Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 20

Morgunblaðið - 11.12.2014, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2014 Falleg jólagjöf frá Ernu Handsmíðaðiríslenskir silfurmunir í 90 ár virka daga 10-18, laugardaga 11-14 Póstsendum Serviettuhringurinn 2014 Verð: 12.500 Jólaskeiðin 2014 (hönnun Sóley Þórisdóttir) Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 0Verð: 19.50 Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Smart jólaföt fyrir smart skvísur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-54 ekki neitt nema hrunið í öskjunni. Stundum var hrunið miklu, miklu meira en við höfum séð nú í Bárð- arbungu,“ sagði Páll. Öskjulokið sem hefur sigið í Bárðarbungu nær yfir um 80 km2. Þar er því gríðarlega stórt sig í gangi. Askj- an hefur sigið mest um 50 metra. Páll sagði að þetta væri með stærri öskjusigum þótt hrunið sjálft væri ekki orðið nema 50 metrar. Í flestum öðrum tilfellum sem hann fann var hrunið miklu stærra mælt í hæð, jafnvel allt að 300-400 metra hæðarmunur, þótt sigin væru ekki jafnstór um sig og það í Bárðarbungu. Rúmmál sigs- ins þar er orðið býsna stórt. Páll sagði að þekking manna á atburðum af þessu tagi hefði mik- ið aukist. Fyrir nokkrum áratug- um settu menn alltaf samasem- merki á milli öskjuhruns og hamfaragoss. „Það held ég að hafi valdið þessum áhyggjum í upphafi atburðanna í Bárðarbungu þegar við áttuðum okkur á því að þar var öskjuhrun í gangi,“ sagði Páll. Hann sagði að viðhorfin til öskju- hruna hefðu breyst þegar menn fengu tækifæri til að fylgjast með slíkum atburðum og því hvernig þeim lauk síðan 1912. Mjög stór atburður Páll sagði að atburðurinn í Bárðarbungu og Holuhrauni væri orðinn mjög stór og merkilegur, sama hvernig á hann væri litið. Þar væri verið að skrifa nýjan kafla í eldfjallafræði á Íslandi. Atburðurinn er stór í samhengi flekahreyfinga en atburðirnir taka til 45 km af flekaskilunum á þessu svæði. Umtalsverð gliðnun á jarð- skorpunni fylgdi í byrjun þegar gangurinn lengdist til norðurs. „Gosið sjálft er orðið af stærð- argráðunni einn rúmkílómetri. Það eru ekki mörg eldgos í seinni tíð sem eru stærri en það. Nokkur gos frá síðustu öld voru af þessari stærðargráðu eins og Gjálpargosið (1996), Surtseyjargosið (1963- 1967), Heklugosið 1947 og Kötlu- gosið 1918. Gosið sem nú stendur yfir er stærsta hraungosið af þess- um gosum. Nýja hraunið er stærsti hraunfláki sem hefur myndast á Íslandi síðan í Skaft- áreldum 1783. Ef við tökum allan heiminn þá hef ég ekki fundið nema tvö gos síðan í Skaftáreldum þar sem hraun hefur verið stærra en þetta. Annað varð á Kamts- jatka-skaganum í Rússlandi 1975. Það var hraungos að mestu leyti og komu upp tveir rúmkílómetrar. Því fylgdi líka öskjuhrun upp á 300 metra í nálægu fjalli. Hitt er hraungos sem enn er í gangi á Havaí. Það hófst 1983 og hraunið er orðið um fjórir rúmkílómetrar og er enn að stækka,“ sagði Páll. Hann benti á að það væri nán- ast einsdæmi að jafnstór atburður og sá sem nú stendur yfir í Holu- hrauni og Bárðarbungu hefði vald- ið jafnlitlum vandræðum fyrir al- menning og þessi. Einu óþægindin sem landsmenn hefðu haft af gos- inu væri gasið sem þaðan berst. „Þetta er eiginlega heppilegasta atburðarás, miðað við stærð at- burðarins, sem hugsast getur,“ sagði Páll. Jarðskjálftahrinan í tengslum við kvikuhreyfingarnar og elds- umbrotin í Bárðarbungu er mjög frábrugðin öllum öðrum jarð- skjálftahrinum sem fylgst hefur verið með í eldfjöllum á Íslandi frá því jarðskjálftamælingar hóf- ust. Þetta kemur fram í