, líkt og á fyrri tónleikunum. Á dögunum kom út ný jólaplata, Í desember, og á tónleikunum verða flutt lög af henni auk laga af fyrri jólaplötunni, í bland við sígild jóla- og hátíð- arnúmer. Miðasala á aukatónleikana er hafin á vefsíðunni salurinn.is. Guðrún Gunnars verður sérstakur gestur Gaman Stefán og Birgir Steinn sonur hans syngja á nýliðnum tónleikum. Stefán bætir við tónleikum Ljósmyndir/Mummi Lú Gull Stebbi hampar gullplötunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.