Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 18

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 sprungu og lá nýja sprungan eftir eldri gossprungu. Gosið stóð ekki lengi og virtist því ljúka um klukk- an fjögur sömu nótt og það hófst. Annað hraungos hófst svo í Holuhrauni 31. ágúst, líklega um klukkan fjögur um nóttina, og hef- ur gosið látlaust síðan. Þótt eld- gosið léti ekki mikið yfir sér í byrjun þá er þetta orðið mikið gos. „Þetta eldgos hagar sér öðru vísi en eiginlega öll þau gos sem við höfum séð hér á undanförnum áratugum,“ sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands. „Þetta er í rauninni ósköp friðsælt gos. Það gengur bara áfram dag eftir dag með litlum breytingum.“ Kröflueldar (1975-1984) eru lengsta eldgosatímabil sem núlif- andi menn hafa orðið vitni að. Páll sagði að eldgosið í Holuhrauni hefði hagað sér allt öðruvísi en Kröflueldar. „Sennilega stafar það af þeim mikla hæðarmun sem er á eldfjallinu Bárðarbungu, sem fóðr- ar þetta, og sjálfri gosstöðinni í Holuhrauni. Bárðarbunga virðist reka þessa atburðarás áfram,“ sagði Páll. Hann sagði greinilegt að kvikan sem situr efst í kviku- hólfinu undir Bárðarbungu væri ekki að koma upp núna. Hún hefur sennilega allt aðra eiginleika en kvikan sem kemur upp í Holu- hrauni en sú kvika hefur sennilega staldrað við og náð jafnvægi á 9-20 km dýpi undir Bárðarbungu. Páll sagði að líklega væri flókið kviku- kerfi þarna og við sæjum ekki nema hluta af því í gosinu. Vísindamenn endurmeta stöðugt atburðarásina sem skýrist æ betur Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lítið eldgos hófst nyrst í Holu- hrauni, um 5 km norður af Dyngjujökli, rétt eftir miðnætti hinn 29. ágúst sl. Þetta var hraun- gos á um 600 metra langri eftir því sem lengra líður á gosið. Páll hélt nýlega erindi á ráðstefnu Jarð- fræðafélags Ís- lands um þessa atburði. Af því tilefni skoðaði hann nokkra at- burði annars staðar í heim- inum sem eru á einhvern hátt sambærilegir við þennan. Allmörg dæmi um öskjusig Páll sagði að hægt væri að finna allmarga atburði þar sem askja hefur sigið í tengslum við atburða- rás sem er einhvers staðar utan við öskjuna sjálfa. Hann sagði að 45 km fjarlægðin á milli Bárðar- bungu og gossins í Holuhrauni væri ekki mjög mikil þegar sam- bærilegir atburðir á heimsvísu væru bornir saman. Sums staðar hefur verið mun lengra á milli öskju sem seig og atburðarins sem fylgdi öskjusiginu. Páll sagði að atburðir af þessu tagi væru al- gengari en menn hefðu áður talið. „Ég gat tínt til sex tilfelli utan úr heimi síðustu öldina. Þá kom í ljós að sjálft öskjusigið er oftast afleiðing af því sem er í gangi eða er gengið um garð frekar en að það sé aðdragandi einhverra stórra viðburða,“ sagði Páll. Hann sagði að í tveimur tilfellum af þessum sex hefðu orðið myndarleg gos í lok öskjuhrunsins en í hvor- ugu tilvikinu neitt sem nálgaðist það sem kalla mátti hamfarir. „Í flestum tilfellum gerðist Morgunblaðið/RAX Stórgos „Gosið sjálft er orðið af stærðargráðunni einn rúmkílómetri. Það eru ekki mörg eldgos í seinni tíð sem eru stærri en það,“ sagði Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Eldgosið í Holu- hrauni er einstakt Morgunblaðið/RAX Vísindamenn Náið hefur verið fylgst með framvindu mála í Bárðarbungu og Holuhrauni. Snjó er þegar tekið að festa á elstu hlutum nýja hraunsins.  Páll Einarsson  Öskjusig oftar afleiðing en fyrirboði stórra atburða Sófasett, svefnsófar, hvíldarstólar ofl.ofl Opið laugardag 11 - 16 sunnudag 14 - 16 Roma 3 – 1 – 1 tau sófasett. Indo hvíldarst. m/skammel Tokio rafm.liftu stóll Tungu sófar m. svefnplássi og rúmfatag. Sófab.Sandra 120 x 80 Hornb. Sandra 60 Camilla sjónv.skápur 150 cm. Torino sjónv.skápur 135 cm. Sófab. Sharon 120 x 75 x 50 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Teg. Giulia 3 – 1 – 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.