grein á vef Veðurstofunnar í tilefni af 100 daga afmæli gossins í Holuhrauni (100 days of continuous eruptive activity in Holuhraun). Þar segir einnig að samanlögð orka jarðskjálftanna samsvari orkunni sem myndi losna í einum jarðskjálfta af stærð 6,6. Hafa ber í huga að mælieiningar jarð- skjálfta eru lógaritmískar þannig að hækkun um eitt stig samsvarar um þrítugföldun orku. Þannig losnar um þrítugfalt meiri orka í jarðskjálfta af stærð 5 en í skjálfta af stærð 4. Virknin sem mælst hefur við brún öskju Bárðarbungu á sér engin fordæmi hér á landi. Þar gafst fyrsta tækifærið til að fylgj- ast með öskjusigi hér á landi með nútíma mælitækjum og aðferðum. Í greininni er birt samantekt yf- ir fjölda jarðskjálfta í Bárðar- bungu og nágrenni frá miðnætti 16. ágúst sl. til klukkan 08.30 hinn 9. desember sl. Þar kemur fram að sjálfvirkir mælar höfðu numið í kringum 34.000 jarðskjálfta. Þar af var búið að yfirfara um 17.500 skjálfta. Af yfirförnum jarð- skjálftum áttu um 7.500 upptök í ganginum. Um 7.000 skjálftar höfðu orðið í öskju Bárðarbungu. Um 120 jarðskjálftar urðu í Kistu- felli, um 340 í Öskju, um 1.500 í Herðubreið og Herðubreið- artöglum, um 470 í Tungnafells- jökli og um 20 í Kverkfjöllum. 74 skjálftar yfir 5 að stærð Þegar skjálftarnir eru flokkaðir eftir styrkleika kemur í ljós að skjálftar af stærð 3,0-3,9 voru 836, þar af urðu 99 í ganginum og 721 í öskju Bárðarbungu. Skjálftar af stærð 4,0-4,9 voru 462 talsins og af þeim áttu sjö upptök í gang- inum en 453 í öskjunni. Alls eru skjálftar af stærð 5.0 og stærri orðnir 74 og hafa þeir allir átt upptök í öskju Bárðarbungu. Einnig kemur fram í greininni að miklar jarðskorpuhreyfingar hafi mælst meðan gangurinn var að myndast. Hægt var að fylgjast með framrás gangsins með GPS- mælingum og um leið sigi öskju Bárðarbungu. Líkön byggð á GPS-mælingum og InSAR-gervihnattamyndum benda til þess að um hálfur rúmkílómetri af kviku sé í ganginum og að hann hafi verið fullmyndaður á fyrstu stigum eldgossins. Lárétt gliðnun yfir ganginn á 25 km kafla milli Urðarháls og Kverkfjalla mældist allt að 1,3 metrar. InSAR- mælingar benda til að gliðnun næst ganginum sé mun meiri. Flekahreyfingar sem urðu í tengslum við jarðhræringarnar sem hófust í Bárðarbungu um miðjan ágúst eru þær mestu sem mælst hafa á Íslandi frá því í Kröflueldum. Morgunblaðið/RAX Holuhraun „Nýja hraunið er stærsti hraunfláki sem hefur myndast á Íslandi síðan í Skaftáreldum 1783,“ segir Páll Einarsson. Hann veit um tvö gos síðan í Skaftáreldum þar sem runnið hefur meira hraun en í þessu eldgosi. Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í 102 daga. Atburðarásin átti sér nokkurn aðdraganda en virkni í Bárðarbungu og eins í sprungusveimum norður af henni hafði þá aukist jafnt og þétt síðustu sjö ár, að því er fram kemur í samantekt á vef Veð- urstofu Íslands. Aðfaranótt 16. ágúst sl. hófst hrina jarðskjálfta í Bárðarbungu með stöðugri skjálftavirkni. Upp- tök skjálftanna voru í efri hluta jarðskorpunnar. Bárðarbunga er ein af megineldstöðvum Íslands. Hún er jafnframt næsthæsta fjall landsins og teygir sig um 2.000 metra yfir sjávarmál. Eldfjallið er í norðvestanverðum Vatnajökli og alveg hulið jökli. Það er svo stórt að menn áttuðu sig ekki á hinu rétta eðli þess fyrr en það sást á gervihnattamynd úr 800 km fjarlægð árið 1973, eins og kemur fram á vef Veðurstof- unnar. Þá blasti askjan við utan úr geimnum séð. Gosið hefur í 102 daga JARÐSKJÁLFTAR Í BÁRÐ- ARBUNGU UNDANFARI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.